Heima er bezt - 01.05.1954, Qupperneq 5

Heima er bezt - 01.05.1954, Qupperneq 5
Nr. 5 Heima er bezt 133 ur fyrir og eftir fermingaraldur náðum til bæjarhúsa eftir bar- áttu okkar í frosthörðum blind- byljum háfjallanna, að andlit okkar voru hvítskellótt af kal- blettum — fjandsamlegur og sár var sviðinn í kinnunum lengi kvölds, enda þótt við fyrst til að byrja með styngjum hausnum niður í snjóinn til að þíða kal- blettina. ' Margar gæti ég svaðilfarasögur sagt frá uppvaxtarárum okkar bræðra þarna í fjöllunum, en hirði ekki fram að tína, enda myndi mörgum þeim, er nú upp vaxa og ekki þekkja annað en nútímans traföskjuuppeldisdek- ur, þykja frásögn mín með ólík- indum nokkrum. Svipað þessu var það í þá daga viðar en á mínum uppeldisslóðum, að hlífi- lítið var til stáls sorfið dugs og karlmannslundar hins uppvax- andi, íslenzka alþýðufólks frá fjöru til breiðbyggða. En mann- fæðið var ákaflega ólíkt því, sem nú gerist. Þá voru fráfærur al- mennar og heimamölun korns, og yngri og eldri nutu hinnar á- gætu sauðamjólkur, ásauða- smjörs og skyrs næstum allt ár- ið. Sá hollustukostur var ekki við nögl skorinn, þar sem nöpur fátækt setti ekki stól fyrir dyr framleiðslu þessarar dáðafæðu. Tveggja-þriggja lóða smjör- skafan, er húsmæður stungu í munn smaladrengja og erinda- krakka, er að dyrum þeirra komu frá grannbæjum, var undirstöðu- betri og hollari hvíthveitis sæta- kökum nútímans. „Þið verðið að vinna,“ sagði faðir okkar systkina stundum við okkur, eftir að við uxum nokk- uð til manns, ef við brugðum fyr- ir okkur úrtölum, annars vildu foreldrar okkar leyfa okkur frí- stundir til leikja og áfloga. En vinnusemin, skyldurœknin, var uppeldisins höfuðáherzla í þá daga. Að treysta guði og sjálf- um sér var áherzluatriði uppeld- isins í minni æsku, og mínir for- eldrar gerðu meira en að segja þetta við okkur, þeir gáfu fyrir- myndina með háttum sínum. Svo var það líka víðast, er ég þekkti. Fólkið þekkti þá betur og skildi blessun starfs og skyldurækni en fjöldi fólks gerir nú í þorpum, og bæjum þessa lands. í ungdæmi mínu gengu ungl- ingar ekki með peninga í vösum eins og nú tíðkast og tel ég háska mikinn unglingum og hálfgerð- um börnum bæja og borga, þar sem saman fara hrópandi að- stæður til nautna og eyðslu viðeigandi verkefnum og aðhaldi til starfa. - Hinn þvingandi skólalærdóm- ur ýmislegur skemmir fólkið og venur það frá virðingu fyrir þeirri nauðsyn, þeirri heilbrigði, Þorbjörn Björnsson og yngri kynslóðin. er líkamleg vinnubrögð eiga að skapa og geta skapað öllum lýð. Auk þess er það ótrúlega lítið, sem margt af þessu unga skóla- fólki veit, ekki aðeins í bókfræð- um, heldur líka um hin einföld- ustu undirstöðuatriði mannlífs og þjóðlífs. Undanfarin ár hafa oft dval- izt á heimili mínu ungar Reykja- víkurstúlkur frá fjórtán til seytján ára aldurs. Flestar hafa þær ljómað af æskuþreki og þroska. Sumar hafa verið komn- ar í annan bekk gagnfræðaskóla í Reykjavík, vissu þó á fáu skil, þekktu ekkert blóm, grös eða jurtir, engan sumarfugl, vissu ekki, að til hefðu verið þjóðskör- ungar slíkir sem Jón Sigurðsson og Hannes Hafstein eða skáldið Matthías Jochumsson, en þær vissu aftur mikið um Hollywood- kempur og rauluðu sífellt þar til heyrandi kviðlinga. Eitt sinn að sumri kom að Geitaskarði seytján ára stúlka; sú var Reykjavíkur skólabekk- ingur. — Hún gisti hjá okkur tvær nætur, var að hitta vinnu- bundna vinkonu sína, er hjá mér var — eða átti að vinna'. Þær gengu saman til fjóss , ég einn- ig. Þegar í fjósbás kom, tók ég á kýrgröninni og spyr Reykjavík- urfröken hvað heiti. Hún hristir höfuðið og kveðst eigi vita. Bendi ég þá til kýrklaufanna og spyr heitis, en hið sama kom upp, hún vissi ekki deili á. Eitt sinn bar svo við, að bæjar- ungfrú, sextán ára, er að Geita- skarði kom, fór í reiðtúr með heimavönum unglingum. Þá hún steig á bak hesti sínum tjáði hún sig ráðalausa til að stöðva reið- skjótann, ef með þyrfti. Bregður þá önnur heimastúlkan fyrir sig glensinu og segir, að hún skuli þreifa undir fax reiðskjóta síns, þar muni takki vera, er hún skuli á þrýsta, og þá stöðvist hestur- inn. Þreifar hún lengi til, en kveðst ekki finna og þótti verr, því að hún treysti takkahjálp- inni í sinni höfuðeinfeldni. Þetta eru lítil sýnishorn, en sönn, um fáfræði sumra skóla- göngu-unglinga nútímans — úr þéttbýlinu — þeirra, er setið hafa á skólabekk um margra ára bil. í mínum uppvexti fengu börn og unglingar til sveita, þau er mestrar nutu uppfræðslu.tveggja til þriggja mánaða tilsögn á vetri frá tíu til fjórtán ára aldurs, en er þau voru tíu ára og fóru að njóta kennslu hjá þessum að- komukennurum, sem venjulega voru gagnfræðingar frá Möðru- völlum eða búfræðingar frá Hól- um, voru þau flest sæmilega læs og skrifandi, gátu líka nokkuð í reikningi og höfðu heyrt lesn- ar íslendingasögur á kvöldvök- um heimila sinna. Við fermingu var búið með skólanám flestra, en þá tók við hinn harði en hag- ræni skóli lífsins og lífsbarátt- unnar, sá er skóp dugandi menn og dáðakonur, sem nútíminn stendur í ómældri þakkarskuld við, — fólk, sem enn heldur sig við hófsemi, sta'rf og skyldu- rækni og vill benda niðjum sín- um til tryggða við þá mannkosti. Á uppvaxtarárum mínum var það sem nú, í blóði æsku og upp- vaxtarlýðs brann þrá til leikja, lífsglaðningar og tilbreytni, en sá var munurinn á, þá og nú, að þá var vinnan aðalatriðið, nú virðist hún aukaatriði hjá mörg-

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.