Heima er bezt - 01.05.1954, Side 6

Heima er bezt - 01.05.1954, Side 6
134 Heima er bezt Nr. 5 um. Á réttmætar kröfur skyldu- rækninnar mátti aldrei ganga, þá kröfu skýlausa gerðu leiðbein- endur, húsmæður, heimilisfeður og uppalendur allir. Þeir skildu rétt sitt lífshlutverk. Eigi að síður var oft til leikja gengið ýmislegra, svo var það á Veðramóti með okkur systkinin, sem öll vorum ákaflega fjörmik- il, lífsglöð og skapör, að oft feng- um við að njóta gleðskapar og glaðværra stunda bæði á heim- ili og utan Gönguskarðanna. Þessi háfjallaungdómur kom oft saman á breiðsvæðum dalsins eða fjalianna. Við strákarnir glímdum eða bara flugumst á, treystum kraftana í tuski. Stelpurnar skröfuðu saman eða fóru í hlaupaleiki — boltaleiki —, en það gerðum við drengirnir raunar líka. Boltaleikir voru mikið iðkaðir, mjög örvandi og hressandi leikir, stunduðu þá jafnt drengir og stúlkur. Einnig voru útreiðar, stuttar ferðir, stundaðar á helgum sumarsins, ef heyönn var ekki aðkallandi. Á vetrum bar mest á skíða- og skautáferðum. Við fjallastrák- arnir vorum knæfir skíðamenn og djarfir, hentumst með geysi- hraða snarbrekku fjallfennisins, og gott hafði ég síðar af því á lífsleið minni að hafa vanizt skíðanotkun í æsku. Skautaferð- ir voru mest iðkaðar á bröttum mýraflákum fjallshlíðarinnar. Það þurfti mikinn fótastyrk og jafnvægis-„kúnst“ til að stand- ast fleygiferð þá, er skapaðist þarna í svellbólstraðri, snar- brattri fjallshlíðinni. Furða, að aldrei skyldi slys af hljótast glannaskapnum. Er við systkin uxum til full- þroska, fórum við sem önnur Skagafjarðaræska að sækja mannfundi til Sauðárkróks, því að Sauðárkrókur var þá sem nú miðstöð skagfirzks samkvæmis- lífs. Hér áður fyrr voru sam- komur mjög sjaldgæfar fram til byggðanna. Á Sauðárkróki voru brennufagnaðir, blysfarir, sjón- leikir og dansskemmtanir stöku sinnum, en það var ógn sjaldan. Því má ekki gleyma, að mjög gott hafði æska sveitaheimilanna í gamla daga af að hlusta á rökk- ursögur og ævintýri, sem greint fólk sagði börnum og unglingum í biksvörtu baðstofumyrkri skammdegiskvöldsins. Það örv- aði ímyndunaraflið. Hinir björtu kyndlar frásagna þessa greinda fólks gáfu æskunni innsýn til óþekktra töfraheima. — Svona var það nú þá. Nú eru það hætt- ur ýmislegra skemmtistaða, sem unglingssálirnar eru til tældar, staðir, sem skapa marga andlega óhollustu og breytnislega skað- ræðishætti hins vaxandi lýðs. Að þessum sorans sytrum borgar og bæja togast nú hinn óreyndi og ómótaði æskulýður og bíður tjón á sálu sinni. Það hefur þannig verið með mig, hvar sem ég hef dvalizt eða um farið, að ég hef viljað skyggnast um sem gleggst fram og til beggja hliða. Þegar ég hef verið í Reykjavík, hef ég ekki hvað sízt gert mér far um þetta, en til þessarar varfærni minnar má rekja kynni mín af Reykja- víkurstrákunum. En mér finnst ekki úr vegi að geta þeirra að nokkru, fyrst ég á annað borð er farinn að ræða um æskuhætti og uppeldi. Þegar ég er að villast í Reykjavík, reynast Reykjavík- urstrákarnir mér jafnan bezt; þeir eru alltaf boðnir og búnir til þess — einn eða fleiri — að hlaupa með mér langar leiðir. Það gildir einu, þótt þeir séu í hörkuáflogum, eins og hundar undir kirkjuvegg, þeir gefa ætíð upp snerruna, er ég kalla til þeirra og beiðist liðsinnis. Reykj avíkurdrengir eru af mörgum viðurkenndir fyrir prakkaraskap og vandræði, en þeir hafa yfirleitt ekki kynnt sig þannig við mig. Hef ég þó kynnzt fjölmörgum þeirra á búi mínu, er þeir hafa dv'alizt þar sumarlangt og sumir lengur. Eitt sinn rakst ég á nokkra stráka við afskekkta götu í Reykjavík. Voru þeir við bakhlið stórbyggingar og mölvuðu gluggarúður byggingarinnar í gríð. Steinarnir þutu úr höndum þeirra. Ég spyr: „Hví gerið þið þetta, strákar?“ Fyrirliði þeirra, ellefu-tólf ára kjarklegur myndarstrákur, svar- ar: „Við höfum gaman af að sjá húsið opna almennilega augun. Svo sjáum við betur, hvað þarna er inni fyrir.“ Ég kannast við frá fyrri tíð þá hugsun, er að baki liggur slík- um verknaði. Ég man, þegar við Veðramótsstrákarnir tókum fall- egu, kúptu brjóstnálina, fórum með hana út á fiskastein og mölvuðum hana í mél. Þetta gerðum við eftir mikil heilabrot og bollaleggingar um, hvað inn- an í væri nálinni. Bak við þessa tvo verknaði liggur engin illkynjuð prakkara- hneigð, heldur skilningsþrá, löngun til að kynnast því ó- þekkta, einhver angi af viðleitni til að leita sanninda veruleikans. Ég hef kynnzt í Reykjavík ýmsum breytniháttum, er mér eru leiðir. Eg segi hér frá verkn- aði fullorðinna manna, er sýna hörkufullt skilningsleysi: Húsið, sem ég bjó eitt sinn í, er ég dvaldizt í Reykjavík, er stórt margbýlishús. Við aðra hlið þess var allstórt svæði ónotað og óhirt. Á miðju þessu svæði vann stór drengjahópur að smíði lít- ils húss. Þeir höfðu tínt að sér ýmislegt spýtnabrak og hömuð- ust öllum stundum, er þeir áttu frí frá skólabekk. Ég horfði mér til gamans á handbrögð og til- tektir þeirra. Áhuginn skein úr svip þeirra. Kvöld eitt, er ég gekk þarna um, var kofi þeirra fullgerður — eða svo fannst þeim. Ýmislegt, er þeir kölluðu húsbúnað, höfðu þeir inn í kofann flutt. Sigur- gleði starfslokanna umvafði all- an drengjahópinn. Morguninn eftir mætti ég fyrirliða kofasmið- anna, ellefu ára ötulum strák. Ég sá, að hann hafði grátið og spyr, hví hann sé stúrinn, en um leið varð mér litið þangað, sem kofinn stóð kvöldið áður. Hann var horfinn. Ég spyr drenginn, sem ekki gat dulið hryggð sína og vonbrigði, hvað eða hver hefði valdið brottnámi kofans. Hann svarar mér, tárvotum augum: „í gærkvöldi seint komu ein- hverjir menn, ég held lögreglan, og þeir rifu kofann okkar og hentu langt í burtu.“ Mér ofbauð þetta skilnings- leysi, sem þessi ötuli drengja- hópur var beittur. Kofinn var engum til meins á yfirstandandi tíma, en með niðurrifi hans varð áhugi, sköpunarþrá og starfs- gleði drengj anna fyrir því áfalli, sem óséð er, hverjar afleiðingar Framh. á bls. 157.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.