Heima er bezt - 01.05.1954, Side 7

Heima er bezt - 01.05.1954, Side 7
Nr. 5 Heima er bezt 135 Gangnast jóri greinir frá Rætt við Jón Guðmundsson, bónda í Vík í Lóni um fjallgöngur og fleira. í febrúar mánuði síðastliðnum dvaldi Jón Guðmundsson bóndi í Vík í Lóni nokkrar vikur á heim- ili m'nu, en hann beið þá eftir rúmi á Landsspítalanum. Þetta mun hafa verið í fyrsta skipti á ævinni, sem Jón var ekki bundinn við nein ákveðin dagleg störf og notaði ég því tækifærið til þess að spyrja hann um gamla daga. Jón er sennilega fróðasti maður í Skaftafellssýslu um fjallgöng- ur ,eins og þær hafa verið fram á þennan dag. í um það bil 20 ár var hann gangnastjóri í Eski- fellsfjöllum, sem talin eru ein- hver allra erfiðustu fjöll lands- ins til smölunar. „Hvar ert þú fæddur Jón og hvenær? „Ég er fæddur að Heiðnaþergi á Mýrum í Austurskaftafellssýslu þann 19. febrúar 1892. Foreldrar mínir voru Sigríður Aradóttir frá Reynivöllum í Suðursveit og Guðmundur Sigurðsson frá Borg á Mýrum. Við vorum níu systkin- in.“ „Viltu ekki segj a örlítið frá líf- inu eins og það var þá í Skafta- fellssýslu?“ „Ekki veit ég hvort nútíma menn telja lífskjör okkar, sem þá vcrum að alast upp sérstaklega girnileg til fróðleiks, en ekki kostar neitt að segja frá þeim í stuttu máli. Eg var á fyrsta ár- inu þegar foreldrar mínir fluttu frá Heiðnabergi að Skálafelli í Suðursveit, en þar ólst ég upp til 15 ára aldurs.“ „Þú hefur þá verið sveitungi Þórbergs Þórðarsonar, sem við Hala er kenndur.“ „Rétt er það, en þótt við Þór- bergur værum á svipuðum aldri og þar að auki náskyldir, þá bar fundum okkar sjaldan saman. Þegar okkur óx fiskur um hrygg lágu leiðir okkar einnig oftar sundur en saman. Þórbergur gerðist ritforkur mikill og fram- leiddi margt skemmtilegt á pappírnum en ég sneri mér að ræktun jarðar og framleiddi einkum kindakjöt, Þórbergi og öðrum góðum borgurum til tím- anlegs lífsviðhalds." Jón Guðmundsson. „Hver var einkum andleg upp- lyfting Suðursveitunga á þessum árum?“ „Á sumrin sóttu menn oft kirkju á sunnudögum og reyndu þá reiðhesta sína eftir því sem efni stóðu til. Frá veturnóttum voru Pálshugvekjur lesnar á kvöldin og sálmur sunginn en á sunnudögum var lesið í Péturs- postillu. Á föstu voru Passíu- sálmar sungnir." „Ósköp hafa Suðursveitungar verið guðhræddir.“ „Og ekki veit ég hvað segja skal um það. Ég held þetta hafi verið vani, en einhver trúrækni hefur þó sennilega komið til greina. Lífið hafði ekki upp á svo margt að bjóða, að fólkið gerði sér hugvekjur og sálmasöng að góðu, og þegar á allt er litið hefur þetta andlega fóður senni- lega ekki verið mun lakara en sakámálatímaritin, sem setja svip sinn á bókaverzlanir höfuð- staðarins." „Hvað var annars helzt til skemmtunar?“ „A hátíðum í skammdeginu kom fólk hvert til annars og spil- aði á spil. í brúðkaupsveizlum var oft dansað og stundum fengu menn smávegis í staupinu, en mjög var það í hófi, því fæstir höfðu efni á að kaupa mikinn glaðning þótt gifting stæði til.“ „Var matur nógur á bæjunum í þá daga?“ „Varla verður það með sanni sagt. Skipin komu stundum seint á vorin og þá gat svo farið að lítið væri til þess að borða nema fiskur og mjólkurhreytan úr kúnum. Kartöflurækt var minni þá en nú og lítil kunnátta í kart- öflurækt, oftast sáð í sömu hol- una og notaður einhæfur áburð- ur.“ „Manstu ekki eftir Eyjólfi á Reynivöllum, sem margar sagnir hafa myndazt um á seinni ár- um?“ „Ég man mjög vel eftir hon- um. Hann var farinn að eldast þegar ég var drengur og ekki trútt um að hann væri farinn að trúa því sjálfur, að hann kynni eitthvað talsvert fyrir sér, en sumir héldu því á loft að svo væri. Mér er minnisstætt, aó ef Eyjólfur á Reynivöllum vai að leita að einhverjum hlut og fann hann ekki fljótlega, taldi hann víst að púkarnir hefðu komið og sótt hlutinn, var karl þá vanur að segja: „Assskotarnir ykkar. Eg geri ykkur ekki til geðs að vera að leita að því Þið skilið því seinna.“ „Hvernig var fræðslumálum háttað í Suðursveit þegar þú varst að alast upp.“ „Skólaskylda var þá ekki kom- in en einhver smávegis far- kennsla var í sveitinni. Ég hlaut mína barnafræðslu hjá Jóni Guðmundssyni, sem lengi var starfsmaður Fjárhagsráðsins sáluga. Fræðslumöguleikarnir voru yfirleitt hverfandi litlir, því þá voru héraðsskólarnir ekki komnir, en með stofnun þeirra var nýju þekkingarljósi brugðið upp í byggðum landsins, þótt nú hafi dofnað á ný síðan öll fræðsla var reyrð í römmustu prófhlekki. Bæði ég og aðrir, sem þá voru að alast upp hefðu leit-

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.