Heima er bezt - 01.05.1954, Síða 8

Heima er bezt - 01.05.1954, Síða 8
136 Heima er bezt Nr. 5 iS einhverrar frekari menntunar ef hana hefði verið að fá en því var ekki að heilsa.“ „Þú sagðist hafa verið á Skála- felli til 15 ára aldurs. Hvert flutt- irðu þá?“ „Að Reyðará í Lóni, en þangað réðst ég í ársvist til frú Önnu Hlöðvesdóttur og Sigurðar Jóns- sonar búfræðings. Þessi hjón voru þekkt að dugnaði og atorku. Sigurður dó ungur en Anna ól upp 6 syni þeirra hjóna og eru það allt gegnir menn og a. m. k. einn Ásmundur Sigurðsson fyrrv. alþingismaður þjóðkunnur. — Önnu Hlöðvesdóttur féll aldrei verk úr hendi og þótt nógu virt- ist vera að sinna fyrir 6 barna móður á harðbalakoti eins og Reyðará var þá, var hún fremur veitandi en þiggjandi og hygg ég að margir hafi notið góðs af góð- girni hennar og myndarskap.” „Hversu hátt var kaupgjald þá?“ „Kaup var yfirleitt óþekkt fyr- irbæri á þeim árum öðru vísi en í fóðrum. Fengu vinnumenn og vinnukonur að hafa ákveðna kindatölu á kaupinu sínu en þar áð auki fengu karlmenn 3—4 föt árlega en kvenfólk oftast þrjú. Árskaup mitt var þegar allt er talið 80 krónur á ári, en ég átti 7 kindur þegar ég kom að Reyð- ará. Á þeim tveimur árum, sem ég var á Reyðará keypti ég tvær ær á 9 krónur hvora en lambið mun þá hafa lagt sig 3 krónur." „Hversu langur var vinnutím- inn?“ „Lengd vinnutíma voru engin takmörk sett í þá daga og fór það því eftir árstíðum og ástæð- um hversu íengi var unnið. Frá- færur voru þá algengar svo kom- ið gat fyrir að einhver þyrfti að bæta leit að ám við dagsverk sitt. í hirðingum á sumrin mun eng- um hafa dottið í hug að tak- marka vinnutíma meðan eitt- hvað var óhirt af þurru heyi.“ „Þú varst lengi vinnumaður á Stafafelli í Lóni.“ „Ég réðst þangað 1910 til sómahjónanna sr. Jóns Jónsson- ar prófasts og frú Guðlaugar Vigfúsdóttur frá Arnheiðarstöð- um. Sigurður á Stafafelli, sonur Jóns prófasts og frú Margrétar fyrri húsfreyju hans var þá að mestu leyti tekinn við bústjórn- inni. Sigurður er bezti húsbóndi, sem ég hef átt, alltaf glaður og reifur með spaugsyrði á hrað- bergi. Frú Guðlaug var bráðdug- leg húsmóðir og prófasturinn fræðaþulur mikill, sem alltaf var' reiðubúinn til þess að leysa úr spurningum fólksins og fræða það á allan hátt sem við varð komið. Um þessar mundir voru að jafnaði 20—30 manns á Stafa- felli og því oft glatt á hjalla. Þá er Stafafell kirkjustaður og komu því margir gestir á sunnu- dögum, en þeim var öllum veitt- ur beini að lokinni messu og stundum slegið upp balli.“ „Manstu ekki eftir einhverju spaugilegu frá þessum Stafa- fellsárum?“ „Hugsazt gæti það, en rétt er að flíka ekki slíku nema í mesta hófi, því margir eru ótrúlega hörundsárir í slíkum efnum. Þó get ég sagt þér frá tilsvari gam- als manns, sem Þorsteinn hét og kallaður var langi Þorsteinn. Dúntekja var þá mikil á Stafa- felli og var Bergsveinn heitinn í Urðarteigi fenginn á hverju ári til þess að hreinsa dún. Honum til aðstoðar var jafnan amma þín, Steinlaug Ólafsdóttir, en þau höfðu bækistöð sína úti í hjalli. Steinlaug og Bergsveinn munu hafa verið á sjötugsaldri þegar þetta gerðist. Einn góðan veður- dag spurði ég langa Þorstein hvort hann öfundaði ekki Berg- svein af því að vera einan með Steinlaugu í hjallinum tímunum saman. Þá sagði sá gamli. „O, nei, nei. Þau brúka ekki nema það sem þau eiga.“ Vigrarferðir. „Hvaðan fékkst þessi dúnn sem_ amma mín hreinsaði?“ „Úr varpeynni Vigur, sem er í Lónbugt. Sr. Jón keypti Vigrina ásamt jörðunum Stafafelli, Brekku, Hraunkoti og Byggðar- holti. Þegar ég var á Stafafelli nam dúntekjan 130 pundum á ári af hreinsuðum dún. Auk dún- tekjunnar á vorin var einnig veiddur landselur. Var þá farið á róðrarbát frá Papaós og er 2—3 klukkustunda róður þaðan og í Vigur eftir því hvernig stendur á straumi og vindi. Eyj- an Vigur er grösug að ofan en sund eitt, sem er vítt að vestan en þröngt að austan sker eyna sundur. í þrengslunum austast í sundinu eru hamrar beggja vegna og verður að sæta lagi til þess að koma árabát í gegn um sundið. Venjulega fóru 6 menn í Vigrarferð á vorin 3 frá Stafa- felli og aðrir þrír frá einhverjum bæjum í sveitinni. Vigrarfarar voru vopnaðir keppum, en það voru birkilurkar svo seigir að þeir hrukku ekki sundur þótt þeim væri barið í klappirnar. Rotuðum við kópana með kepp- um þessum. Landselurinn kæpti aðallega á Böðvarsskeri, sem er sker rétt við eyna sjálfa. A haustin kæpti útselur á eynni. Var þá venjulega farið um veturnætur og þá oft 2—4 bátar. Okkur var mikið í hug þegar við lögðum að eynni eins hljóðlega og við gátum. Brimlarnir voru þá jafnan uppi á háeynni en voru furðu fljótir að þokast í átt til sjávar þegar þeir heyrðu að ó- friður var á næsta leiti. Þeir sem fráastir voru á fæti óðu beint í vöðuna en aðrir réðust til upp- göngu á bálka sem er á milli tjarnar einnar og sjávar. Selirn- ir steyptu sér oftast fyrst í tjörn- ina en þaðan réðust þeir yfir bálkinn til þess að komast í sjó- inn. Þegar þannig stóð á var betra að vera fljótur að koma höggi á brimlana því þeir biðu ekki boðanna úr því þeir urðu manna varir. Brimlar þessir voru oft 400 pund á þyngd og því ekk- ert frýnilegir þegar þeir réðust yfir bálkinn, var þá annaðhvort að gera að duga eða drepast ef selirnir áttu ekki að sleppa á haf út. Kæpurnar voru minni en brimlarnir og auðveiddari og kóparnir höfðu ekki vit á að forða sér svo þá rotuðum við í rólegheitum þegar orustunni við brimlana var lokið. Mesta veiði, sem ég man eftir í einni Vigrar- ferð að haustlagi voru 97 selir, kópar og fullorðnir. í þeim hópi munu hafa verið 7—10 brimlar. Enginn, sem séð hefur útsel rísa upp á skottleggj unum fullan ótta og reiði gleymir þeirri sjón. Vigrarferðir að haustlagi voru engar skemmtiferðir, að öðru leyti en því að spenningurinn var nógur. Oft várð að fara aft- ur inn á Papaós í misjöfnu veðri og með drekkhlaðna báta, lá þá stundum klyf við klakk að illa færi.“

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.