Heima er bezt - 01.05.1954, Page 10
138
Nr. 5
í Kollamúla nótt og dag nema
rétt um svartasta lágnættið því
þá hélt féð kyrru fyrir. Hlífðar-
föt voru ekki eins fullkomin þá
og nú enda vorum við bjórvotir
alla daga en nærbuxurnar
geymdum við inni í kofa til þess
að hafa eitthvað þurrt að fara í
meðan við héldum kyrru fyrir.
Á morgnanna urðum við svo að
fara í blautar utanyfirbuxur og
blauta sokka næst okkur.
Matur gekk til þurrðar í þess-
ari löngu útivist, en við slátruð-
um fé okkur til matar og suðum
súpu af kjötinu og fjallagrösum.
Þegar þrjár vikur voru liðnar
hafði ég sent tvo menn til
byggða. Þá sjatnaði svo mikið í
Víðidalsá, að við ákváðum að
reka féð þá leið fram, því Jökuls-
á var ófær. Smöluðum við þá
fénu saman og ákváðum að fara
yfir ána og upp Sviftungur. Ekki
gekk þetta ferðalag samt sem
bezt því þá gekk í ausandi stór-
rigningu á ný og vorum við 6
klukkustundir að hnoða fénu yf-
ir ána, urðum þá að hafa hönd
á svo að segja hverri skepnu. Úr
Sviftungum komum við fénu í
Hnappadal en þá var óveðrið
orðið svo mikið, að við urðum að
skilja það eftir og fara til
byggða, komum við að Stafafelli
klukkan 3 um nótt heldur illa
til reika.“
„Er þetta erfiðasta fjallganga,
sem þú manst eftir?"
„Það er eftir því hvernig á það
er litið. Við vorum aldrei í neinni
beinni hættu í þetta skipti en
það vorum við hins vegar í eftir-
leit um áramótin 1923—24. Það
mun hafa verið upp úr áramót-
unum, að við fórum i eftirleit inn
í Kollumúla þrír saman. Þorleif-
ur Halldórsson, sem nú er bóndi
í Syðra-Firði, Sigurður heitinn
Högnason,sem þá var vinnumað-
ur á Stafafelli og ég. Snjór var
yfir öllu og hjarn í fjöllum.
Fyrsta daginn fór Sigurður
Högnason inn í Tröllakróka og
Axafell, en við Þorleifur eða Leifi
eins og hann er jafnan kallaður
upp á Kollumúlann og þaðan inn
í Víðidal. Um fjögurleytið eða
með dimmunni fann ég tvær
kindur á Kollamúlaflögum. Okk-
ur gekk ekki sem bezt að hand-
sama kindurnar, en þegar því
var lokið leið ekki á löngu unz
þær þreyttust og samtímis skall
Heima er bezt
á blindbylur. Við þvældumst með
kindurnar góða stund ýmist
dragandi eða berandi unz veðrið
var orðið svo vont að við urðum
að láta þær eiga sig. Skildum við
kindurnar þá eftir á Flánum hjá
stórri reyniviðarhríslu.
Við treystum okkur ekki til
þess að rata beinustu leið vegna
óveðurs og myrkurs því á þeirri
leið voru hengigljúfur. Tókum
við það til bragðs að reyna að
hitta á Jökulsá því henni áttum
við að geta fylgt að kofanum.
Leiðin lá um klettabelti, skóga
og rjóður á víxl, ultum við stund-
um dálítið en hlutum ekki
meiðsli að neinu ráði. Loks kom-
um við að Jökulsá, sem var fros-
in nema mestu hávaðar. Við
námum staðar við ána og geng-
um úr skugga um hvernig hún
rynni, síðan gengum við móti
straumi eftir gljúfrinu. Leiðin
var ekki greiðfær, urðum við að
tylla okkur á skarir undir klett-
um og snögum en öðru hverju
að vaða grunnstingul. Ógerlegt
var að fara upp úr gljúfrinu fyr-
ir harðfenni og óveðri. Til allrar
hamingju urðum við ekki varir
við snjóflóð.
Ekki sáum við á úrin okkar
fyrir náttmyrkri. Skógarhríslur,
sem stóðu út úr árbakkanum
leiddu okkur á rétta leið til kof-
ans en þær gáfu til kynna að
gljúfrinu hefði sleppt.
Þá var að sækja upp á ölduna,
sem kofinn stóð á. Kofinn var
byggður úr grjóti og torfi, þakið
úr bárujárni en þakið með torfi.
Þannig byggðir kofar líkjast
landslaginu mjög á koldimmri
skammdegisnótt. Einhvernveg-
inn römbuðum við samt að kof-
anum og barði ég þegar að dyr-
um og spurði hvort nokkur væri
inni. Sterk karlmannsrödd svar-
aði. „Fari nú allt í Andskotann“.
Ég þekkti karlmannlegan róm
Sigurðar Högnasonar, en ekki
veit ég hvort hann átti þá von
á okkur lifandi eða dauðum því
klukkan var tvö um nótt, og
höfðum við því barizt við bylinn
í tíu klukkustundir.
Daginn eftir var bærilegt veð-
ur og komum við þá kindunum
út í Austurskóga en sjálfir fór-
um við að Stafafelli.“
„Var ekki erfitt að fá sömu
mennina til þess að fara í þess-
ar göngur?“
„Ekki svo mjög. Eins og þú
veizt fór ég í Eskifellsfjöll í um
það bil 20 ár lengst af sem
gangnastjóri. Bæði ég og aðrir
sem þá gengu Eskifellsfj öll átt-
um kindur þar sjálfir. Vinnu-
mannskaup á Stafafelli var í þá
daga 50—60 kindafóður. Þessar
kindur tengdu okkur við fjöllin
og raunar öll störf sem vinna
varð á heimilinu. Nú til dags
vinna menn frekar fyrir viku-
kaupi en ekki tengir það
greiðslufyrirkomulag menn við
landbúnaðinn á sama hátt og
kindaeignin gerði áður. Ég hef
margan daginn þrammað blaut-
ur og illa til reika í Eskifells-
fjöllum en samt fannst mér allt-
af heilsusamlegt að fara þangað
og oftast bötnuðu mér umgangs-
kvillar þegar þangað kom. Og
það segi ég satt að heldur vildi
ég vaða ófærð í Eskifellsfjöllum
í misjöfnu veðri en bíða aðgerða
á sjúkrahúsi."
„Er ekki aðstaðan orðin betri
nú?“
„Hún er orðin gerbreytt. Milli
Þóris-Dals og Stafafells er komin
brú á Jökulsá og þar sem drátt-
urinn var áður er nú komin
göngubrú, geta menn því sloppið
við að vaða þessa vondu á eins
og áður var.“
Samtalinu er lokið en ekki
væri ótilhlýðilegt að ljúka því
með því að þakka Jóni Guð-
mundssyni þann skerf, er hann
hefur lagt til fræðslu um fjall-
göngur með þessari frásögn.
Ólafur Gunnarsson
frá Vík í Lóni.
Smælki
Ungur ótrúlofaður maður ræddi um hjóna-
bandið af fjálgleik og skáldlegri andagift:
— Hjónabandið er eins og höfn, þar sem
tvö skip mætast og leggja sfðan af stað til
ævilangrar fylgdar um útsæ mannlífsins.
— Jæja, sagði kunningi hans, sem var
kvæntur, þá hef ég líklega mætt þerskipi.
*
Vikadrengurinn kemur inn til ritstjórans
og segir: — Það er komin stúlka, sem vill
fá að tala við ritstjórann.
Ritstjórinn: Er hún lagleg?
Vikadrengurinn: Já, mjög lagleg, ef hún
væri það ekki, mundi hún ekki koma sjálf
með handritið sitt, heldur senda það í
pósti.