Heima er bezt - 01.05.1954, Qupperneq 12
140
Heimá er bezt
Nr. 5
hvað tímanum leið, því á þeim
dögum var ekki úr í hvers manns
vasa. Honum leiddist biðin eftir
hvíld lambsins og það hvarflaði
að honum, að skilja lambið eftir
og reyna að bjarga sjálfum sér.
En þegar á átti að herða, gat
hann ekki hugsað til þess að
skilja lambið eftir. Hann hafði
lagt sig í hættu til að bjarga því,
og nú var hann og það orðnir
félagar í þessari myrku gröf, sem
þeir voru staddir í. Og þar að
auki fann hann, að honum leið
betur í fylgd með lambinu en
vera þarna einn á ferð í dimm-
unni. Hann hafði lagzt út af
þarna á aurana og sofnað, en
ætlaði sér þá alls ekki að sofna.
En nú hrökk hann upp við það,
að hann heyrði jarm. Hann
spratt upp og sá þá, að lambið
hafði staðið upp og var tilbúið
til ferðar, en þó ekki lagt af
stað. Eyjólfur kvaðst ekki vera í
neinum vafa um það, að lambið
hefði jarmað til þess að gera sér
við vart og vekja sig. Jafnskjótt
og hann var staðinn upp, tók
það á rás eftir sprungunni í sömu
átt og áður.
Hann elti nú lambið, eins og
fyrr og lét það alveg ráða ferð-
inni, bæði stefnunni og hraðan-
um. Það var óljós von í huga
hans um það, að lambið mundi
finna útgöngudyr úr þessu
myrkraríki. Og að því kom, að
honum virtist hann sjá ljósskímu
langt fram undan. Lambið virt-
ist líka sjá þetta og herti nú á
ferðinni. Á svipstundu snerist
allur hugur Eyjólfs um þessa
blessuðu ljósskímu, sem var að
vísu dauf og virtist í mikilli fjar-
lægð. En smám saman varð hún
bjartari og færðist nær og varð
seinast að þröngum útgöngudyr-
um úr þessari miklu og dimmu
jökulsprungu. Ekki verður hér
lýst fögnuði Eyjólfs. En lambið
faðmaði hann að sér, kyssti á
snoppu þess og taldi það lífgjafa
sinn.
Útgöngudyrnar voru fast nið-
ur við Jökulsá á Sólheimasandi,
þar sem hún ryðst fram í gilinu,
undan jökultanganum og skáld-
ið segir, að „jökullinn í hafið
gægist niður.“ — Það fyrsta, sem
Eyjólfur hafðist að, eftir að hann
kom úr sprungunni, var að leita
að haglendi handa lambinu til
að seðja hungur þess. Var hann
svo heppinn að finna þarna í
auðninni grastopp handa lamb-
inu.
Hófst nú erfið og torsótt leið
með lambið heim að Sólheimum,
en þangað var komið um það
leyti daginn eftir, er fólk var að
koma á fætur. Hafði því barátt-
ann við jökulssprunguna og
myrkrið, ásamt leiðinni frá
henni heim að bænum, tekið
tæpan sólarhring. Allir höfðu
talið Eyjólf af og engum til hug-
arkomið, að hann mundi komast
lifandi úr sprungunni. Töldu
menn líklegast, að hann hefði
marizt sundur, er sprungan seig
saman. Var talið alveg tilgangs-
laust að reyna að bjarga hon-
um. Til þess hefði þurft að
höggva upp skriðjökul, sem sí-
fellt var á hreyfingu og svo mikl-
um breytingum háður, að hlutir,
sem lentu ofan í djúpar sprung-
ur, lágu stundum ofan á jökl-
inum eftir nokkra mánuði.
Heimilisfólkið varð Eyjólfi
mjög fegið og fagnaði því, að
hafa heimt hann úr helju. Að
öðru leyti var það undrandi á
því, að hann skyldi bjargast úr
jökulsprungunni og þurfti hann
oft að segja söguna um björgun
sína heimilisfólkinu og ná-
grönnunum. En sagan varð ekki
véfengd, því björgun hans úr
lífshættunni var næg sönnun
eins og þarna stóð á. Er Eyjólf-
ur var að því spurður, hvort
hann hefði ekki verið forsjón-
inni þakklátur fyrir lífgjöfina,
sneiddi hann hjá að svara því,
en varð tíðrætt um það, að hann
hefði átt lambinu lífgjöfina að
þakka. Það hefði algerlega tekið
af sér ráðin og stýrt ferðinni
þarna frá myrkri til ljóss og frá
dauðanum til lífsins.
Bjarni Sigurðsson
frá Þykkvabæjarklaustri.
Smælki
Ungur veðurfræðingur:
— Anna, elskan mín, þú ert sól lífs míns,
bros þitt er eins og morgunroðinn, augu þín
blá sem himinninn, hár þitt er eins og
leiftrandi norðurljós. Ef við giftumst skiptir
engu, þótt stormurinn hvíni,, stórhríðin
bjdji eða regnið lemji. Þá mundum við
standa saman af okkur öll hretviðri lífsins.
Anna: heyrðu góði minn, ertu að tala
við mig, eða varstu aðeins að lesa veður-
skeytin frá veðurstofunni?
Æskan
Hve glöð er æskan okkar
með yndisbros á vörum,
svo hispurslaus og hugrökk
og hrein í öllum svörum.
Við ærsl og leiki unir
úti á götu lengi.
Ég sé þar horskar hnátur
og hrausta, glaða drengi.
Sem fugl á vori flýgur
fram um sveitardah,
þá glóir sól á grundum
og grænkar laut og bali.
Og störfin styrkja hana.
Nú streymir blóð um æðar.
Svo sprettir hún úr spori
spöl til efstu hæðar.
Er haustar að og húmar
og hrímið sést á fjöllum.
Hún lætur ei að leikjum,
en lýtur skólarjs köllum.
Við námið keik hún keppist.
og kemur snemma á fæturf
Svona á Island syni
og sannar, góðar dætur.
Ferð
Eg fór yfir heiði einn hrollkaldan dag
þá var hríðin mér grimm.
Og hún söng mér í eyru ógnþrungið lag
svo áköf og dimm.
Eg barðist mót frosti og fannkomu þá,
yfir frera og grjót,
unz niður í dalinn leiðin mín lá
svo ljósinu mót.
Svo kom ég til bæjar og barði á dyr.
Mér boðið var inn.
Dável mér undi að dúsa þar kyr
og dvaldi um sinn.
Brátt fór að iíða að lágnætti þá
og ljósið það deyr.
En dóttirin síðhærða settist mér hjá.
Eg segi ekki meir.
26.2. 1954.
Steinþór B. Kristjánsscm,
frá Hjarðardal.