Heima er bezt - 01.05.1954, Side 15

Heima er bezt - 01.05.1954, Side 15
Nr. 5 Hetma er bezt 143 Frá liðinni tíð Miðbœjarbarnaskólinn í Reykjavík þótti mikið stórhýsi á sinni tíð, og hefur vafalítið verið mesta stórhýsi í Reykjavík til þess tíma. Aðalbyggingunni, norðurálmunni og þeirri hlið, sem að Tjörninni veit, var lokið 1898 og var hún vígð 1. okt. það ár. Hálfrar aldar afmœli skólans var því haldið hátíðlegt 1948, og það ár ritaði Armann heitinn Halldórsson, þáverandi skólastjóri, allýtarlega sögu skólans, en hún liggur enn í handriti. Suðurálma skólans var svo byggð 1907, og þá frá honum gengið í þeirri mynd, sem hann er enn í dag. — Myndin sýnir byggingaflokk þann, sem annaðist skólabygginguna. síðan og gaf Ingjaldi. Lét bóndi hennar vel yfir. Hann mælti við Ingjald: „Vel ert þú að þeim kominn, klæðum þessum, og með prýði munu þau sóma sér, hvar sem þú ferð — jafnt utan lands sem innan.“ Nokkur furðusvipur kom á In- gjald, en Teitur bóndi bætti þarna engu við. Þá er leið á veturinn, tók hús- freyja að þykkna undir belti. Þegar það var orðið lýðum ljóst, að hún væri kona ekki einsöm- ul, kom Teitur bóndi að máli við hana í áheyrn hjúanna og bað hana búa heimilisfólkinu veizlu. „Má ekki minna vera“, sagði hann, „en að fagnað sé veglega væntanlegri tilkomu bóndaefn- isins á Fjallskaga". Húsfreyja roðnaði sem ung- mey. Hún svaraði ekki bónda sínum, en samt sem áður lét hún að orðum hans. Á næsta degi var slegið upp veizlu, og sátu hana allir heimamenn nema Ingjald- ur. Hann kvaðst ekkert tóm hafa til þess að sitja yfir veizlu- borðum. „Mun ég ekki,“ sagði hann, sitja aðrar veizlur fyrst um sinn en þær, sem mér eru búnar hér í smíðahúsinu." Áður en veizlunni lauk, sagði Teitur bóndi í heyranda hljóði: „Héðan í frá og þangað til þú hefur alið sveininn, skalt þú, Ólöf húsfreyja, hlífa þér sem mest. Skalt þú ganga árla til rekkju og rísa seint, enda skal matreiðsla og skömmtun matar hvíla á Guðborgu, frændkonu minni. Hún hefur þjónað okkur af trúmennsku frá því að hún var fjórtán vetra og lært af þér myndarskap í hvívetna. Vænti ég þess, Guðborg mín, að ekki vand- ir þú síður en kona mín þau matföng, sem þú berð vini vor- um, Ingjaldi.“ Upp frá þessu gekk húsfreyja ekki í smíðahúsið til Ingjalds, svo að hjúin vissu til. Bóndi hennar sýndi henni mikið ást- ríki, en ekki virtist það veita henni gleði. Hún var ennþá hljóðari en hún átti vanda til og virtist oft hnípin. Guðborg grið- kona varð sýnilega mjög glöð við orð frænda síns, og sinnti hún matmóðurstörfunum af miklum myndar- og skörungsskap. Hún gætti þess vandlega að færa In- gjaldi nógan mat og kostsaman, og var sem hverju sinni væri glöð eftirvænting í svip hennar, þá er hún gekk til smíðahússins, en aldrei var hún þar lengi, og þegar hún kom þaðan, var hún jafnan ókátari en þegar hún fór. Síðan seint um haustið hafði virzt kenna hjá henni nokkurs fálætis við húsmóður hennar, og nú var svo að sjá, sem það færi heldur vaxandi. Þá tóku hjúin eftir því, að Ingjaldur stundaði smíðar sínar af ennþá meira kappi en áður. Hann hafði oft sungið brot úr dönsum við vinn- una, en nú var sem hann hefði gleymt öllum stefjamálum. T:ð- um hafði hann unnið fram að miðnætti, en nú kom það aftur og aftur fyrir, þegar veður var kyrrt, að fólkið heyrði á aflíð- andi óttu högg og slög frá smíða- húsinu. Þrem nóttum fyrir sumar var lokið þeim verkefnum, sem Teit- ur bóndi hafði ætlað þeim In- gjaldi. Þá hafði og Ingjaldur á síðkvöldum og að næturlagi sag- að, höggvið og heflað allt efni í sexróinn bát. Teitur kvað nú lokið vetrarvinnunni og mælti síðan við Ingjald: „Miklar þakkir kann ég þér, Ingjaldur Bjarnason, fyrir störf þín í þágu okkar hjóna, og er það eindregin ósk mín, að þú þiggir það boð, sem ég mun nú bjóða þér.“ Teitur bóndi þagnaði andar- tak, en Ingjaldur sagði ekkert, og hélt þá Teitur áfram máli sínu: „Ég vil á hausti komanda fá þér nokkur fararefni, og mun ég biðja vin minn, Jón Klepzig, skipherra og kauphöndlara, að veita þér far með skipi sínu til Hamborgar og halda í hönd með þér, þegar þangað kemur. Vil ég, að þú lærir smíðar með öllum

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.