Heima er bezt - 01.05.1954, Síða 18
146
Heima er bezt
Nr. 5
Kirkjuklettur
Þegar foreldrar mínir fluttust
hingað að Helgastöðum í Bisk-
upstungum, fyrir rúmum þrem
áratugum, var þeim sagt, aó
skammt frá bænum væri laut
ein, sem væri gædd þeirri nátt-
úru, að í henni hrektist aldrei
hey, sem þar væri sprottið. Það
kæmi alltaf þurrkur innan
skamms tíma, þegar búið væri
að slá lautina, hversu sem tíð-
arfari annars væri háttað, og því
næðist heyið úr henni jafnan
grænt. En varast yrði að setja
það hey til síðu á nokkurn hátt,
þegar þurrkurinn kæmi, því að
þá missti lautin áhrifamátt sinn
í það skiptið, og heyið í henni
gæti þá hrakist eins og hvert
annað hey.
Laut þessi er að engu leyti sér-
kennileg að ytra útliti. Hún er
allmikil ummáls, en fremur
grunn og vaxin smágerðu grasi.
Örskammt frá lautinni er
klettur einn úr gráleitu basalti,
sem nefnist Kirkjuklettur. Er
lautin við hann kennd og kölluð
Kirkjulaut. Var það trú manna,
að klettur þessi væri kirkja þess
huldufólks, sem byggi í nálæg-
um klettum. Og enginn vafi var
talinn leika á því, að dularmátt-
ur lautarinnar stæði í nánu sam-
bandi við tilveru huldufólksins.
Kirkjuklettur er fáum klettum
líkur. Hann er einkar fagurlega
mótaður, stendur hátt og sést
langt að. Öll börn höfðu beyg af
þessum kletti og vildu ógjarnan
koma nálægt honum eftir að
skyggja tók. Var svo enn á upp-
vaxtarárum mínum. Það fóru
ýmsar sögur af klettinum, sem
voru þess eðlis, að þær hlutu að
vekja ugg í hugarfylgsnum barna
og unglinga -— og jafnvel þeirra
fullorðnu líka. Kona ein, sem ól
allan sinn aldur hér á Helgastöð-
um, kvaðst hafa heyrt söng og
messugerð í klettinum. Og fleiri
töldu sig hafa heyrt þaðan
ókennileg hljóð. — Eitt sinn er
ég var staddur við klettinn, á
sólfögrum sumardegi, heyrði ég
undarlegan dynk, sem mér virt-
ist koma úr klettinum. Var eins
og skellt væri þungri hurð að
stöfum. Öðru sinni heyrði
og kirkjulaut
frænka mín, sem var hér gest-
komandi, sams konar hljóð í
klettinum. Og fleira mætti til-
greina af svipuðu tagi.
Ekki höfðu foreldrar mínir
lengi búið hér á Helgastöðum,
þegar reynt var á áhrifamátt
Kirkjulautar í fyrsta skipti af
þeim. Þá hafði, að undanförnu,
verið votviðrasamt drjúglangan
tíma. Þetta var á túnaslætti og
þvi mikil þörf fyrir þurrk. Og
lautin brást sannarlega ekki því
trausti, sem til hennar var bor-
ið. Þurrkurinn kom fljótlega, og
heyið úr henni náðist grænt og
ilmandi. — Síðan hefur lautin
verið slegin á hverju sumri, þeg-
ar þörfin hefur verið einna mest
fyrir þurrk, og aldrei hefur það
brugðizt, á þessu þrjátíu ára
tímabili, að þurrkurinn kæmi
áður en lautarheyið væri tekið
að fölna og spillast. Það hefur
því jafnan náðst grænt og í góðu
ásigkomulagi, þótt mikið af öðru
heyi hrektist oft og einatt, að
meira eða minna leyti. — Aðeins
einu sinni á þessu umrædda
tímabili hraktist heyið í laút-
inni, og var það einungis vegna
þess, að ekki var fylgt settum
reglum. í þetta skipti var lautin
slegin, sem oftar, í þrálátri vætu-
tíð. Kom þá þurrkur að venju, en
þar eð mikið var úti af töðu, sem
lá undir skemmdum, var lautar-
heyinu eigi sinnt sem skyldi.
Þurrkurinn stóð í skemmra
lagi og urðu af honum minni
not en vonir stóðu til. Þó varð
einhverj u af töðunni komið und-
ir þak. En lautarheyið rigndi
þurrt og flatt, aldrei þessu vant,
og fölnaði von bráðar.
Að fenginni framangreindri
reynslu, tel ég það augljósa stað-
reynd, að ummæli gamla fólks-
ins um laut þessa hafi ekki ver-
ið á neinum hugarburði byggð,
heldur öruggri vissu. Og vel væri
ef sú staðreynd gæti orðið ein-
hverjum ábending um að var-
ast að fella niðrandi dóma um
önnur skyld málefni, sem við
menn hljótum ávallt að hafa
mjög takmarkaðan skilning á.
Helgastöðum, 26. marz 1954.
Eyþór Erlendsson.
Til dalsins
Ennþá finn ég fagran dal,
fækka kynningarnar.
Hugans inn í hljóðan sal
hreyfast minningarnar.
Hér ánægja lífs var léð,
lækurinn hægir sönginn.
Aldrei fæ ég framar séð
fornu bæjargöngin.
Eyðing hylur úfinn svörð,
aftur skilar fáu.
Feigðarbylur beygði að jörð
bæjarþilin háu.
Tízkuvöldin vekja hryggð,
verða útgjöld að meini.
Nýja öldin öll er byggð
upp af köldum steini.
Gömlu þreyðu göturnar
glumdu á reiðarfundum.
Á vegagreiðum grundum var
gripið skeiðið stundum.
Gæðings kynið hugann hreif
hófadynur steininn.
Um þessa vini á víð og dreif
vitna skinin beinin.
Gæfu valið var hér dreymt,
vaknar halur sofinn.
Lækjahjal í hlíðum gleymt,
horfinn smalakofinn.
Minnkar hól um hófagand,
á hann ei stólað frekar.
Þjóta og spóla um þetta land
þúsund hjóla drekar.
Breyting skjót sem orðin er
öll til bóta standi.
Á æskumót ei oftar fer,
orðinn fótgangandi.
Dagsins glóðin dvína fer,
dimma óðum tekur.
Föður og móður minning hér
moldin hljóða vekur.
Minning hlý sem hulin er,
hjartans drýgir sjóðinn.
Gegnum skýin greini ég hér
gamla og nýja móðinn.
Gisli Ólafsson
frá Eiríksstöðum.