Heima er bezt - 01.05.1954, Síða 22
150
Heima er bezt
Nr. 5
Kristmundur Bjarnason:
Fyrsti íslenzki kvenlæknirinn
Efni þessarar greinar er sótt
víða að. — Það hafði orðið að
samningum með okkur Hrefnu
lækni, að ég ritaði um hana all-
ítarlega grein, en hún greiddi
úr þeim spurningum, er ég kynni
að leggja fyrir hana. Sendi hún
mér úrklippur úr fjölmörgum
blöðum og tímaritum, er höfðu
birt viðtöl við hana eða rita lát-
ið um hana. Stóðu bréfaskipti
okkar sem hæst, er hún lézt, og
varð því fjölmörgum spurning-
um mínum aldrei svarað.
Hér get ég nokkurra þeirra
heimilda, er ég hef notað, allra
get ég ekki getið, þar eð eigi var
hægt að sj á á sumum úrklippun-
um, úr hvaða blaði eða tíma-
riti þær voru teknar: Medical
Women’s Journal, sept. 1944;
Upplýsingar í plaggi, er Office of
War Information í Bendaríkjun-
um sendi til íslands, 26. maí
1943 og 2. júlí sama ár; Sun-
Telegram (San Bernadino) 18.
maí 1947; American Magazine,
marzhefti 1928; Who is Who in
America, út g. 1944; Women in
Medicine, júlí 1944; Brautin
(tímarit í Winnipeg), 4. árg.
1947; Árdís (tímarit Wpeg), 7. h.
1940; bréf (til mín) frá Bank of
America, San Bernadino, Kal.;
bréf (til mín) frá Benedikt Lín-
dal, Efra-Núpi, Hún.; Sögur ísa-
foldar I. (Rvík 1947); Bjarni
Thorarensen: Ljóðmæli I., II.;
Safn Fræðafélagsins um ísland
og íslending'a IV. og XIII.: ísl.
æviskrár; Sýslumannaævir;
Annáll 19. alddar. — Fleiri heim-
ildir hirði ég ekki um að tína
til, en sumra er getið í greininni.
Kristmundur Bjarnason.
Á 19. öld ofanverðri bjuggu
hjónin Finnbogi (f. 2.5. 1841)
Guðmundsson smiður og kona
hans, Mildríður Margrét (f. 16.6.
1848, d. 30.5. 1936) Benedikts-
dóttir, að Tindum í Geiradal í
Austur-Barðastrandarsýslu. en
áður höfðu hjón þessi búið að
Verður hér rakin ætt þessara
Skárastöðum 1 Miðfirði.
hjóna að nokkru, þar eð hún
kann að varpa nokkru ljósi á
það, sem grein þessi fjallar að-
allega um.
Finnbogi var sonur séra Guð-
mundar (f. 22. des. 1810, d. 31.
okt. 1870) prófasts Vigfússonar,
er síðast var að Mel, og konu
hans, Guðrúnar yngri (f. 29.
marz 1810, d. 23. maí 1900) Finn-
bogadóttur, verzlunarmanns í
Reykjavík, Björnssonar. Séra
Guðmundur var framkvæmda-
og hirðumaður, svo að af þótti
bera, mannkostmaður ínikill,
höfðingi í lund, enda fjáður vel.
Foreldrar séra Guðmundar
voru Vigfús á Signýjarstöðum
Guðmundsson, ökonomuss Vig-
fússonar, og kona hans, Guðrún
Jónsdóttir prests og skálds
Hjaltalíns. Var Jón prestur tal-
inn glæsilegur gáfumaður,
klerkur góður og einstaklega
vinsæll. Búmaður var hann mik-
ill og hlaut verðlaun fyrir afköst
í þeirri grein. Skáld var hann og
talinn allgott á þeirrar tíðar
mælikvarða, og er enn mikið
varðveitt af skáldskap hans.
Séra Jón Hjaltalín var tví-
kvæntur. Meðal barna hans af
fyrra hjónabandi var Oddur
læknir Hjaltalín, albróðir Guð-
rúnar, stórbrotinn gáfumaður,
þótt ekki færi saman hjá honum
gæfa og gjörvileiki. Bjarni
amtmaður Thorarensen, sem var
vildarvinur hans, telur hann ein-
hvern bezta og heppnasta lækni
á landinu á sinni tíð. — Meðal
barna Jóns prests af síðara
hjónabandi var Jón landlæknir
Hjaltalín, merkur gáfu- og hug-
sjónamaður. Báðir fengu þeir
bræður hagmælskuna að arfi.
Um föðurætt Finnboga á Tind-
um má því segja, að þar væri
mann val að gáfum og drengi-
leik, og ekki mun þá þar lægst
bera ömmubræður hans tvo,
læknana Jón og Odd, því að ekki
getur vínhneigð og annáluð
hvefsni Odds breitt blæju
gleymsku yfir mannkosti hans
mikla og góða, og fer því hér
sem oft, að ekki skýlir skugg-
inn, þá skinið er bjart.
Móðurætt Finnboga rek ég
ekki hér, get þess aðeins, að
madaama Guðrún var systir séra
Jakobs á Staðarbakka og Ásgeirs
á Lundum og eru styrkir stofnar
þeirrar ættar.
Mildríður Margrét (en hún var
jafnan nefnd síðara nafninu),
kona Finnboga, var dóttir Bene-
dikts (f. 25. des. 1796, d. 26. des.
1859) smiðs og „læknis“ í
Hnausakoti í Miðfirði. Benedikt
var leikmaður í læknislist, en
varð nafnfrægur fyrir lækninga-
tilraunir sínar, enda þótti hann
farsæll læknir. Smiður var Bene-
dikt góður og hagorður. (Eftir
hann eru prentaðar Rímur af
Gesti Bárðarsyni, Bessast. 1908).
í Annál 19. aldar segir séra Pétur
Guðmundsson meðal annars svo
um Benedikt: „Hann mátti að
mörgu leyti telja meðal hinna
fremstu leikmanna."
Benedikt var tvíkvæntur. Síð-
ari kona hans var Sólrún Sæ-
mundsdóttir, Brynjólfssonar að
Gafli, Hálfdanarsonar. Við henni
átti hann tvö börn; var annað
Mildríður Margrét, sem áður er
getið, hitt Hjörtur Líndal að
Efra-Núpi, landskunnur búhöld-
ur og „bjargvættur í sveit
sinni.“
Sólrún Sæmundsdóttir var tal-
in kona fluggáfuð, bráðdugleg og
stjórnsöm húsfreyja. Læknislist
stundaði hún a.m.k. síðari ár sín,
svo og Hjörtur sonur hennar, sem
áður er getið, á yngri árum sín-
um. Sólrún var þrígift, og var
Benedikt fyrsti maður hennar.
Til þess að sýna, hver töggur var
í Sólrúnu húsfreyju get ég ekki
stillt mig um að taka hér upp
kafla úr hinni ágætu bók Magn-
úsar F. Jónssonar, Skammdegis-
gestir, en þar er hennar getið.
Skömmu eftir að Björn Ólafs-
son, 2. maður Sólrúnar, kom að
Hnausakoti, keypti hann Skára-
staði, sem er næsti bær við Að-
alból, og liggja lönd saman. Um
þessar mundir bjó á Aðalbóli