Heima er bezt - 01.05.1954, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.05.1954, Blaðsíða 23
Nr. 5 Heima er bezt 151 Benedikt Bjarnason, efnabóndi og ríkilátur. Á merkjum fyrr- greindra jarða er engjastykki, er báðir jarðeigendur þóttust eiga tilkall til, og var hann þrætu- epli þeirra. Meðan Björn lifði, nytjaði hann þrætupart þenna, en við lát Björns bónda hefur Benedikt Bjarnason hugsað sér að iáta til skarar skríða. Segir svo orðrétt um viðureignina í Skammdegisgestum: „En fyrsta sumarið, sem Sól- rún var ekkja eftir Björn, lét Benedikt Bjarnason á Aðalbóli það verða sitt fyrsta verk, þegar túnaslætti var lokið, að fara með vinnufólk sitt allt og heyja engjateiginn umdeilda. Sólrún sá, hversu fram fór, því slægju- partur þessi blasir við sýn frá Hnausakoti, sem er vestanmeg- in árinnar og nær því beint á móti engjateignum. Henni þótti súrt í broti að vera rænd eign sinni, en taldi sig þó ekki að svo komnu hafa afl til þess að varna Benedikt bónda engjanna. Kvöld eitt hafði Benedikt og fólk hans lokið við að slá þrætu- partinn, og þóttist Sólrún vita, að hann mundi binda heyið næsta dag og flytja heim að Að- albóli. Lét hún um kvöldið söðla hest og reið yfir að Neðra-Núpi í Núpsdal. Þar bjó þá bóndi sá, er Hafliði hét Guðmundsson. Hann var mikill vinur Sólrúnar. Hún bar nú upp fyrir honum vandræði sín, að Benedikt á Að- albóli væri að ræna sig, einstæð- ingsekkjuna, réttmætri eign sinni. Bað hún hann nú fullting- is um að rétta hlut sinn með þeim hætti, er hún setti ráð til, en það var að lána sér sjálfan hann, alla húskarla og alla tamda hesta, þá um nóttina, til þess að binda og flytja heyið úr þrætupartinum. En flytja skyldi hann það yfir hálsinn að Neðra- Núpi og hafa að launum fyrir hjálpina. Sjálf ■ kvaðst hún myndi láta fram hestakost og vinnufólk til verksins. Hafliði gekk fúslega að þessu og fór hann með Sólrúnu um nóttina ásamt vinnufólki sínu og batt heyið og flutti yfir hálsinn, sem er á milli Austurárdals og Núps- dals, að Neðra-Núpi. Var því verki lokið fyrir fótaferðartíma. Snemma næsta morgun kom Benedikt á Aðalbóli í eng.iateig- inn og hugðist binda heyið heim, en greip í tómt, því nú var það allt á brottu flutt, og vissi hann þó eigi hvert, en mun þá strax hafa ætlað, að Sólrún í Hnausa- koti væri völd að heyhvarfinu. Lét hann nú fólkið bíða með hestana við Austurá, en reið sjálfur yfir að Hnausakoti og leitaði á túni og næsta nágrenni að heyinu, en fann eigi, sem ekki var von. Ekki hafði hann tal af Sólrúnu eða neinum heima- manna í Hnausakoti, en reið við svo búið heim og lét kyrrt liggja.“ Jón Bjarnason, afi höfundar bókar þeirrar, er til er vitnað hér að framan, jafnaði skörungsskap Sólrúnar til Ólafar ríku og Þor- gerðar á Borg, og mun sú sam- liking hafa við rök að styðjast. Víkur nú sögunni að þeim hjónum Finnboga og Margréti. Er leitt, hve fátt verður um þau vitað með sannindum, og mun ég því fara fljótt yfir sögu. — Þau hjón eignuðust sjö dætur,1) og hét yngsta dóttirin Hrefna, fædd 24. apríl 1875.2) Efnahag- ur þeirra Tindahjóna var frem- ur góður, en þó fór þeim eins og fleirum, að þeim þótti illa horfa með afkomu alla, er harðindin miklu gerði upp úr 1880, enda kom þar, að þau brugðu búi og fluttust til Vesturheims árið 1883, að því, er fullvíst er talið.3) Skömmu eftir að þau hjón komu vestur, deyr Finnbogi, en Margrét settist að með dætur sínar í Winnipeg. Hún hafði nokkur efni og lagði nú fé sitt í eitthvert fyrirtæki í þeirri góðu trú, að með því gæti hún bezt séð dætrum sínum borgið, en svo fór, að hún sá aldrei eyri af því aft- 1) Sumar heimildir segja 5 dætur. 2) Sú villa hefur slæðzt inn 1 heims- kunn uppsláttarrit eins og Who is Who in America og Who is Who in Medicine, að frú Hrefna sé fædd 7. maí 1881. Staf- ar þessi skekkja af því, að skírnarvottorð hennar glataðist skommu eftir komuna vestur. Var það því ekki fyrr en fáum ár- um fyrir dauða sinn, sem hún vissi hinn rétta aldur sinn, að hún væri sex árum eldri en hún haldið hafði! Þetta skrif- aði dr. Hrefna mér sjálf. — I Laknar á Islandi er hún sögð fædd um 1888. 3) 7 Lœknar á lslandi segir árið 1893, en það er tvímælalaust rangt. ur. Ofan á allt þetta bættist svo, að hún varð fyrir slysi, datt á svelli, og beið þess aldrei bætur og varð óvinnufær upp frá því. Átti hún nú ekki annars kost en að koma börnunum fyrir, senda þau sitt í hverja áttina, og lætur að líkum, að henni hafi orðið þungbær sú móðurskyldan, en nú var hagurinn annar en heima á Tindum áður. Hrefna litla hafnaði hjá lög- manni nokkrum í Winnipeg og konu hans. Munu þau hjón hafa haft í huga að ala hana upp, en það fór á annan veg. Hrefna kunni ekki við sig á þessu heim- ili. Hún gat ekki með nokkru móti sætt sig við að vera töku- barn, vildi ekki liggja undir því að vera kölluð „vesalings ein- stæðingur“ daglega. Hún lét það því verða sitt fyrsta verk, er hún kom á fætur morgun einn eftir fárra daga dvöl hjá hjónum þessum, að troða þvi litla, sem hún átti, í koddaver, hljóp síð- an á brott og heim til móður sinnar. Hún hafði hlakkað mjög til vesturfararinnar. „Hugur minn stefndi allur til ævintýra og stórræða mikilla,“ sagði hún ára- tugum síðar. Hún var sannfærð um, að henni væri búinn mik- ill frami vestra. Heima á Tind- um óraði hana aldrei fyrir því, að hún mundi verða að skipa sess Helgu í öskustónni lengi vel í þessu nægtalandi, en hana mun heldur ekki hafa órað fyrir því, að hún ætti eftir að brjóta sér braut til eins mikils frama og raun varð á. Sögulestur og rímnakveðskapur í skammdeg- inu heima á Tindum hafði gef- ið ímyndun hennar byr undir báða vængi, þá hafði hún farið láð og lög með söguhetjunum, kannað ókunna stigu* lent í æv- intýrum, sem jafnan enduðu vel. — Nú þótti telpunni ekki byr- lega blása. Ævintýrin höfðu til þessa verið á aðra lund en hún hafði ætlað. En það er víkinga- blóð í æðum hennar, hún er á- kveðin og einbeitt. Ævintýrinu mikla er enn ekki nándar nærri lokið, og því skál ljúka eins og öðrum ævintýrum: með frægð og frama. Hún gerir sér vel ljóst, að henni er nú mikill vandi á höndum og hún má alls ekki láta falla það merki, sem forfeður

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.