Heima er bezt - 01.08.1954, Blaðsíða 2
226
Heima er bezt
Nr. 8
7
Þ j ó ð I e g t
h e i m i I i s r i t
HEIMA ER BEZT . Heimilisblað með myndum . Kemur út mánaðar- lega . Áskriftagjald kr. 67.00 . Útgefandi: Bókaútgáfan Norðri . Ábyrgðarmaður: Albert J. Finnbogason . Ritstjóri: Jón Björnsson . Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 101 Reykjavík . Prentsm. Edda h.f.
Efnisyfirlit
Bls. 227 Viðburðaríkur vetrardagur, eftir Jóhannes Friðlaugsson.
— 229 Skyggnst um í höfuðstaðnum um alda- mót, eftir Jón Jónsson frá Lundi.
— 233 Lítið eitt frá Lúðvík Kemp.
— 239 Stutt Gotlandsferð með Njáli víkingi, eftir Andrés Kristjánsson.
— 243 Það, sem tungunni er tamast, eftir Kristmund Bjarnason.
— 248 Úr aldargömlum blöðum.
— 250 Fjallabúar, framhaldssaga, eftir Kristian Kristiansen. Margt fleira er í heftinu.
fyrst í héraðsskólann, bæði kynin, skiptast síðan
og færu stúlkur í húsmæðraskólann austan tjarn-
arinnar, en piltar í bændaskólann vestan hennar.
Siðan mættust þau aftur í hjónabandsskólanum
sunnan tjarnarinnar. Þaðan væri fólkið fullbúið til
að ganga út í lífið.
Þótt hugmyndin sé gamansöm, er í henni undir-
ómur lífsspeki. Skólarnir verða að miðast við það
að búa fólkið á hagnýtan og raunsæjan hátt und-
ir lífsbaráttuna, annars eru þeir engir skólar og allt
skólakerfið byggt á sandi.
Þótt vantrúin á skólum þjóðarinnar sé orðin tölu-
vert rík, er vart um það ágreiningur, að húsmæðra-
skólarnir hafi gegnt merku og mikilvægu hlutverki.
Þeir hafa aukið heimilismenningu þjóðarinnar svo,
að þar hafa alger stakkaskipti orðið til hins betra
á síðustu áratugum, bæði í sveit og kaupstað. Þó
standa nú sumir þeirra auðir eða hálfsetnir vetr-
um saman. Einn þeirra skóla, sem hér hefur vel að
unnið, er húsmæðraskólinn að Laugum, enda mun
hann vart hafa skort námsmeyjar. Starf hans mót-
aði í upphafi ein hin gagnmerkasta kona síðari ára-
tuga á þessu landi, Kristjana Pétursdóttir frá Gaut-
löndum, og þar hefur síðan verið vel haldið í horfi.
Á þessu ári minntist húsmæðraskólinn að Laugum
25 ára starfsafmælis með hátíð á hvítasunnu. Það
er því vel við eigandi að birta mynd af honum að
þessu sinni og óska honum velfarnaðar á næsta
aldarfjórðungi.
Húsmæðraskóli og landnárasjörð
Við lifum á skólaöld. Þeim íslendingum fækkar
óðum, sem ekki eru skólagengnir. Eigi að gera ein-
hver skil á mönnum í ræðu eða riti í þessum efnum,
er jafnvel farið að nota orðið langskólagenginn til
aðgreiningar frá venjulegu fólki.
Orðin skólagenginn og óskóla-
genginn, sem áður voru notuð
til svipaðrar aðgreiningar, eiga
ekki lengur við. Ýmsum finnst nú
nóg um alla skólagönguna og
skólamenntunina og segja:
Minna má nú gagn gera. Satt
mun það að vísu, en þó viljum
við ekki afnema alla skóla. Það
er ýmist í ökla eða eyra mun sá
dómur, sem við á.
Á forsíðu þessa heftis af
Heima er bezt er mynd af hús-
mæðraskólanum á Laugum í
Þingeyjarsýslu, séð yfir fallegu,
sporöskjulöguðu tjörnina, sem
gerð varð á þessu skólasetri.
Héraðsskólinn stendur norðan
þessarar tjarnar, en húsmæðra-
skólinn var s’"ðan reistur aust-
an hennar. Gamansamur héraðs-
maður sagði einu sinni, að nú
ætti að byggja bændaskóla
vestan við tjörnina, en hjóna-
bandsskóla sunnan við hana.
Svo ætti unga fólkið að koma
Þegar við rennum augunum að myndinni á þess-
ari síðu kemur í hugann annar staður, þar sem ein
meginstoð íslenzkrar menningar stóð að fornu, og
þaðan runnu lindir, er við bergjum af enn í dag.
Það er landnámsjörðin Borg á Mýrum. Svo segir í
Egilssögu: „Þá nam Skallagrímur land milli fjalls
og fjöru, Mýrar allar út til Selalóns og hið efra til
Framh. á hls. 253