Heima er bezt - 01.08.1954, Blaðsíða 10
234
Heima er bezt
Nr. 8
legum dyggðum fremur en aðir
hundar. Urðu þá oft harðar
sviptingar, ef komumagur hafði
prik eða písk að vopni. En sem
betur fór, vildi þetta sjaldan til,
því að Gísli var oftast nærstadd-
ur, því að hann var latur maður
með afbrigðum og hélt sig vana-
legast í húsum inni, og þá oftast
nær þar, sem mestur var ylur-
inn, svo sem í eldhúsi.
Tíkarbardaginn harði.
Stuttu eftir að fjölgaði hjá tík-
inni þennan vetur, var einu sinni
opnaður bær í hríðarveðri á Ás-
unnarstaðastekk og komið inn
göngin, sem voru löng og lágu
beina stefnu inn í eldhús. Ég var
staddur inni í eldhúsi hjá tík-
inni í þetta skipti, en ekki var
Gísli þár, heldur einhvers staðar
annars staðar í bænum. Maður
sá, sem kominn var, var Stefán
bóndi á Ásunnarstöðum, Árna-
son. Hann er faðir minn og bjó
fyrir og lengi síðan á Ásunnar-
stöðum, sem er næsti bær fyrir
austan Ásunnarstaðastekk. f
þetta skipti var karlinn allur
fannbarinn, það man ég ljóslega.
Loðhúfu eina mikla hafði hann
á höfði og var í stórri hríðar-
úlpu. Strax og hann kom í göng-
in, tók tíkin sprett og beint í
fang honum. Hann hafði ei neitt
lauslegt til að verja sig með,
sennilega skilið eftir staf sinn
úti, varð honum því fyrir að
þrífa til loðhúfunnar á höfði sér
og lamdi tíkina með henni. En
þar sem hvorugt brast kjark eða
áræði, tíkina né karlinn, urðu
þarna harðar sviptingar með
þeim. Tíkin sparði hvorki kjaft
né klær og karlinn ekki loðhúf-
una. En þar sem vopn tíkurinn-
ar voru beittari en hans, dró að
því, að brátt hyggjust hlífar af
föður mínum, svo að hann varð
að lokum berskjaldaður fyrir
tönnum tíkurinnar. í því kom
Gísli fóstri hennar, og tók hann
tíkina og fór með hana inn í eld-
hús og lokaði því. Hurð var fyrir
eldhúsinu, sem hægt var að loka
vel, en í þetta skipti hefur hún
samt staðið opin.
Ég stóð alltaf í göngunum og
horfði á þennan leik og man á-
gætlega vel eftir, hvernig allt
gekk til. Eftir að Gísli hafði
tuktað tíkina, fóstru sína, og
fangelsað hana, kom hann fram
til föður míns, og voru báðir
reiðir. Byrjuðu þeir að rífast út
af hvolpaverzlun og fleiru, því
að í þetta skipti hafði Gísli að
vanda verið búinn að selja fleiri
hvolpa fyrirfram en tíkin átti og
taka betaling fyrir. Endaði
rimma sú með því, að karlarnir
tókust á, og bar Gísli þar lægra
hlut af óforsjálni sinni, að vera
búinn að arestera tíkina, í stað
þess að hjálpa henni að sigrast á
komumanni.
Ég man, að ég varð í fyrstu
hálfhræddur, en að lokum fullur
af heilagri vandlætingu og
hneykslaður af öllum þessum
aðförum, og mun þetta hafa sett
í mig kjark. Ég man vel eftir því
í þetta skipti, að faðir minn sat
undir mér, er hann hafði þegið
góðgerðir, og hrósaði mér fyrir
kjark minn og áræði, og gekkst
ég upp við lofið. Karl hló mikið
að þessum tíkarslag, en viður-
eignin fréttist víða.
Fyrsta vísan.
Ég hef verið á sjötta, sjöunda
eða jafnvel áttunda ári, er ég
orti fyrstu vísuna, en tildrög
voru þau, að heima var hundur,
er Lappi hét, alsvartur með
hvíta fætur. Þótti hann gjálífur
og fór oft í skreppitúra til næstu
bæja, því að hann átti víða
kærustur. Lappi var mjög hænd-
ur að mér og lékum við saman
daglega, en þegar aðrir hundar
komu í heimsókn til hans, hafði
ég engan hemil á honum, því að
bæði var hann útsláttarsamur
og óeirinn við ókunnuga sam-
borgara sína og meðbræður. Um
Lappa orti ég þetta:
Lappi er í limum fær,
leikur sér á hólnum.
Hefur nokkuð harðar klaer
hann í svarta kjólnum.
Þess skal geta, að ég hygg, að
ég hafi verið margar vikur að
koma þessari vísu saman, ef ekki
mánuði. Söng ég hana við hund-
inn, ýmist hálfa eða alla.
Signdi hundana.
Ég var uppalinn í kristilegum
dyggðum, lærði bæði sálma og
faðirvor ásamt mörgum bænum,
en gazt lítt að þeim lærdómi.
Gamla fólkið eystra mat þá
signinguna fram yfir öll heilög
fræði og hafði hana um hönd
bæði í tíma og ótíma. Svo hand-
laginn varð ég snemma, að ég
lærði hana til hlitar, en stund-
aði hana lítt eftir að ég fór að
stálpast. Ungur að árum hef ég
hlotið að meta þessa helgiat-
höfn mikils, því að hundana
signdi ég oft á dag, enda voru
þeir mínir elskulegustu vinir og
aðalleikbræður á uppvaxtarár-
um. Þetta var auðvitað gert í
laumi, en í góðri meiningu og af
óvitaskap. Ýmsum óþægindum
átti maður að verða fyrir, ef
maður vanrækti signinguna, t. d.
átti djöfullinn að halda fyrir
skyrtuopið, ef maður gleymdi að
signa sig, áður en farið var i
hreina skyrtu. Svo var og engin
leið fyrir andskotann og púka
hans að komast framan að þeim
manni, sem signdi sig kvölds og
morgna. Þótt signingin ætti að
vera helgiathöfn vildi við
brenna, að menn sinntu verald-
legum störfum jafnframt því,
sem þeir lásu blessunarorðin á
eftir sjálfri signingunni. Sagt
var um bónda einn í Breiðdal,
er Þorsteinn hét, að einn morg-
un, er hann kom á fætur og út
á hlað, að hann hafi að vanda
snúið sér í austur og signt sig.
Hríðarveður var á austan og
hafði staðið nokkra sólarhringa.
Varð þá karli að orði: „Mikil
andskotans lifandis skelfing get-
ur verið til af austrinu." Jafn-
framt þessu hafði hann kastað
af sér vatni sem ákafast á móti
hríðinni. En það er sannast
sagna, að ég bæði sá og heyrði
iðulega þarna eystra, að menn
lásu blessunarorðin pissandi á
morgnana. Slíkt hef ég líka
heyrt og séð í Skagafirði og víð-
ar, en þó ekki í seinni tíð. Þor-
steinn sá, er áður er nefndur var
gildur bóndi þarna eystra. Bjó
hann á útbeitarjörð, en hag-
skert getur orðið í sveitinni, ef
langvarandi austanátt gengur.
Er því þetta víxlspor Þorsteins í
bænagerðinni skiljanlegt, þar
sem áhugamaður átti i hlut.
Pistill til presta.
Ég var snemma mjög svo nám-
fús á rímað mál, og vegna þess
lærði ég ógrynni af sálmum og
einstökum versum. Passíusálm-
ana kunni ég alla spjaldanna á