Heima er bezt - 01.08.1954, Blaðsíða 16
240
á austlægari slóðir en æskilegt
verður að teljast.
Múrar Visby í sólarlagsljóma.
Og þegar við erum á miðju
Gotlandssundi sviptir þokunni
allt í einu af jörðinni. Út við
sjóndeildarhringinn blikar
kvöldsólin á turna og múra Visby
á lágri strönd Gotlands, iðja-
grænni í hvítum ramma kalk-
klettanna við sjóinn. Að lítilli
stundu liðinni rennir Njáll vík-
ingur sér niður á víðan grasvöll,
rétt utan við borgarmúrana. Mér
koma helzt í hug ævintýri um
mann, sem sigið hefur niður í
geysidjúpan brunn en kemur þar
niður á víða græna völlu og sér
þar að lokum kastala mikinn
bera við himin. Þannig er það
að fljúga til Gotlands; við erum
stödd í heimi ævintýranna kom-
in þúsund ár aftur í liðna tíð,
orðin samtíðarmenn Gissurar
jarls eða Valdemars atterdags.
Svo ökum við inn i borgina
gegnum opin borgarhliðin og er-
um komin til hinnar norrænu,
litlu Rómaborgar eins og Linné
lýsti borginni í augum Heiden-
stams varð hún norræn Jerúsal-
em, en þó auð og tóm Jerúsalem,
„því að prestar hennar eru dánir
og musterin í rústum“. Þannig
sá Heidenstam borgina, og við
fyrstu sýn virðist okkur hún
einnig þannig, þegar við ökum
um þröngar krókagötur milli
aldagamalla húsamúra. Nei bíð-
Súlur og bogar Nikolai-kirkjunnar standa
enn, en eru nú sviptar dýrð fyrri alda.
/
Hlima er bezt
Nr. 8
Nokkrir munir úr Duna-sjóðnum, sem
fannst á Gotlandi á siðustu árum. Alltaf
er gotlenzk mold að skila slikum sjóðum.
um við, þetta er lifandi borg,
þarna leiðir tvítugur maður
stúlkuna sína inn í skuggann af
skörðum veggjum og brotnum
boghvelfingum Nicolaikirkjunn-
ar. Á þúsund ára gömlum fót-
stalli heilagrar Maríu kyssir
hann hana, og sá koss er nútíð-
in, sem hvorki skeytir um fortíð
né framtíð. Og þúsund ár, hvað
er það á borð við heitan koss
ungra, rauðra vara.
Fornvinurinn.
Og þó, hefurðu annars nokk-
urn tíma komið til borgar, þar
sem aðalsalur stærsta gistihúss-
ins er frá því um 1200? Vekur
það ekki hjá þér löngun til að
yrða á góðlega miðaldra mann-
inn með hökutoppinn við næsta
borð. Hann hlýtur að vita lengra
en nef hans nær, því að hann
er að lesa tímarit, sem nefnist
Fornvinurinn og hefur að geyma
greinar um sögu Gotlands.
Hann hallar sér upp að einni
bogasúlunni, sem er metri í
þvermál. Þegar kaffið kemur lít-
ur hann upp, og það verður lítil
eldspýta, sem kynnir okkur. Það
kemur á daginn, að Fornvinur-
inn, eins og ég er þegar farinn
að kalla hann í huganum, er
meira en fús til að svara spurn-
ingum fáfróðs íslendings, sem
kemur til Gotlands í fyrsta sinn.
Hann heitir raunar Ericson, er
verzlunarmaður í Kalmar en
fæddur á Gotlandi og mesta
tómstundagaman hans er að
grúska í sögu Gotlands. Þangað
leitar hann, þegar ráðrúm gefst
frá daglegum störfum, reikar
um fornar söguslóðir og rekur
spor horfinna kynslóða. Og hér
opnar sagan dyr sínar fyrir
komumanni, leiðir mann í horf-
inn heim. Það er undarleg ganga
íslendingi, komnum frá Sögu-
eynni, sem geymir fortíð sína á
bók og blaðl, en nær hvert spor
genginna kynslóða er máð af
landinu.
Ericson flettir Fornvininum og
bendir mér á greinina, sem hann
var að lesa. Hún er um bænda-
lýðveldið á Gotlandi, sem átti
blómaskeið sitt um 1100. Got-
land hefur lengi verið auðugt
land, enda lá það í alfaraleið
víkingaaldarinnar og stórkon-
unga miðaldanna. Alla tíð aftan
úr grárri forneskju voru verzlun
og siglingar hornsteinar undir
auðlegð Gotlands. Á þeim hom-
steinum var Visby reist, heim-
kynni langförulla sævíkinga,
sem sóttu sér frægð og frama
jafnt austur til hins bysantíska
Rússlands og suður í saxnesk
og rómversk lönd. En bændur
Gotlands voru af öðrum stofni,
sem átti sér rætur allt niður í
fyrnsku fyrstu járnaldar. Visby
varð nýtízkuleg heimsborg
þeirra tíma og dró í sínar hend-
ur stjórntauma hinnar blómlegu,
baltisku sjóverzlunar, seiddi til
sín gull og gersemar, reisti hall-
ir og turna.
Milli þessara tveggja heima,
gotlenzkra bænda, sem byggðu
lýðveldi sitt á fornum Gotalög-
um, og hinna nýríku heims-
manna í Visby, staðfestist djúp
haturs og blóðugrar óvildar. Þá
var það, sem Visby reisti óvíga
borgarmúra sína, sem standa
enn í dag lítt skertir af tímans
tönn. Visby lokaði borgarhliðum
sínum fyrir gotlenzkum bænd-
um, og þannig liðu árin.
Úlfar og Ormika.
Sagan greinir ekki víða frá
því, að leiðir íslendinga og Gota
hafi legið saman, þótt báðir
væru víðförlir og hafi án efa
troðið sömu slóðir í Bjarma-
landsförum. En eitt skemmtilegt
dæmi um slíka fundi hafa forn-
leifafundir síðari ára þó leitt í
ljós. Fyrir nokkrum árum fannst