Heima er bezt - 01.04.1955, Síða 4

Heima er bezt - 01.04.1955, Síða 4
100 Heima er bezt Nr. 4 það, að ég skilaði bréfinu í hend- ur Vigfúsi sjálfum. Ég fór því heim til Vigfúsar og skilaði bréf- inu og dvaldi þar um hríð, og reyndist þessi maður sérlega skemmtilegur, ræðinn og fynd- inn. Þá notaði ég nokkurn tíma til þess að ganga um og skoða þorpið og umhverfi þess. En þeg- ar ég kom um borð, var enginn af farþegunum kominn þar. Þeir komu ekki fyrr en rétt áður en skipið létti og þá þurfti að hjálpa sumum um borð. Veður var gott frá Vopnafirði til Húsavíkur, og þegar þangað kom fóru allir farþegar í land til að skoða staðinn. Við fórum, ég og félagar mínir, á veitingahús- * ið, sem virtist gamaldags, og keyptum okkur kaffi. Kaffið var okkur fært í eyrnalausum bollum eða kollum, svo þykkum og miklum um sig, að gárungarnir kvörtuðu um það, að þeir gætu ekki gapað svo mikið, að munn- urinn næði yfir barminn á boll- anum. Varð af þessu gleðskapur mikill og óspart notað til þess að hlæja að. Einn af félögum okk- ar, sem tók minnstan þátt í þess- um gleðskap, flýtti sér sem mest hann mátti að drekka úr sínum bolla. Þegar hann hafði lokið því, henti hann bollanum af hendi út í horn á stofunni til að vita hvað hann þyldi, en bollann sak- aði ekki. Þá fór hann í nokkurs konur knattspyrnu með bollann á stofugólfinu og notaði hann sem bolta og sparkaði honum með fætinum horna á milli í stofunni, en bollinn reyndist það sterkur, að hann þoldi allt hnjaskið. Þegar stúlkan, sem bar okkur kaffið, kom inn í stof- una, bað félagi okkar mjög af- sökunar á því, að hann hefði misst bollann á gólfið, en vonaði, að ekki hefði komið brestur í hann. Stúlkan tók þessari afsök- un mjög vel og gaf um leið þær upplýsingar, að bollamir væru ó- brjótandi. Þegar við svo borguðum kaff- ið og skipta þurfti peningum, fengum við til baka málmþynn- ur, sem hvergi voru gjaldgengar, nema í verzlun Örum & Wulffs. Þangað urðum við að fara með þessa einkennilegu peninga og fá á þeim skipti þar. Allt var þetta óvanalegt fyrir okkur og þótti okkur förin í land hafa orðið hin skemmtilegasta. Strax og til Akureyrar kom, leigðum við þrír, sem áður er get- ið, okkur herbergi í hótel Odd- eyri og borðuðum þar. Hólar þurftu ekkert að flýta ferð sinni og við höfðum sjö daga á Akur- eyri til að skemmta okkur og ljúka erindum. Ég dró þó ekki að fara til amtmannsins og bera fram erindi mitt. Það gerði ég fyrsta daginn, sem ég dvaldi á Akureyri, svo miklu fannst mér það varða. Þegar ég kom á skrifstofuna var ég svo heppinn, að amtmað- urinn, Páll Briem, var þar staddur, ásamt skrifara sínum, sem þá var Júlíus Sigurðsson, er seinna varð bankastjóri á Akur- eyri. Tók ég nú bréfið frá tengdaföður mínum og fékk amtmanni það, en gat þess um leið, að mig langaði til að tala við hann um innihald bréfsins, þegar hann hefði lokið við að lesa það. Bréfið var stutt, en amtmaður las það mjög ná- kvæmlega og sumt að mér virt- ist tvisvar. Er lestrinum var lokið sneri hann sér til skrifara síns og bað hann að taka fram Vattarnesmálið. Skrifarinn fór þar að hillu og kom nú með stór- an bunka af skjölum, sem hann afhenti amtmanni. Ég varð nú mjög undrandi. Hvað gátu öll þessi skjöl komið við mínu litla og einfalda erindi? En brátt fékk ég skýringu á þessu. Amtmaður fór nú með mig og skjalahrúg- una inn í lítið herbergi innar af aðalskrifstofunni og bauð mér þar sæti. Jafnframt bauð hann mér vindil og var hinn alúðleg- asti. Síðan minntist hann á bréf- ið og erindi mitt og fletti um leið í skjalabunkanum. Sagði hann, að þessu erindi væri nú í raun og veru hægt að svara strax og í þessu lægi einkennilegur mis- skilningur, þar sem tengdafaðir minn hefði alls engan ábúðarrétt á Vattarnesi. Hann sá víst, hve hissa ég varð og bætti við, að Elís, bróðir Eiríks tengdaföður míns, hefði ábúðarréttinn á allri umboðsjörðinni, en Eiríkur ekki. Nú fannst mér málið vandast. Gat það verið, að byggingarbréf tengdaföður míns væri falsað? Ég hafði það í vasanum og nú var tækifærið til að komast að því. Til varúðar hafði ég tekið það með, án þess að skilja, til hvers ég gæti notað það. Nú tók ég byggingarbréfið upp, leit á það og sá, að ekki var um að villast, nafn amtmannsins, Páls Briem var skrifað með skýrum stöfum undir byggingarbréfið. Ég fékk svo amtmanni bréfið og bað hann að segja mér, hvernig á því stæði, að það væri ekki lög- legt. Hann tók við bréfinu og las það. Gerðist nú tvennt í senn. Á andliti mínu mun hafa verið hægt að lesa sigurhrós, en jafn- framt virtist þyrma yfir amt- riianni. Hann varð þungur á brún og sagði nú stuttur í spuna, að þetta væri misskilningur úr sér, það væri ekkert að athuga við byggingarbréfið. Ég dirfðist þó að spyrja, hvort hér hefðu ekki verið brögð í tafli frá hálfu fyrrverandi umboðsmanns. Hann vildi ekki við það kannast og stóð nú upp og skildist mér, að þar með ætti samtalinu að vera lokið. Erindislokin urðu því eng- in. En eitthvað sagði hann þó í þá átt, að það ætti ekki við að taka fram fyrir hendur umboðs- manna í svona málum. Og með þeim ummælum, sem ekki voru sögð í neitt vingjarnlegum tón, heldur miklu fremur með drembilegum þjósti, var mér til- kynnt eripdisleysan til Akureyr- ar. Nú fór ég að leita að Magn- úsi Blöndal (bróður Hannesar skálds). Hann hafði verið kenn- ari minn og sérlega góður kenn- ari, en þá var hann verzlunar- maður hjá þeim bræðrunum Magnúsi og Friðriki Kristjáns- sonum. Þegar ég kom inn í búð- ina til þeirra, var þar maður inn- an við búðarborðið, sem mér fannst ég hafa séð áður. En þeg- ar ég var að skoða hug minn um þetta, sagði hann þessi orð: „Hver er þessi hái og drengilegi maður?“ Magnús Kristjánsson kynni okkur. Þetta var þá skáld- ið Matthías Jochumsson. Tókust nú samræður okkar í milli, þó að við værum alveg ókunnugir, og var ég hissa á því eldfjöri og andans afli, sem ég mætti þarna. Það var hann, sem aðallega hafði orðið og orð sín batt hann í stuðla og fagurt rím. í raun og

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.