Heima er bezt - 01.04.1955, Qupperneq 8

Heima er bezt - 01.04.1955, Qupperneq 8
104 Heima er bezt Nr. 4 var fremur stuttur í spuna. Bað hann mig að koma með sér nið- ur í káetu sína, því sér þætti of kalt uppi. Þegar þangað kom, fór hann að spyrja mig hvaðan ég væri ættaður. Ég sagði hon- um hið sanna um það. Þá var eins og lifnaði yfir honum. Hann kvaðst líka vera úr Álftaver- inu, þekkja mjög vel fólk mitt, afa minn og ömmu og börn þeirra, og ég væri frændi sinn. Ég spurði hann að því, hvernig þeirri frændsemi væri varið, en úr því gat hann ekki leyst og síðan hefur mér ekki tekizt að afla mér vitneskju um þetta. Var hann nú mjög alúðlegur og sagði að það gleddi sig að kynn- ast svona óvænt afkomanda fólks, sem hann var kunnugur í æsku og þótti vænt um. Leiddi nú þetta til þess, að við töluðum um aðaláhugamál hans, þjóðfundinn á Þingvöllum með fullri kurteisi og án æsinga og ertni. Við þær umræður kom í ljós, að allur undirbúningur undir slíkan fund var mjög ófullkominn og af handahófi. Var sýnilegt ,að áhuginn og á- kafinn að hrinda þessu í fram- kvæmd hafði orðið sterkari en varfærnin. Ég benti mjög var- lega á þetta til þess að styggja hann ekki og hann viðurkenndi að undirbúningstíminn væri af skornum skammti. Og við skild- um í fullri vinsemd. Hann fór af skipinu á Vopnafirði. Sama sumarið dó hann. Um skipstjórann á Hólum, Öst Jacobsen, hef ég í raun og veru ekkert annað en gott eitt að segja. Mér reyndist hann greið- vikinn bæði við mig og aðra far- þega. Ýmsum var þó í nöp við hann og þóttu tilsvör hans af- undin, köld og hrottaleg. Hann var hár og þrekinn og nokkuð stórskorinn og leit ekki neitt sérstaklega blíðlega út, ef illa lá á honum, eða honum þótti mið- ur. Væri hann spurður að því, hve löng yrði dvöl hans á höfn- um, svaraði hann því stundum á þann veg, að hann færi þegar hann væri tilbúinn, þó hann svo dveldi þar í tvo til þrjá klukku- tíma. Þannig minnist ég þess eitt sinn við Vestmannaeyjar, að ég og fleiri höfðum fengið það svar, að hann færi þegar hann væri tilbúinn, og líkaði svarið illa, því okkur langaði í land. Varð það þá að ráði, að fara í land og hætta á að viðstaðan yrði það löng, að hún hrykki til þess. Nú var þyrpst í bátana, sem biðu við skipshliðina til að taka á móti farþegum og flytja þá á milli skips og lands. Tveir bátar voru orðnir nærri fullir af far- þegum, og þeir síðustu, sem ætl- uðu í land voru í skipsstiganum. Þá blés skipstjóri allt í einu til burtferðar. Þótti þá ekki tiltæki- legt að fara í land, og farþeg- arnir hættu við það og sneru aftur upp á skipið. En eftir þetta beið skipstjórinn þarna í Irúma tvo klukkutíma í bezta veðri. Þetta olli því talsverðri gremju, en skipstjórinn mun hafa haft gaman af þessu. Öðru sinni vildi svo til, að með Hólum var séra Pétur Jónsson frá Kálfafellsstað. Hann lenti þá í harða pólitíska rimmu á fyrsta farrými, var harðskeyttur og nokkuð æstur. Skipstjóra bar þar að í sömu svifum og átaldi þessa háreisti, sem þarna væri og virt- ist reiður, og sagði að svona læti ættu ekki við á meðal farþega á fyrsta farrými. Séra Pétur brá sér ekki við þessar átölur, en sneri sér að skipstjóra og segir: „Er De Valtýsk?“ Þá hló skip- stjóri og svarar: Ja, jeg er Val- týsk“. Varð nú úr þessu gleð- skapur, en um leið varð ekkert úr átölunum né pólitísku rimm- unni. Á leið okkar suður með Aust- fjörðunum sá ég Jacobsen skip- stjóra gera umkomulitlum sjó- mönnum greiða á þann hátt, að stöðva skipið á ýmsum stöðum, til þess að spara þeim kostnað og ómak, og afhenda þeim þar, sem þeim kom bezt, beitusíld og annan flutning. Þetta gerði hann án þess skyldan byði hon- um það. Þessi fyrsta ferð mín til Akur- eyrar var að ýmsu leyti skemmtileg, þó aðaltilgangur hennar yrði árangurslaus og vonirnar brygðust alveg, að því er ábúð á Vattarnesi snerti. En endurminningar um ferðina hafa geymzt í hugskoti mínu, sérstaklega sú drengilega og vinsamlega tilraun, sem fyrver- andi alþingismaður, Friðrik Spádómar, sem ekki rættust Mjög margir eru gjarnir á að spá um framtíðina, en fæst okk- ar eru gædd slíkri spádómsgáfu, að mark sé takandi á spádómum okkar. Það er sjaldan annað en tímaeyðsla, að hlusta á slíka spá- menn. Þeir voru til í fyrri daga og eru hér nokkur dæmi um það. í brezku dagblaði stóð árið 1833 ritgerð er nefndist: „Hætt- an við að ferðast með járnbraut- um“. Voru þar leidd rök að því, að 25 km. hraði á klukkustund væri stórhættulegur. Ef nokkuð kæmi fyrir, snögg stöðvun eða þvíl. myndu vagnarnir molast og allir láta lífið, sem í þeim væru. Var fólk alvarlega varað við því, að taka sér fari með þessum stórhættulegu samgöngutækj - um. Annað brezkt blað skrifar um sama efni nokkrum árum síðar: „Dettur nokkrum heiðarlegum manni í hug, að nokkur fáist til þess að láta þeyta sér svona á- fram eftir örmjóum járnteinum? Eða að kvenfólkið þyldi slíka meðferð, þjáningar og lífshætt- una við að þeysa þrjátíu kíló- metra á klukkustund, þar sem líf þeirra er komið undir því, hvort einhverjar málmpípur haldi? — Nú er öldin önnur, en á fyrstu árum járnbrautanna, því að á Bretlandi einu ganga daglega yfir fimmtíu þúsund lestir, sem flytja um níu hundr- uð miljónir farþega á ári hverju. Árið 1865 var maður nokkur fangelsaður fyrir að narra pen- inga út úr einföldu fólki með því að selja því aðgang að vél, sem hann fullyrti, að gæti sent mannsröddina eftir málmþræði ótakmarkaðar vegalengdir. En í dag eru yfir 45 milj. símatækja í Bandaríkjunum einum. Árið 1878 sagði prófessor Er- asmus Wilson, að það hefði sannast á Parísarsýningunni Framhald á bls. 125. Stefánsson frá Vallholti í Skaga- firði, gerði til þess að stuðla að því, að erindi mitt leystist vel, þó honum tækist það ekki. Bjarni Sigurðsson.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.