Heima er bezt - 01.04.1955, Page 18
114
Nr. 4
Heima er bezt
r---—---—--—---------
VÍSNAMÁL
sem verkast vildi, helzt mat-
vælum á bæjunum. Þetta gekk
þannig um nokkurn tíma. Það
þótti því líklegt, að hann mundi
hafa aðsetur í fjöllunum suður
frá Nesjum, því hans varð mest
vart á þeim slóðum. Þorleifi
mun ekki hafa þótt þetta góður
nágranni og vildi losna við hann
— það vildu nú reyndar fleiri
þar í nágrenninu. En fólk mun
hafa verið hálf hrætt við hann,
og það mundi ekki vera við lamb
að leika við, þótt til hans næð-
ist. En Þorleifur hræddist hann
ekki, og réðst í að leita að bæli
hans, og gera tilraun til að ná
honum. Bælið fann hann í helli
skammt fyrir norðan Nesjavelli,
og stuttu síðar gat hann hand-
samað hann og fært sýslumanni.
Þetta þótti afreksverk og var
fólkið þakklátt Þorleifi fyrir.
Ekki mun Þorleifur hafa safnað
að sér fjölmenni til þess að
handtaka nafna sinn ,og engum
öðrum heyrði ég þakkað það,
nema honum einum. Og ekki
heldur að hann hafi haft mikið
fyrir því að halda honum, eftir
að hann náði í hann, enda
mun hann hafa verið bæði á-
ræðinn og karlmenni að burð-
um. Hellir sá, sem Þorleifur
þjófur hafðist við í, sést enn og
einhver mannvirki eru í honum.
Hann er síðan nefndur Þjófa-
hellir. Ekki hefi ég heyrt neitt
um, hver afdrif Þorleifs þessa
urðu. Vafalaust hefur hann ver-
ið dæmdur til refsingar. Enginn
hefur heldur getað sagt mér
hvaðan hann var aðkominn.
Þorleifur sonur Þorleifs á
Nesjavöllum og fleira gamalt
fólk sögðu mér þessa sögu, og
að hann mundi hafa hafzt
þarna við rúmlega mánaðar
tíma.
Börn Þorleifs voru 10—12, sum
þeirra dóu ung. En flest náðu
fullum þroska. Frá honum er
kominn margmenn ætt, þó hún
verði ekki rakinn hér. Hann
andaöist á Nesjavöllum 7. jan.
1836. Síðari kona hans bjó eftir
það með börnum sínum og stjúp-
börnum á Nesjavöllum til far-
daga 1838. Þá flutti hún að
Nesjum og bjó þar til dauðadags
árið 1843.
Af börnum Þorleifs lifði Þor-
leifur sonur hans lengst. Hann
Vorvísur.
Vorið yngir allan mátt,
út fræ springa og gróa.
Lóan syngur ljóðaþátt,
leysir kynngi snjóa.
Lífsins iða og fjölga föng,
fénað við er smalinn.
Áin ryður ísaspöng
af sér niður dalinn.
Gyllir sæ og grund á ný,
geisli um bæinn líður.
Sólin gægist gegnum ský,
góðan daginn býður.
Fjólur skreyta fjallaslóð,
fríkka reitir blóma.
Sólar heita geislaglóð,
gefur sveitum ljóma.
Sólin gljá á grund sem fyr,
geislum stráir hlýjum;
daggar- smáu droparnir
detta úr gráum skýum.
var fæddur 1820 og lifði fram
yfir aldamót 1900. Síðustu ár
ævi sinnar var hann heilsulítill,
svo hann gat ekki unnið erfiða
vinnu, en hélt sjón og minni
fram undir það síðasta. Hann
sagði, að faðir sinn hefði kennt
sonum sínum öllum, sem upp
komust, skrift og dálítið í reikn-
ingi, og að sjálfsögðu kristin-
fræði og lestur, en systur sínar
hefðu aðeins lært að lesa og
kristinfræði. Þorleifur yngri var
bæði fróður og minnugur og las
allt, sem hann náði í. Sjálfur
átti hann lítið af bókum. Hann
kunni t. d. Fingrarím og mikið
af kvæðum og sálmum, en fór
dult með fróðleik sinn. Hann
vildi aldrei hafa eftir vafasam-
ar sagnir, sem hann hafði heyrt,
nema með þeim fyrirvara, að
óvíst væri um, hvort sér hafi ver-
ið rétt frá sagt.
Kolb. Guðmundsson.
Fellur snjóahengjan há,
hljómar lóukliður,
vellur spói, blómin blá,
blika flóa-iður.
Sumardagurinn fyrsti 1949.
Vindur blæs um visin strá,
velta snæsins kornin smá.
Aldan hvæsir ylgd á brá,
örmum læsir björgin há.
Páskadagur 1945.
Páska fríða sést ei sól,
sem að hlíðar skreytir,
því að víða byggðu ból
byrgir hríð um sveitir.
Páskadagurinn 1950.
Norðan kaldi um fjörðinn fer
frost-kafald ei þrýtur.
Þrymur aldan út við sker
af sér faldinn brýtur.
Pétur Jónasson,
frá Syðri-Brekkum.
Smælki
Jón litli segir við móður sína:
— Af hverju er hann pabbi að
fara upp á loftið?
Móðirin: —- Hann ætlar að
syngja fyrir hann Bjössa litla,
svo að hann geti strax farið að
sofa.
Jón litli: — Ef að ég væri hann
Bjössi litli, skyldi ég láta sem ég
væri sofandi.
Steini litli við annan dreng: —
Ég má ekki leika mér við þig,
hún mamma bannar mér það,
af því að þú ert svo illa upp al-
inn, en þú mátt leika þér við
mig, af því að ég er vel uppalinn.
Tvírœtt!
Húsfreyjan: — Óskar, Óskar,
ég setti kökuna, sem ég var ný-
búin að baka, út í garðinn, en
hundurinn hefur komizt í hana
og étið hana upp til agna.
Maðurinn: — Það gerir ekkert
til, góða mín. Ég skal útvega þér
annan hund við fyrsta tækifæri.