Heima er bezt - 01.04.1955, Side 19

Heima er bezt - 01.04.1955, Side 19
Nr. 4 Heima er bezt 115 Kristmundur Bjarnason: __ * Erlendir ferðalangar á Islandi — Úr ferðabók Paijkulls — Eftirfarandi ferðasögubrot eru tekin úr Trók eftir Svíann Carl Wilhelm Paijkull, docent í jarðfræði við háskólann í Upp- sölum, en bókina nefndi hann En sommer pfi Island, Reseskildring. Hún kom út í Stokkhólmi árið 1866, en höfundurinn kom til íslands vorið 1865 og ferðaðist víða. Ekki var þessari bók vel tekið hér lieima, er hún kom út, enda margar firr- tir í henni að finna. Þýðing þessi er lausleg, og er hér að- •eins að ræða um glefsur úr bókinni og efnisröðun höfundarins ekki fylgt. Fyrir- sagnir eru því ekki heldur hans, og ekk- ért af tilvitnunum neðanmáls. / Reykjavík. „Jafnskjótt og skipið hafði varpað akkerum, ■— en akkerum var varpað nokkur hundruð metra frá landi sökum grynn- inga við ströndina og svo hins, hve mjög gætir flóðs og fjöru þarna, — fór ég í land og lagði fyrst leið mína til sænsk-norska ræðismannsins, herra Simsens, kaupmanns í Reykjavík, því að ég hugðist leita hjálpar hans með útvegun húsnæðis, meðan ég dveldist I bænum, og njóta þar kunnugleika hans, Hjá honum komst ég brátt að raun um, að húsin í Reykjavík, þótt lítil séu, geta verið hið innra búin hvers konar þægind- um, sem við eigum að venjast heima fyrir eða í Danmörku, og þessa skoðun mína studdu heim- sóknir til allra þeirra reykvískra fjölskyldna, er ég heimsótti, og þessa læt ég getið hér, til þess að lesandi, sem ekkert þekkir til, ætli ekki, að hann eigi í vænd- um að gista hálfgildings villi- mannabæ, þá leið hans liggur til Reykjavíkur. Nei, Reykjavík virðist líkjast að lífsháttum og heimilisþægindum þeirri fyrir- mynd, sem hún virðist gerð eft- ir, nefnilega Kaupmannahöfn, og getur eins og hún státað af mörgum lærðum mönnum og vel menntum. Húsin eru samt sem áður allajafna lítil einnar hæð- ar timburhús með bröttu risi, oft aðeins máluð þeim megin, sem að götunni veit, en að öðru leyti tjörguð. En að innan standast þau fyllilega samjöfnuð við þær kröfur, sem betri borgarar á Norðurlöndum gera til híbýla sinna, eins og áður er sagt. Ann- ars er bærinn ekki mjög stór. Þrjár götur eru meðfram sjón- um, og raunar eru aðeins tvær þeirra byggðar, og síðan þrjár þvergötur. Auk þessa er svo um að ræða óskipulegt úthverfi á báða bóga, þar sem ekki er um timburhús að ræða, heldur venjulega íslenzka torfbæi. Á fjórðu hlið beint inn frá hafi er stöðuvatn. Þeim megin er kirkj- an og skólahúsið, sem ásamt húsi stiftamtmanns langt niður við sjó, eru hinar opinberu bygging- ar borgarinnar. Þótt Reykjavík sé ekki stór bær, má hann heita snotur með beinum, skipulegum götum, sem eru að vísu ekki steinlagðar, þar sem akstur er óþekkt fyrirbrigði í þessu landi, þar sem engir eru vagnarnir, en allt flutt á hestum. En göturnar eru þurrar og hreinlegar, að minnsta kosti á sumrin. Lega bæjarins er auk þess hin feg- ursta, frá honum séð, þar sem hin fagra höfn og hið bláa haf blasir við neðan hans, en hið tígulega fjall, Esjan, í bakgrunni fyrir miðjum flóa. íbúarnir eru sambland Dana og íslendinga. Flestir eru kaup- menn danskir, en aftur á móti þorri embættismanna íslenzkur, svo og handverksmenn og sjó- menn. íbúarnir eru nú fimmtán hundruð, og séu þeir taldir með, sem landbúnað stunda innan bæjarins, eru þeir tvö þúsund að tölu. Ef dæma má eftir þeirri vel- megun, sem auðsæilega ríkir á kaupmannaheimilum þeim, sem ég hafði þá ánægju að koma á, bæði í Reykjavík og annars stað- ar á íslandi, hlýtur það að vera allarðvænleg atvinnugrein að stunda verzlun í þessu landi. Samt sem áður er aðeins nokkur hluti kaupmannastéttarinnar á íslandi, búsettur í landinu sjálfu. Flest verzlunarfyrirtækin eru starfrækt af launuðum forstöðu- mönnum, en þar eð þeir fá viss- an hundraðshluta af árlegum verzlunarhagnaði, eru lífsskilyrði þeirra jafnframt mælikvarði á verzlunarlaginu. Og ég endurtek það, að ég hygg verzlunina borga sig vel. Að minnsta kosti hefur hún verið mjög arðvænleg til ársins 1854, en þá fékk landið fullt verzlunarfrelsi, og eftir það skiptist verzlunarhagnaðurinn milli fleiri keppinauta. Þetta er ástæðan til þess, að sú staðhæf- ing heyrist stundum innan verzl- unarstéttarinnar, að þessi verzl- un borgi sig ekki. Þeir gæta þess þó að bæta við: eins vel og áður! --------Ef lesandinn spyr mig, hvort íslenzku stúlkurnar séu fallegar eða ljótar, get ég ekki gefið annað betra svar en þetta: Far þangað og sjá sjálfur! Ég minnist þess, að í einu af hinum ánægjulegu kvöldboðum, sem ég var í í Reykjavík, varpaði ein fegursta stúlkan, sem ég hef séð á íslandi, fram við mig mjög viðsjárverðri spurningu, um leið og hún leit hvasst á mig: „Hafið þér ekki séð margar fallegar stúlkur á Suðurlandi?" Þar sem mér var ljóst, að Reykvíkingar telja sig sjálfir Sunnlendinga, af því að bærinn þeirra er í suðuramtinu, þótt hann liggi við landið vestanvert, blóðlangaði mig til að svara, að ég hefði aðeins séð eina. En ég verð þó hreinskilnislega að játa það fyrir lesandanum, að ég hef séð „margar fallegar stúlkur“ á

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.