Heima er bezt - 01.04.1955, Síða 21

Heima er bezt - 01.04.1955, Síða 21
Heima er bezt 117 FRÁ LIÐINNI TÍÐ Laugarnesspítali í byggingu. Holdsveikin var um margar aldir ein af hryllileg-ustu plágunum, sem gengið hafa yfir hina íslenzku þjóð. Fyrir þeim, sem hlutu þau þungu örlög að fá þessa veiki, voru öll sund lokuð. Það var því eitt hið mesta framfaraspor, er spítalinn í Laugarnesi var byggður rétt fyrir alamótin. Danskir Oddfellowar kostuðu spítalann. Hann brann til grunna á stríðs- árunum síðustu, en nú er holdsveikin, sem betur fer, vart lengur til í landinu. Nr. 4 ______________________ svo vítt, að maður gæti komizt í gegnum það. Efri hellirinn heit- ir Hrútshellir og á sína sögu. Hrútur jötunn átti nefnilega þarna heima ásamt þrælum sín- um, en þegar þeir gátu ekki lengur risið undir því oki, sem hann hafði á þá lagt, notuðu þeir sér fyrrnefnt op í þakinu til að greiða harðstjóra sínum leið yf- ir í annan heim, um leið og þeir gerðu hann ódauðlegan þessa heims.1) Þar eð séra Björn hafði frætt mig á því, að okkur bæri í nafni hæverskunnar fyrst að heilsa upp á prestinn í Skógum,2) svo að hann gæti orðið leiðsögumað- ur ferðalangsins um umhverfið, samþykkti ég, að rétt væri, að við legðum leið okkar fyrst að næsta bæ, hvort sem hér hefur í raun og veru búið einskær kurt- eisi undir hjá klerki eða hitt, að hann hafi hér beitt brögðum til þess að komast fyrr heim á ein- hvern bæinn til að fá sér kaffi- sopa, sem ævinlega er á boðstól- um. Við riðum því heim á bæ- inn, eins og íslendingar segja, og með aðstoð hins fyrri gest- gjafa míns komst ég þegar í kunningsskap við húsbóndann þarna, hinn heyrnardaufa prest, séra Kjartan í Skógum. Þarna var mér tekið frábær- lega vel, og skoðaði síðan foss- inn, en þá var á sallarigning, svo að hann hafði ekki sömu áhrif á mig og Seljalandsfoss, umhverfi hans var heldur ekki eins við- felldið, þótt vatnsmagnið og þá jafnframt kynngikraftur þess væri meiri. í þenna foss á tröllkarlinn Þrasi að hafa sökkt kistu sinni fullri af gulli og gersemum. Áð- ur fyrr mátti sjá á kistugaflinn, og skömmu eftir miðbik 17. ald- ar reyndu menn nokkrir að ná henni upp, en við fyrstu tilraun virtist þeim sem bæir þeirra stæðu í björtu báli, og hættu þá 1) í Þjóðsögum Jókns Árnasonar er hellir þessi nefndur Rútshellir, og er hon- um lýst þar og saga hans sögð. (J. Á. Þjóðsögur og ævintýri, II., bls. 104). 2) Paikjull ætlaði sér aS skoða Skóga- foss, en séra Björn vildi fyrst láta hann heimsækja húsbóndann í Skógum, séra Kjartan Jónsson. við þetta. Seinna gerðu þeir aðra tilraun og tókst þá að krækja í hring í kistugaflinum, en þegar þeir ætluðu að draga kistuna að sér, dróst hringurinn úr gafl- inum, svo að þeir höfðu ekki meira af kistunni en hringinn og er hann nú, að sögn, í kirkju- hurðinni í Skógum.1) Austur í sýslum. Næst gisti ég á bæ, sem Maríu- bakki heitir. Á leiðinni þangað fór ég fyrir endann á eystra Skaftáreldahrauni. Jörð þessa átti gamall greindarbóndi, Run- ólfur að nafni, og var erfitt að koma honum til að brosa. Þó tókst mér það að lokum. En til skýringar á þvi, hvernig mér tókst þetta, verð ég að fitja upp á nýjum þætti í frásögn minni. i) Þessi sögn er í Þjóðsögum Jóns Árna- sonar (II. b. bls. 79), en nokkuð á annan veg en hér er frá sagt, því að Þrasa bónda gerir hann að trölli. Ferðamenn, sem komið hafa til íslands, hafa látið í ljós undrun sína á, hve sólgnir íslendingar eru í neftóbak, en hvað mig varðar, féll ég ekki i stafi yfir þessu, þar sem ættland mitt er allt sáldrað neftóbaki. En lög- un tóbaksílátanna hefur jafn- framt vakið undrun útlendinga, því að þau eru svipuð púður- hornum og enda í oddi. Þau eru meira eða minna skrautleg, sleg- in silfri eða því um líku, því að gullsmíðaiðn stendur í allmiklum blóma á íslandi. Ég verð að játa, að mér fannst ekkert sögulegt við þetta, er ég las um hornin í ein- hverri ferðalýsingu, — ég man ekki hverri —, því að ég skildi ekki, hvernig lögun tóbaksilát- anna gæti átt rætur sínar að rekja til þjóðlífsins. En þannig er þessu nú samt varið. Þegar maður er á hestbaki og verður að halda í taumana með annarri hendinni, mundi það vera mjög erfitt, já, næstum ókleift að opna

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.