Heima er bezt - 01.04.1955, Síða 23

Heima er bezt - 01.04.1955, Síða 23
Nr. 4 Heima er bezt 119 Guðrún Auðunsdóttir: TVÖ KVÆÐI LIÐNIR DAGAR. Opnast mér sýn um löngu liðna daga, er lífið söng með þúsund radda kliði, svo óttalaust i glaumi léttra laga sem lind, er streymir niðr’af fjallsins riði, og þráir dalsins víðu velli líta og vagga sér á bárum fljótsins stranga þekkist ei lengur tindinn hæruhvíta, en hverfur þangað, sem að blómin anga. Svo leið mitt vor, en æskan tók sinn enda, því allir dagar líða æ að kveldi og mannsins hjarta er heimur heitra kenda og hugur þráir varma af lífsins eldi. Ég valdi leið, ég lagði ein á hallann, leiftrandi stjörnur skinu um bleika reiti en gæfan bauð mér arm við efsta hjallann og ástin beið mín þar á næsta leyti. HORFT ÚR HLAÐI. Úr dalsins botni sé ég út á sundið, svanhvítar öldur gjálpa þar við strönd, en ég á ekkert fley við festar bundið, sem flytji mig í ókunn draúínalönd. En stundum get ég dreymt mig út í álfur og ótal borgir séð og fjarræn lönd í draumunum verður hugur ætíð hálfur. Því hjarta mitt er tengt við íslandsströnd. Því heima í dalnum, þar er allt sem ann ég þar allt er þrungið lífi og vaxtarþrá. í hljóðu starfi hamingjuna fann ég, í heiðabænum upp við fjöllin blá. veiði. Þeir varpa nefnilega haus- um og úrgangi útbyrðis, sem svo hænir fiskitorfurnar að. Skút- urnar bera svo ennþá meir úr býtum fyrir það, að þær geta ver- ið að mestu á sama stað eða lát- ið reka með straumi." Úr aldargömlum blöðum 1854. „N o r ð r i“, hálfsmánaðarrit handa íslendingum, hóf göngu sína í ársbyrjun 1853 á Akureyri. Ritstjórar voru B. Jónsson og J. Jónsson. Hann var í mjög svip- uðu broti og Þjóðviljinn ,og Ing- ólfur, en er í samtíma ritum bæði á Akureyri og í Reykjavík kalaður „tímarit". „Fynrboði“. „Það bar til á Bási í Myrkár- sókn, að kýr nokkur tók kálfs- sótt; en fyrir því, að kýrin var sóttlítil, þá varð að sækja í hana kálfinn, en þegar tekið var í skolt hans, rak hann upp ógur- legt gaul, hrökk við og beit þann til skemmda, sem dró hann. Gekk það svo einatt á meðan hann var dreginn frá kúnni, að hann baulaði stöðugt. Nokkru áður en þetta var, heyrðist hann baula í kúnni. Meðan kálfur þessi lifði, var hann stöðugt að baula og bölva. Nokkrir meina að atburður þessi sé fyrirboði stórra tíðinda, svo sem, að ísland .gangi undan Danakonungi og fleira því um líkt!!!“ (Norðri). Hvalrekar. „3. okt. þá eltu höfrungar reyðarfisk einn nær því upp á þurrt land á Breiðabóli á Sval- barðsströnd, 15—16 álna langan millum sporðs og höfuðs. Eig- andi hans var sjálfseignarbóndi Jón Gunnlaugsson, áður lengi í Böðvarshólum, en nú á Sörla- stöðum í Fnjóskadal, ríkastur bóndi í Þingeyj arsýslum, seldi vættina (40 kg.) af spiki 2 rd., rengi 1 rd. og þvesti 32 sk.“ Á þessu ári en nokkru fyrr, urðu einnig hvalrekar á Saurbæ og Fagranesi á Langanesströnd og Fagradal í Vopnafirði, á Þorp- um í Steingrímsfirði og líka á Árnesi í Strandasýslu. (Norðri). Skyldi það vera ný bóla? „Kaupmaður Th. Thomsen frá Seyðisfirði sigldi héðan aftur á leið þangað 28. f. m. Hann seldi hér útlendar vörur fyrir hartnær 3000 rdl. og tökum vér það til dæmis, að þar af var hér um ys partur nauðsynjavara; og svo mun hjá fleiri kaupmönnum hér við land teljast til og ekki er von, að íslandi safnist auður á með- an þannig er varið því sem þar aflast." (Norðri).

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.