Heima er bezt - 01.04.1955, Síða 26

Heima er bezt - 01.04.1955, Síða 26
122 Nr. 4 skurðurinn yrði eyðilagður í styrjöld, er hin gamla siglinga- leið fyrir sunnan Ameríku, Horn- höfða, einasta leiðin milli Kyrra- hafs og Atlantshafs, en þessa leið er hægt að verja með bæki- stöðvum á Grahamslandi, en það er nyrsti oddi Suðurskautslands- ins. Svipuð þýðing fyrir flugsam- göngur og leiðin yfir Norður- skautið. Stytztu flugleiðirnar milli Suð- ur-Ameríku, Suður-Afríku og Ástralíu liggja yfir Suðurskauts- landið þvert. Sjá menn af því, að hernaðarleg þýðing þessara landa verður áþekk og á norður- hjara heims. Það er ef til vill að- eins tímaspurning, hvenær flug- samgöngur verða hafnar þessa leið. Mun þá verða flogið því sem næst yfir sjálft Suðurskaut- ið. En slíkar flugsamgöngur eru aðeins mögulegar með því að fastar bækistöðvar séu settar upp í sambandi við þær. Talið er, að Victoríuland sé heppilegur stað- ur fyrir flugvelli, en sá hængur er á því, að svæði þetta liggur nálægt segulskautinu, og auk þess eru þar jafnan miklir stormar. Englendingar, Argent- ínumenn og Chilebúar hafa þeg- ar skilið hve miklir möguleikar eru hér fyrir hendi, varðandi flugsamgöngur stytztu leið milli heimsálíanna, og hafa þegar lát- ið byggja nokkrar athugunar- stöðvar á meginlandi ísálfunn- ar. Aftur á móti hafa Banda- ríkjamenn ekki látið mikið að sér kveða hingað til á þessum slóðum. Forseti þeirra lýsti yfir því í sumar sem leið, að Banda- ríkjamenn gerðu engar kröfur til landa í ísálfunni, og að af- leiðing þess væri sú, að þeir myndu ekki koma sér upp bæki- stöðvum þar syðra. Flóð vegna bráðnunar jökla á SuðúrskautsláncLinu. Hinn bandaríski leiðangur, sem fyrir nokkru lagði upp í suð- urförina, mun dvelja þar að minnsta kosti í tvö ár. Er til- gangur hans að setja upp þrjár bækistöðvar vísindamanna, og skulu þær vera aðeins til bráða- birgða, hvað sem verður í fram- Heima er bezt tíðinni. Ein af bækistöðvum þessum verður sett í nágrenni við heimskautið. Hér eiga þrír vísindamenn að hafast við í heilt ár — einn heimskautsdag og eina heimskautsnótt — til þess að gera veðurathuganir, rann- saka geimgeisla, segulstorma og radaráhrif frá hærri loftlögum. Eitt af þýðingarmestu hlut- verkum ieiðangursins verður að ganga úr skugga um, hvað hæft sé í nýjustu kenningum um flóð vegna bráðnunar jökla á Suður- skautslandinu. Málmar í fjöllum, sem eru hœrri en Mont Everest. Einn liður í rannsóknum þess-- um er að senda langferðaflug- vélar inn yfir meginlandið. Hug- myndin er, að fá nokkurt yfir- lit yfir landsvæði, sem ekkert mannlegt auga hefur áður litið. Þarna eru fjallatindar, sem eru 6—7 km. á hæð. Það er engan- veginn ósennilegt, að til séu fjöll í ísálfunni, sem eru hærri en Mont Everest. Enginn veit, hvað kann að leynast í hinum miklu ísauðn- um. Byrd aðmíráll, sem fann ís- laus stöðuvötn inni á auðnunum, álítur að minnsta kosti, að fjöll- in þarna séu málmauðug. Eftir nokkur ár mun verða komizt að raun um, hvað hæft er í ágizk- unum þessum. Þekkingin á kjarnorkunni mun gera mönn- um kleift að byggja orkuver, sem gera mönnum unnt að taka sér búfestu í ísálfunni og stunda þar námurekstur. Þrir menn i miðjum ísauðnunum. En þetta eru enn sem komið er framtíðardraumar. Og það er í rauninni skemmtilegra að setja sig í spor vísindamannanna við Suðurpólinn. Fyrst verða þeir að leggja leið sína um 1000 km. yfir skriðjökla og háfjöll, sem loka leiðinni til heimskautsins. Síðan, er þeir koma á áfangastað, verða þeir að byggja sér hús, sem von bráðar fennir í kaf. Þeir verða að hafa með sér byggingarefni, fatnað, matvæli og margt fleira, auk olíuhreyfla, sem framleiða ljós og hita og knýja loftskeyta- stöð og radar. Og síðast en ekki sízt þau vandamál, sem einver- an skapar ,þar sem þeir verða neyddir til að vera saman án allrar tilbreytingar í svo langan tíma. Áhugi Norðurlandabúa á ísálfunni. Það eru ekki einungis stór- veldin, sem allt vilja gleypa, er hafa sýnt sterkan áhuga á að slá eign sinni á stærri eða minni svæði þar syðra. Fyrir fáum mánuðum sendu Norðurlönd, á- samt fleiri ríkjum, mótmæli til stjórna nokkurra Suður-Ame- ríkuríkja, er höfðu gert þá kröfu, að landhelgi þeirra yrði víkkuð, svo að hún næði 200 sjómílur út frá ströndum landa þeirra. Var þetta einkum gert með hliðsjón af hvalaveiðum í suðurhöfum, en þar hafa Norðmenn mikilla hagsmuna að gæta. Norðmenn vinna að því að yfirráð þeirra yfir Maud-landi verði viður- kennd, en þeir slógu eign sinni á það árið 1939. En mörg ríki, og meðal þeirra eru Bandaríkin, neita að viðurkenna eignarrétt nokkurs ríkis til landa í ísálf- unni. Fyrir nokkrum árum var gerð- ur út sænsk-norsk-brezkur leið- angur til Suðurskautaanldanna, og dvaldist hann þrjú ár við að kortleggja svæði þau, sem Norð- menn hafa mestan áhuga á að eignast. Leiðangur þessi hafði heim með sér margvíslegar og fróðlegar athuganir um jökla, veðurfar og margt annað, sem getur haft mikla þýðingu í rann- sóknum á loftslagsbreytingum, einnig á norðurhveli jarðar. Anna litla: — Við komum fram við kennslukonuna eins og hún væri ein af fjölskyldunni okkar. Þóra litla: — Það megum við ekki gera við okkar kennslukonu, því að hún heimtar að við séum voða kurteis við hana. Klókindi. Pétur: — Ég veðjaði við mann um, að ég skyldi ekki bragða mat í fjórtán daga og heldur ekki sofa í fjórtán nætur. Steini forvitinn: — Og hvern- ig fór það svo? Pétur: — Ég vann, því að ég borðaði á næturnar en svaf á daginn.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.