Heima er bezt - 01.03.1956, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.03.1956, Blaðsíða 4
FRIÐRIK ÓLAFSSON E^nda þótt íslendingar hafi eignazt marga snjalla skákmenn, hefir enginn þeirra vakið jafn almenna J athygli innan lands og utan og Friðrik Ólafsson. Einkum hefir orðið tíðrætt um hann á þessum vetri, bæði í blöðum og manna á milli. Friðrik er fæddur í Reykjavík 26. janúar 1935. Foreldr- ar hans eru Sigríður Símonardóttir og Ólafur Friðriksson. Er hann skyldur hinum kunna vestur-íslenzka skákmanni Magnúsi Smith að öðrum og fimmta. Af sömu ætt eru þeir einnig Eggert Gilfer og Ingi R. Jóhannsson. Væri það skemmtilegt viðfangsefni fyrir ætt- og mannfræðing að kanna, hvort það sé hending ein, að þessir snjöllu skák- menn eru af sömu ætt, eða að um ættgenga gáfu sé að ræða.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.