Heima er bezt - 01.03.1956, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.03.1956, Blaðsíða 33
Nr. 3 Heima 85 --------------------------------er hezt---------------------------- vegur lá þangað. Ég ætlaði samt að reyna að kom- ast þangað á bílnum, þótt grýtt væri, en sá gamli gafst upp, eftir að ég hafði ekið nokkra metra. Ég fór ofan úr bílnum með ólund, spennti á mig Geiger-teljarann, reif af bílnum, þar til að ég fann bakpoka og hamar, sem auðvitað átti að nota til þess að mölva sýnishorn af úraníumsteini og bera svo í bakpokanum. Síðan lagði ég af stað. Hinn tryggi förunautur minn staulaðist á eftir mér, skjögrandi undir matarílátum og alls konar birgð- um. Taffy rak lestina og virtist ekki vera sem ánægðastur. Við lögðum af stað um það bil klukkan tíu um morguninn. Um hádegið virtust hamraborgirnar ennþá vera mílu vegar í burtu. Á endanum rann það upp fyrir okkur, að þar sem loftið er svona kristalstært, er erfitt að gera sér grein fyrir vega- lengdum. Þegar við loksins vorum komin alla leið, settumst við á sjóðheita klöpp og störðum upp á snarbratta klettana. „Mér er sama, þó að ég klifri upp og niður þver- hníptan hamarinn," sagði ég við konuna mína, „en hvað tek ég til bragðs, þar sem klettanef skaga fram úr berginu?" Ég efast um, að hún hafi heyrt, hvað ég sagði. Hún sat og einblíndi á þunnt, grágrænt jarðlag, eins og málaða rönd, uppi undir bergbrúninni, sem slútti fram. Hún tautaði eins óg í leiðslu: „Shiharump!" Ég lagði af stað upp, komst hálfa leið, ætlaði að stíga enn eitt skref, en þá var hvergi fótfestu að fá. Hamarinn var bókstaflega lóðréttur. Ég teygði mig, greip í nibbu, sem stóð út úr berginu, og áræddi að líta niður. Langt fyrir neðan, niðri á jafnsléttu, sá ég konuna mína og seppa eins og smádíla. Ég andaði djúpt að mér og öskraði: „Hvert fer ég nú?“ Það var engu líkara en ég kallaði út í tóm- ið — hljóðið virtist hverfa. Eftir langa mæðu sá ég konuna mína veifa til mín með miklu handapati, og ég heyrði, að hún kallaði eitthvað. Mér heyrðist hún segja: „Niður!“ Ekkert hefði mér fallið betur að heyra. Mér var farið að leiðast þarna uppi. Ég fór að fika mig nið- ur eftir. Mér var stöðugt að skrika fótur eða þá að ég rann, og var mér ekki farið að lítast á blikuna. Degi var tekið að halla, og blárauðum bjarma sló á hamraborgirnar í fjarska, er ég loksins var kom- inn niður á jafnsléttu. En konan mfn var æst og reið. „Hvers vegna komstu niður?“ spurði hún. „Nú, þú sagðir mér að koma,“ sagði ég og teygði úr mér á klöppinni, sem ennþá var heit. „Ég sagði, að þú ættir að snúa þér við. Snúa þér við, en alls ekki, að þú ættir að koma niður. Shinarumpinn var rétt fyrir aftan þig.“ Þannig lauk fyrsta úraníumleitardeginum okkar. N okkrum dögum seinna varð okkur mikið um — Það var daginn, sem við fundum úraníum, svo um munaði. Ég var búinn að finna upp miklu einfald- ari aðferð. Við lögðum af stað í fyrstu skímu á morgnana, völdum auðveldustu leiðirnar upp á hamraborgirnar, gengum svo eftir brúninni, þar til að ég fann staði, þar sem fært var niður brattan hamravegginn. Taffy hafði garnan af þessum morg- ungöngum, vegna þess að þá var enn nægilega svalt fyrir eðlur og ýms skorkvikindi að vera á stjái. Og Taffy hafði gaman af að eltast við þau. Rétt eftir sólarupprás, vorum við komin upp á eina klettaborgina og vorum að ganga eftir brún- inni. Taffy var í veiðihug og hljóp á undan. Ég sá eitthvað skjótast undir stein. Taffy var kominn þangað eins og örskot og byrjaði að grafa, svo að sandur og möl þeyttust aftur undan honum. Ég var hræddur um, að þetta gæti verði skellinaðra eða sporðdreki, svo að ég þorði ekki annað en að fara og ná í hundinn. Um leið og ég beygði mig niður til þess að taka í hálsbandið á honum, snart Geiger- teljarinn hrúguna, sem hann var búinn að grafa upp. Og Geiger-teljarinn fór að hamast eins og minni háttar vélbyssa. Ekki man ég, hvernig mér varð við, en töluverð áhrif hafði það áreiðanlega á mig. Það næsta, sem ég man, var það, að ég og konan mín lágum á hnján- um, rifum upp grjótið í gríð og erg, og hver ein- asti hnullungur hafði ofsaleg áhrif á Geiger-teljar- ann. Við vorum svo æst, að við þvöðruðum eitt- hvað heillengi, og Taffy horfði forvitnislega á okkur. Þegar skynsemin náði aftur tökum á okkur, varð mér það ljóst, að við yrðum að gera tilkall til þessa svæðis. Svæðið má vera 600 fet á breidd og L500 fet á lengd, en menn mega afmarka sér eins mörg svæði og þeir vilja. „Ég held, að okkur sé ráðlegast að afmarka alla hamraborgina," sagði ég við konuna mína. „Þú ferð í þessa átt, og ég í hina, og við mælum það í skrefum.“ Ég var ekki kominn langt, þegar ég heyrði hana kalla. Ég sneri við.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.