Heima er bezt - 01.03.1956, Blaðsíða 14
HAKON GUÐMUNDSSON
hœstaréttarritari
BLAÐAÐí
DÓMSMÁLUM
ú Á tímum þykir það svo sjálfsagður hlutur,
að íslenzkir menn og íslenzkir dómstólar
dæmi í málum Islendinga, að mörgum
gleymist, að í nærfellt hálfa sjöundu öld var æðsta
dómsvald í málum íslenzkra þegna í höndum er-
lends aðilja.
Á lýðveldis- og þjóðveldistímabilinu fengu dóms-
málin að sjálfsögðu fullnaðarúrlausn hjá dómstól-
unum — fjórðungsdómum og fimmtardómi — á Al-
þingi við Oxará. En þegar þjóðveldið leið nndir
lok og ísland komst undir konungsvald, var tekið
að skjóta íslenzkum dómsmálum undir erlendan
dómstól til síðustu úrlausnar. Eftir að Jónsbók var
lögtekin hér á landi árið 1280 voru lög til þess, að
skjóta mætti dómum lögmanna og lögréttunnar
undir dóm konungs og skyldi hann skera úr þeim
málum með ráði vitrustu manna. Mun þar hafa
verið átt við íslendinga. í framkvæmd fór svo um
þessi málskot, að málin voru lögð undir ríkisráð
konungs til úrlausnar, fyrst liið norska og síðar hið
danska, og var þannig farið með íslenzk dómsmál
allt til þess er Hæstiréttur Danmerkur var stofnað-
ur. Eftir það fór sá dómstóll með æðsta vald í ís-
lenzkum dómsmálum allar götur til ársins 1920, er
Hæstiréttur íslands var stofnaður og æðsta dóms-
valdið þar með flutt á íslenzkar hendur.
Eins og að líkum lætur, var það ekki þrautalaust
fyrir Islendinga að þurfa að sækja og verja mál sín
fyrir erlendum eyrum. Krafan um flutning æðsta
dómsvaldsins heim til íslands hlaut því að verða,
og varð, eitt af þeim málum, sem hátt bar í sjálf-
stæðisbaráttu íslendinga. Hér er ekki rúm til þess
að rekja þá sögu til hlítar, en til nokkurs fróðleiks
mætti það verða, að drepa á fá atriði þess máls.
Benedikt Sveinsson sýslumaður, faðir Einars
skálds, var ein af sjálfstæðishetjum nítjándu aldar-
innar. Sat hann lengi á þingi og var aðsópsmikill
þingskörungur og mælskumaður. Árið 1885 flutti
hann á Alþingi frv. til laga þess efnis, að dómsvald
Hæstaréttar Dana í íslenzkum málum skyldi úr lög-
um numið. Framsöguræða Benedikts er bæði sköru-
leg og skennntileg og mælti hann m. a. á þessa leið:
„Það er ekki svo að skilja, að ég lýsi nokkru van-
trausti til Hæstaréttar í sjálfu sér. En mitt traust
nær ekki lengra en svo, að eigi sé ákjósanlegt eða
hafandi af stjórnlagaástæðum, að Hæstiréttur (þ. e.
Danmerkur) sé æðsti dómstóll landsins lengur en
orðið er. Allar hinar sömu ástæður, sem mæla með
innlendri stjórn yfirhöfuð, mæla og með því, og það
í ríkulegasta mæli sérstaklega, að hafa æðsta dóm-
stól í landinu sjálfu.“
Benedikt telur síðan fram ýmsa þá annmarka,
sem séu á því, að æðsta dómsvaldið sé í framandi
landi, svo sem fjarlægð og þann langa tíma, sem
málarekstur þar taki, og heldur svo áfram á þessa
leið:
„Enn fremur bíður þjóðerni vort og helgustu
landsréttindi alveg óbætanlegt tjón við það, að hafa
66 Heima er bezt