Heima er bezt - 01.09.1958, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.09.1958, Blaðsíða 13
Jó/i. Ásgeirsson: G U N N AR DA L Bjallablettur a ð, sem hér verður skráð, mun hafa átt sér stað laust fyrir síðustu aldamót eða um þau. Þá bjó á Þorbergsstöðum í Laxárdal í Dölum Kristján Tómasson hreppstjóri. Það var þá eitt sumar, að hann réð til sín kaupamann austan af landi, Einar Pálsson að nafni. í túninu á Þorbergsstöðum voru tveir blettir, og var sú trú á þeim, að ekki mætti slá þá, því að þá mundi illt af hljótast, ef út af væri brugðið. Blettirnir hétu Bjallablettur og Húsaklettsblettur. Var Einari sagt frá kvöð þessari, og hann varaður við að bregða út af í nokkru. Svo er að eitt sinn um sumarið, þegar Einar er að slá túnið, að hann er kominn að Bjallabletti, og byrjar hann þegar að slá hann, því að enga trú hafði Einar á því, er honum hafði verið sagt; leit aðeins á það sem hverja aðra markleysu, sem ekkert hefði við að styðjast. En er hann hafði slegið blettinn að mestu eða allan, syfjar hann svo mjög, að hann getur ekki á fótum stað- ið. Og leggst hann þá niður í slægjuna og sofnar. Þá dreymir hann, að kona kemur til hans, og er hún þung- búin á svip og yrðir á hann um leið með þeim orðuin, að illa hafi hann gert að slá blettinn sinn. Og verði hann nú fyrir það að gjalda. Þykir honum hún klípa þá all- fast í handlegginn á sér, svo að hann kennir sársauka. En í því vaknar hann og finnur þá enn til í handleggn- um, þar sem draumkonan kleip. Líður nú sumarið að hausti, og hugsar Einar ekki frekar út í draum sinn. En þegar á haustið líður, fer hann að finna til í hand- leggnum á þeim sama stað og honum þótti konan klípa. Ágerðist nú mein hans mjög, svo að hann varð með öllu óvinnufær. Leitaði hann þá til Sigurðar Sigurðssonar læknis í Búðardal, en árangurslítið eða árangurslaust. Svo er það einhverju sinni síðari hluta vetrar, að Ein- ar fer sem oftar inn í Búðardal að hitta Sigurð lækni, og var hann þá eitthvað verri í handleggnum en venju- lega. Fer hann fram á það við Sigurð að skoða sig ræki- lega og gera eitthvað, svo að dugi, því að svona sé illt að vera haldinn og getd ekkert bjargað sér. Læknirinn skoðar þá handlegginn um stund, en segir svo, eins og frekar við sjálfan sig: „Hvað skyldi nú sá mildi skurðlæknir Guðmundur Magnússon gera?“ Og verður, það þá úr, að Sigurður læknir ráðleggur Einari að leita til Guðmundar Magnússonar skurðlækn- is í Reykjavík, sem var þá orðinn þekktur og frægwr fyrir skurðlækningar sínar. Nótt a oinai Lík var ást þín Ijúfu kvæði, Ijósperlu í veikum þræði, sem mær við brjóst sér ber. Sandsins heitu nátta nauztu, og nakin gullna hlekki brauztu, og gullkálf gerðum vér. Meðan fjallið Móses gistir mun ég drekka, er mig þyrstir, í dansi hins gullna glaums. Fylgi aðrir fölskum vonum, faríseum, ambáttonum í borg hins dauða draums. Lík er ást þín Ijúfu kvæði: Ljósperla í veikum þræði blikar helg og hrein. Fyrir steina fjallsins dauða færðir þú mér eplið rauða, sem grær á tregans grein. Og er þá ekki að orðlengja það, að Einar fór suður til Guðmundar Magnússonar og fékk þann bata, að hann gat unnið, en handleggurinn varð staurhandleggur upp frá því. Og svo segja þeir, sem kunnugir voru Einari, að hann hafi trúað því, að meinsemd hans hafi stafað af óhlýðni hans að slá blettinn. Heima er bezt 303

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.