Heima er bezt - 01.09.1958, Side 27

Heima er bezt - 01.09.1958, Side 27
Ingi björg Siguráardóttir: En er frú Hildur hrædd um son sinn fyrir henni? Getur það verið. — Asta hrosir kalt gegnum tárin að annarri eins fjarstæðu, en þó virðist henni framkoma frúarinnar benda til þess að svo sé. Hvílíkar óþarfa áhyggjur! Og frú Hildur skal ekki fá neiná ástæðu til slíkra grun- semda í framtíðinni. Ásta rís snögglega á fætur og tekur aftur til við störf sín. Þau ganga enn hraðar en áður, og blóðið ólgar heitt af sársauka í hjartanu, sem á bak við slær.... IX. — Ég fer með það inn í eldhús. Ásta heyrir létta og glaðværa karlmannsrödd hljóma fyrir utan gluggann, og hún lítur út. Sveinn og Valur eru komnir heim. Gæðingar þeirra standa á hlaðinu. Eldhússhurðin opnast brátt, og Valur nemur staðar í dyrunum. Hann er snöggklæddur og heldur á jakk- anum í fanginu. Auðsjáanlega hefir hann vafið honum utan um eitthvað lifandi. Valur lítur brosandi til Ástu og segir: — Hér er ég með sjúkling, sem ég ætla að biðja þig að taka í fóstur og veita móðurlega hjúkrun, Ásta mín. — Ég fann það fótbrotið og móðurlaust frammi á afrétti, bætir hann við. Ásta gengur til Vals og tekur við lambinu úr fangi hans. — Blessuð litla skepnan, ósköp áttu bágt, segir hún blítt og viðkvæmt og þrýstir lambinu að sér. Heit og innileg samúð með þessum litla ósjálfbjarga móður- leysingja streymir fram í sál hennar og brýst út í brenn- andi tárum, sem hún ræður ekki við. Það er svo margt sameiginlegt með henni sjálfri og þessu litla lambi, sem hún heldur í faðminum og þrýstir að brjósti sér í móðurlegum innileik. Valur stendur kyrr hjá Ástu og horfir hljóður á tár Ástu, sem falla niður á fótbrotna lambið litla. Hann veit að hún finnur svona innilega til með því, og hann er djúpt snortinn af viðkvæmni hennar og hjartagöfgi. Mynd líðandi stundar vekur það helgasta og bezta í hans eigin sál, og hann gleymir tímanum. Sveinn kemur að eldhúsdyrunum og nemur þar stað- ar. Hann horfir snöggvast á þau Ástu og Val til skiptis og segir svo hálft undrandi: — Ætlið þið ekki að binda um fótinn á lambinu? — Jú, auðvitað ætlum við að gera það, Sveinn minn, svarar Valur, og það er eins og hann vakni af leiðslu. Hann hraðar sér inn í herbergi sitt og nær í sárabindi og liprar spclkur og gengur síðan fram í eldhúsið aftur. Ásta er sezt með lambið og hagræðir því í kjöltu sinni. Valur krýpur nú fyrir framan hana og vefur mjúkt og vandlega um litla lambsfótinn brotna, sem Ásta heldur í öruggum skorðum. Hann fer sér hægt að öllu og vandar verk sitt sem bezt má verða, og hann vill láta þessa stund vara sem lengst. Hendur þeirra snertast öðruhvoru á meðan aðgerðin fer fram, og heitir unaðsstraumar berast með hverri snertingu frá hjarta til hjarta. Hinn kaldi raunveruleiki verður fjar- lægur, og tvær ungar sálir mætast í djúpri þögn. Skyndilega opnast eldhússhurðin, og frú Hildur nem- ur staðar í dyrunum. Hún lítur hvasst og rannsakandi á son sinn, sem krýpur við fætur eldhússstúlkunnar, og dimmur roði leitar fram í kinnar hennar. En henni er það brátt ljóst, hvað þessum stellingum veldur, og hinn óeðlilegi roði hverfur skjótt af vöngum svslumanns- frúarinnar. — Sæll, Valur minn, velkominn heim, segir hún hlý- lega, en þó er rödd hennar óvenju þung. Valur lítur brosandi á móður sína og rís á fætur. Aðgerðinni er lokið. Hann tekur við lambinu af Ástu, en hún hraðar sér inn í búrið og tekur þar til starfa. Komið er fast að kvöldverði, og hún er ekki vön að láta standa á verk- um sínum. Valur sezt með lambið á stólinn, þar sem Ásta sat áður, og gælir við lambið. Frfi Hildur færir sig að hlið sonar síns og segir hlvlega: — Hvar funduð þið þennan litla vesaling? Heima er bezt 317

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.