Heima er bezt - 01.09.1958, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.09.1958, Blaðsíða 30
N í U N D I H L U T 1 „Annað hvort er að selja allt eða vera ekki að setja á uppboð,“ sagði Geirlaug. „Það er engurn kunnugra um það en mér, hvað maddama Karen skildi eftir handa þeim hjónunum. Það hefði mátt vera minna, ef á að vanþakka það.“ „Svona, við skulum fara að ná saman fénu,“ sagði Kristján. „Það er ekki ómögulegt að það fáist pottur úti í kaupstað. Þá kem ég með hann með slátrunum og allt verður gott.“ „Þú verður nú líklega að leggja eitthvað til heimil- isins af kjöti,“ sagði Rósa. „Eg er óvön því, að það sé ekki til kjöt, og líklega verður ekki mikið til af fiski,“ bætti hún við, þegar maður hennar var kominn út. Hún hugsaði til þeirra óskapa, sem höfðu verið flutt heirn á hverju hausti af fiski. Þá hafði vinnumaðurinn alltaf verið við sjóinn. Henni fannst það blasa við, að þetta yrði ómyndarbúskapur hjá þeim, samanborið við alls- nægtaheimili foreldra hennar. Arndís gamla labbaði ofan á stekkinn, þegar búið var að reka inn féð. Henni þótti það margt. „Áttu þetta allt, Kristján minn?“ „Alestallt, eitthvað af því er þó af nágrannabæjunum,“ svaraði hann. „Ja svona. Mér sýnist þetta vera dágóður bústofn," sagði hún. „Hvað viltu hafa það meira? Ef við hefðum átt helming af þessu eða þó ekki væri nema þriðjung, þá hefðum við verið montin.“ Arndís sat frammi í maskínuhúsi allan þennan dag. Þar var svo mikið hlýrra en inni í baðstofunni. Geirlaug og Rósa voru að búa allt undir að taka á móti slátrunum. Þvílíkt umstang hafði gamla konan aldrei séð fyrr. Hún sat þegjandi og hugsaði heim í sveitina sína. Hér var hún hræðilega einmana. Það kom einhver kona, sem hún vissi ekki hvað hét. Líklega úr einhverju kotinu, þóttist hún vita, eftir klæðnaði hennar að dæma. Hún sagði gamlar og nýjar sögur, sem Geirlaugu og Rósu þóttu víst fjarskalega skemmtilegar, en enginn talaði orð við hana. Einu sinni hafði hún orð á því, að það yrði skemmti- legt að fá nýtt slátur. „Heldurðu, að þú getir soðið eitt- hvað af því í kvöld, Rósa mín?“ „Það held ég varla. En ég gæti steikt lifur,“ sagði Rósa. „Já, ckki væri það nú amalegt,“ sagði sú gamla með ánægjubrosi. Þá fóru þær allar að hlæja. Hún var hrædd um, að þær væry að hlæja að sér. Þó gat hún ekki fundið, að hún hefði komið neitt kjánalega fram. En það var svona að vera hjá ókunnugum. Það var sinn siður í hverri sveit. Svona hefðu þær ekki komið fram við hana, ná- grannakonurnar fyrir austan. Hún fór að óska sér heim í fátæktina á Hnjúki. Hún þurrkaði tár, sem hrukku ofan kinnar henni og smaug svo eins og skuggi bak við þessar lífsglöðu konur, sem sneru allar baki við henni. Rósa hætti allt í einu að hlæja. Henni fannst móðir sín vera þarna nærri sér og líta til sm ströngum aðvör- unaraugum. Hún hafði aldrei verið hlýleg kona í við- móti, en hún hafði verið siðavönd, og svona lagað hefði hún ekki liðið á sínu heimili: að hlegið væri að smæl- ingjum. „Helltu á könnuna, Geirlaug," sagði hún. „Aumingja gamla konan hefur haldið að við værum að hlæja að sér.“ „Við vorum Iíka að því,“ sagði aðkomukonan. „Það er ómögulegt annað en að hlæja að þessu. Það væri hægt að írnynda sér að svona manneskjur hefðu aldrei smakkað ætan bita, enda bendir útlitið til þess.“ „Hún hefur víst verið ákaflega heilsulaus,“ sagði Rósa, um leið og hún fór út. Hún kallaði á Arndísi, en hún gegndi ekki. Rósu varð bilt við. Ef eitthvað vrði nú að aumingja stráinu, þá yrði Kristján allt annað en ánægður. Hún hljóp allt í kringum bæinn. Þá sá hún, hvar Arndís sat sunnan undir skemmunni, ósköp rauna- leg á svipinn. „Við erum mcð kaffi, Arndís mín. Blessuð, komdu inn og fáðu þér sopa með okkur,“ sagði Rósa, sárfegin því að sjá gömlu konuna heila á húfi. „jVIeð vkkur! Ég held ykkur langi lítið til þess,“ sagði hún, án þess að nokkra ásökun væri að finna í tali 320 Heima cr bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.