Heima er bezt - 01.09.1958, Blaðsíða 35
243. Síðan fleygir Nikulás dýnuræfli og
hrafli af rúmfötum niður til mín. Ég af-
klæði mig, hengi fötin til þerris og leggst
útaf. í bítið morguninn eftir sé ég út um
kjallaragluggann, að „vinir“ Nikulásar
halda af stað frá eynni.
244. Skömmu síðar er gólfhlerinn opn-
aður, og Nikulás kemur ofan til mín. „I
dag áttu að fara með mér á bátnum út í
skerjagarðinn," segir hann rámur og
hastur. „Við förum á veiðar og tínum
egg, og þú verður að hjápa til við það.“
245. Nú fékk ég brauðsneið og bolla af
kaffi hjá karli, og svo var haldið af stað
í seglbát Nikulásar. Við erum fáorðir á
leiðinni. Mér er hálfilla við að sjá Niku-
lás alltaf öðru hvoru súpa duglega á
vasapela sínum.
246. Um hádegisbil leggur Nikulás upp
að snarbratri klettaeyju. Hann skjögrar
eftir klungrinu með byssu í hendi. Allt
í einu fljúga upp nokkrar endur og fara
framhjá okkur.
247. Nikulás bregður byssunni og hleyp-
ir af, og tveir—þrír fuglar steypast niður
milli klettanna. Nikulás er heldur en
ekki hreykinn, hleypur af stað til að ná
í veiðina, en verður illa fótaskortur.
248. Hann missir jafnvægið, steypist
fram af klettabrúninni og hrapar niður
hamarinn, en þar fyrir neðan er stór-
grýtisurð í fjörunni. Ég þýt af stað til að
reyna að koma honum til hjálpar.
249. En ég verð of seinn á mér. Niku-
lás hrapar. í dauðans angist þrífur hann
dauðahaldi í nokkrar feysknar trjárætur
í klettaskoru og hangir þar dálitla stund
— dauðhræddur og skjálfandi.
250. Skyndilega heyri ég brest og sé, að
trjáræturnar hafa brotnað, og Nikulás
hverfur ofan fyrir bunguna. Ég flýti mér
dauðhræddur fram á brúnina og gægist
fram af henni niður í gljúfrin.
251. Skyldi Nikulás hafa steypzt ofan í
urðina? Nei, þarna er dálítill stallur í
hamrinum. Ég sé, að Nikulás hefur lent
á honum og heldur sér þar dauðahaldi.
Skyldi ég nú geta bjargað honum?