Heima er bezt - 01.12.1958, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.12.1958, Blaðsíða 32
að fylgja honum út að réttinni. Hann sagði henni, að hryssan hennar væri köstuð. Það væri fallegur, bleikur hestur undir henni. Kannske yrði það reiðhestur litla sonarins. „Hann verður víst orðinn gamall, þegar hann getur setið á hesti,“ sagði hún. „Þú skalt ekki vera að segja mér meira heiman að. Mig fer þá að langa til að koma inn eftir. En ég þori ekki að fara undan þessari bless- aðri handleiðslu frúarinnar. Hún kann svo vel að fara með barnið. Hún segir, að ég hafi gott af því að losna við fráfærnastússið í sveitinni. Hún segir líka, að ég hefði aldrei átt að verða sveitakona, frekar en pabbi að verða búsettur í sveitinni.“ „Þú getur áreiðanlega orðið góð sveitakona,“ sagði hann. — Hvað sem öðru leið hafði verið óþarft af frúnni að telja Rósu trú um, að hún væri óhæf til að búa í sveit, en svona voru þær, þessar kaupstaðarfrúr, gátu ekki hugsað sér að nokkur gæti dregið andann annars staðar en þar. „Mér sýndist nú einmitt þegar ég kom að Hofi, að allt bæri vott um, að þar hefði setið mikill búmaður,“ sagði Kristján. „Ég held að frúin hafi reiknað skakkt, ef hún heldur að faðir þinn hafi ekki verið búmaður.“ „Mamma var álitin mikil búkona, og mér heyrðist henni vera þökkuð öll búsældin. Hún gat líka hugsað eingöngu um búskapinn. En prestarnir þurfa að hugsa um sitt starf. Hún hafði líka ágætan mann áður en þú komst, þar sem Stefán í Þúfum var.“ „Já, náttúrlega hefur hann verið góður vinnumaður, þykist ég vita,“ sagði Kristján. Þá mundi Rósa eftir því, að læknirinn hafði verið sóttur að Þúfum síðastliðna nótt til gamla bóndans. Nú spurði hún, hvernig honum liði eða hvort hann væri ef til vill dáinn. Það hafði Kristján ekki hugmynd um. Það var fáferð- ugt milli bæjanna síðan Rósa hafði farið. Svo kvöddust þau innilega. Hann fullvissaði hana um, að hann teldi dagana þangað til þau mæðginin kæmu heim aftur. Slátturinn var byrjaður. Þrír karlmenn skáruðu slétt- urnar í Hofstúninu. Það var húsbóndinn, duglegur kaupamaður og Leifi karlinn frá Garði. Hann hafði orðið guðsfeginn að fá vinnu hjá gamla landsdrottni sínum. Það var dauður sjór þetta vor og ekkert að gera í landi sem heitið gat. Það var ekki laust við að Leifi iðraðist eftir að hafa flutt úr kotgrcyinu. Kona hans var í fiskvinnu og elztu strákarnir í sveit sem smalar. „Ykkur hefði verið nær að vera kyrr í Garði,“ sagði Geirlaug við hann fyrsta daginn, þegar hann var að háma í sig hræringinn, sem var vel útilátinn hjá Geir- laugu. Það þýddi ekki fyrir Kristján að tala um að fara sparlega með matinn. Geirlaug hafði sama sið á og mad- daman hafði haft. Það mátti ekki minna vera en að fólkið fengi vel að borða, þegar það stóð við erfiðis- vinnu fjórtán klukkutíma á dag meðan birtan var nóg. Styttra var ekki um að tala, nema ef að húðrigndi. Bráðskemmtileg bók fvrir krakka á aldrinum 8-12 ára. STRÁKUR r A KÚSKINNS- SKÓM Eftir Gest Hannson Gestur Hannson er höfundarnafn á ung- um, íslenzkum rithöfundi, sem segir í þess- ari bók frá ýmsum skemmtilegum ævintýr- um, sem þeir bræðurnir, Gáki og Gestur, lentu í þegar þeir áttu heima uppi í sveit. Bókin er 115 bls. Verð kr. 45.00. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.