Heima er bezt - 01.12.1958, Blaðsíða 36
Kvæðin eru vel gerð að gömlum sið, enda er höfundur enginn
nýjabrumsmaður. Hann er alvörumaður, enda er í flestum kvæð-
nnum nokkur undirtónn trega og saknaðar. Hvergi bregður fyrir
léttúð né gázka. Myndir eru dregnar af dagsins önn og umhverfi.
Höfundur er aldrei langorður um of en kann að stilla orðum sín-
um í hóf og skapa heilsteypt kvæði. Hins vegar má segja, að ekki
sé kveðið á margbrotna strengi. Höfundur hefur yrkt lítinn reit
en yrkt hann vel, þar er ekkert illgresi né vanhirða, og þá er vel
af stað farið. St. Std.
Minningar á hlaðinu í Skógum
Framhald af bls. 424. ---------------------------
Þær verða margar sögurnar frá bernsku og æskudög-
um skáldsins, sem gamla fólkið heima sagði mér. En
hver saga fær sitt líf þarna á bæjarhólnum í Skógum
meðan sumarhúmið færist yfir fjöllin, dalinn og fjörð-
inn.
Það væri freistandi að skrifa um þetta langa bók og
það gerir einhver síðar, sem hefur bæði tíma og gáf-
ur til.
Þar má ekki gleymast að segja frá, þegar Matti litli
flæddi á skerinu á Kleifastöðum, en húsbóndinn kom á
síðustu stundu, þegar skerið var komið í kaf, en lítill
kroppur stóð einn upp úr sjónum. Ekki heldur sagan
um Fríðu, sem gaf honum fyrstu hugmyndir um ástina.
Þar verður líka sagt frá, þegar hann dvaldi á Stað og
fögur augu Ingveldar prestsdóttur fjötruðu hann ævi-
langt í viðjum vona og drauma. Sagt frá hvernig hún
beið og beið árum saman, frétti um frama hans í skól-
um og hjá heldra fólki höfuðstaðarins, frétti um gift-
ingu hans og Elínar — og nokkru síðar lát þessarar ungu
Reykjavíkurstúlku. Og svo þegar hann kom aftur heim
að Stað, heim til hennar og hún sagði nei — en þá sann-
aðist sem oftar, að nei er meyjar já. Og svo þegar hún
steig á bak fannahvítum hesti vð hlið hans og þau lögðu
af stað upp tröðina. upp undir fjallið þar sem fossinn
syngur enn um örlög þeirra. En allt í einu var hann
horfinn — horfinn af hestinum við hlið hennar.
Hann hafði gleymt í gleði og birtu vonanna og ástar-
innar að kveðja gamla konu, sem leyndist ein í laut.
Þau fundust þar úti á túni á Stað, en hún hafði verið
mjög döpur í bragði á þessari gleðistundu hans, þótt
hún reyndi að dyljast. Hafði þeim foreldrum skáldsins
orðið þungir og erfiðir draumar þær nætur, enda var
þessi fögnuður ekki annað en undirbúningur sárasta
æviharms prestsins unga og forspilið að Ijóðinu ódauð-
lega, sem hann nefnir Sorg. En þá tæpu ári síðar var
brúðurin fagra frá Stað, sem þótti ein fegursta konan
við Breiðafjörð, liðin brott af þessari veröld.
Þarna varð hinzta kveðja mæðginanna frá Skógum.
Þau sáust aldrei framar. En í flestum ljóðum hans og
sálmum lifir trú hennar, von hennar og ást. Og í síð-
ustu geislum sólarlagsins gegnum tár kvöldsins yfir
Skógum brosa þau við gestunum á hólnum.
Árelius Níelsson.
II I I I I I I I
„Bókin, sem allir ættu að lesa
er Leiðin til þroskans."
„Þessi bók hefur að
geyma mikla lífs-
speki.“
ólafur Tryggvason
á Hamraborgum.
Dagur 24. sept. 1958.
Bókin er 217 bls.
Verð kr. 140.00.
LEIÐIN
TIL
ÞROSKANS
Eftir Guðrúnu Sigurðardóttur
Bók þessi er næsta nýstárleg í íslenzkum
bókmenntum. Hún er til komin á þann
hátt, að höfundurinn, Guðrún Sigurðar-
dóttir frá Torfufelli, hefir lesið hana fyrir
á meðan hún var í miðilssvefni — trance.
En orðin af vörum hennar voru tekin á
segulband jafn óðum og hún mælti þau
fram.
„Ekki er það nokkurt vafamál, að höfund-
urinn sér og heyrir það sem hún segir
frá. . . Margur gæti haft gagn af að lesa
þessa bók. . . “
Snæbjörn Jónsson, Vísir 17. okt. 1958.
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR