Heima er bezt - 01.01.1959, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.01.1959, Blaðsíða 15
í þessu sambandi vil ég nefna athyglisvert dæmi um nafngift frá því í byrjun 18. aldar. Dæmið er merkilegt fyrir þá sök, hversu ljóslega það sýnir, að íslendingar höfðu á þeim tímum ýmugust á Ijótum og útlenzkuleg- um nöfnum og gerðu gis að þeim. Jón hét maður, sonur Sigurðar lögmanns Jónssonar í Einarsnesi. Hann kvænt- ist erlendis 1672 danskri stúlku, Bente Truels (eða Trels), og bjuggu þau á Bjargi í Miðfirði. Meðal barna þeirra var Sesselja Kristín, er giftist Snjólfi Bjarnasyni, bónda í Skál á Síðu. Sonur þeirra Snjólfs og Sesselju var skírður Trúels. Varð hann bóndi á Gaddstöðum á Rangárvöllum. Eftir að Trúels hafði verið skírður, var þetta kveðið: Það er nýnæmt narranafn, sem nú er komið upp í Skál, heitir Túel herrum jafn, hefur hann bæði líf og sál. Það er auðheyrt á þessari stöku, að nafnið hefur þótt kátlegt og jafnvel hneykslanlegt. Höfundur vísunnar, eða þeir, sem hana lærðu, hafa ekki einu sinni getað kveðið rétt að nafninu, segja „Túel“ í staðinn fyrir „Trúels“. Hefur það engin afsökun þótt, að ónefni þetta var ættarnafn úr móðurkyni. A 19. öld hefðu fáir hneykslazt á nafni þessu. Menn höfðu þá svo lengi vanizt hvers konar skrípanöfnum, að þeir voru hættir að gera gys að þeim. Athuganir, sem að vísu eru mjög lauslegar, leiða í ljós, að hinn erlendi nafnsiður nær fyrst fótfestu í verzlunarstöðunum og nánasta umhverfi þeirra. Smám saman, eftir að los kemst á nafngiftirnar, seilast menn eigi aðeins eftir erlendum nöfnum, heldur taka þeir með ýmsum hætti að mynda samsett heiti og nöfn með alls konar endingum, eigi sízt latneskum. f æ ríkara mæli leggja menn niður hinn forna sið, er um langan aldur hafði stuðlað hér að festu í nafngiftum, að láta heita eftir foreldri og öðrum ættmennum. Þess í stað taka nú margir að leita að fágætum og framandi nöfn- um á börn sín, og skortir þá oft bæði smekkvísi og mál- skyn til að velja þokkaleg heiti. Víða er leitað fanga, þá er nafna er aflað, og mætti segja af því ýmsar næsta kátlegar sögur, þó að hér séu eigi tök á að nefna nema fáar einar. V. Til er þjóðsaga, sem hermir, að móðir Natans Ketils- sonar hafi ætlað að láta son sinn heita Satan, af því að „sá gamli“ átti að hafa vitjað nafns hjá henni í draumi, en það er gömul trú, að hlýða bcri slíkum vitrunum. Presti þótti hins vegar Satansnafnið ekki sem viðkunnan- legast skírnarnafn, en til þess að brjóta ekki algerlega í bág við gamlan átrúnað og styggja ekki myrkrahöfð- ingjann um skör fram, skírði hann drenginn Natctv. Sögn þessi mun hafa verið algeng nyrðra á 19. öld, og er hún prentuð í þjóðsögum Jóns Árnasonar. Hafa menn jafnvel talið, að gæfuleysi Natans stæði í ein- hverju sambandi við nafn hans og uppruna þess. í sögu Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu er hins vegar frá því skýrt, að misindismaður nokkur, er vildi hefna sín á móður Natans, hafi sþunnið upp sögu þessa um nafn- vitjun myrkrahöfðingjans. Þar segir, að séra Auðun Jónsson í Blöndudalshólum hafi verið beðinn að skíra sveininn og ráða nafni hans. Taldi prestur, að svo efni- legum sveini hæfði fallegt og fágætt nafn, og skírði hann Natan. Natan er, eins og menn vita, biblíunafn, og hefur klerkur vafalaust sótt nafnið þangað. Séra Auðun í Blöndudalshólum, er samkvæmt þessari sögn réði nafn- inu á Natani Ketilssyni, var ekld ætíð sérlega heppinn í nafnavali. Frásögn sú, er hér fer á eftir, ber þess vott, að klerkur hafi ekki verið laus við sérvizku þá og til- fyndni, sem á hans tímum gætti svo mjög í þessum efn- um. Þegar sonur séra Auðuns átti launbarn, vildi lderk- ur ráða nafninu og skírði drenginn Harpagos. Harpagos er gríska og kvað þýða ræningi eða ofbeldismaður. Vildi gamli maðurinn tákna með nafngiftinni, að sveinn- inn hefði í óþakklæti og óboðinn ruðzt inn í heiminn eins og þjófur á nóttu. Það er og í sögnum, að einhvern tíma á* 19. öld hafi stúlkubarn eitt hér á landi verið skírt Jedok, eftir mein- legri þýðingarvillu í einni útgáfu íslenzku biblíunnar. Þýðendurnir höfðu villzt hrapallega á þýzka orðinu „jedoch“ (= þó, samt sem áður) og hugðu þetta vera nafn á dóttur Faraós Egyptalandskonungs. Svo var vesalings barnið látið heita eftir þessari Jedok, sem aldrei var til. Bóndi einn á Suðurlandi varð svo hrifinn af ágæti og atorku Xenófons, er hann las „Austurför Kýrosar“, að hann lét son sinn heita Xenófon. Það báru sveitungar hans fram „Exenófon“. Barn þetta dó kornungt, og síðan hefur ekki heyrzt getið um neinn íslenzkan Xen- ófon. (Framhald). Vertíðarspjall og aflakóngur . . . Framhald af bls 8. ----------------------------- öflin. Hafa það trúlega verið þungbærar stundir, er hún þurfti að hugga og hughreysta átta börn þeirra hjóna. Bæjarbúar voru hins vegar aldrei hræddir um Binna á sjónum, þó að veður væru váleg. Oft var það, að allir bátar voru taldir heim komnir í illviðrum, þó að hann væri ókominn að landi. Það var eins og fólk tryði á afburðahæfni hans á sjónum, að hann skilaði sér og skipshöfn sinni heillri í höfn. „Það eru allir komnir að nema Binni," sagði fólkið, sem beðið hafði á Skansinum heimkomu allra bátanna. „Ja, það er allt í lagi með hann, hann kemur bráðum.“ Með þá fullvissu fór hver til sinna heimkynna, fullkomlega rólegur. Þannig lauk og hverjum hildarleik Binna, að hann bar hærra hlut og renndi bát sínum, drekkhlöðnum af fiski, farsællega að bryggjunni. Að endingu: Ég óska Benóný til hamingju með afla- kóngsnafnbótina og óska honum og heimili hans alls góðs í framtíðinni. ( næsta hefti kemur grein um Tyrkjaránið i Vestmannaeyjum. Henni fvlgja margar myndir. Heitna er bezt 11

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.