Heima er bezt - 01.01.1959, Blaðsíða 31
húsið. Henni hefir tekizt að ná fullkomnu valdi yfir
tilfinningum sínum og látbragði, en hún er enn hálf
óstyrk eftir yfirliðið og öll hin miskunnarlausu atvik
dagsins. Hún lítur á ldukkuna, og henni bregður óþægi-
lega, er hún sér hve áliðið er orðið tímans. Eftir nokkr-
ar mínútur, á miðdegiskaffið að vera komið á borðið,
og enn er hún ekki byrjuð á því. Hvað skyldi frú
Hildur segja um slík vinnubrögð.
Ásta brosir sársaukafullu, köldu brosi og tekur óðara
til starfa. Vanlíðan hennar víkur brátt með öllu fyrir
skyldurækninni, sem ávalt er ríkasti þátturinn í hverju
starfi eldhússtúlkunnar, og á skammri stundu er allt
komið í sitt vana horf.
XVI.
Kvöldsólin ritar gullinrúnir sínar á heiðbláan him-
ininn og græna, angandi jörðina. Sumardýrðin er voldug
og heillandi. Stór, gljáandi Reykjavíkurbifreið rennur
í hlaðið á Ártúni og nemur þar staðar. Hafsteinn kaup-
maður og fjölskylda hans stíga út úr bifreiðinni og
ganga heim að húsinu.
Sýslumannshjónin og Valur koma út á hlaðið til móts
við gestina og fagna þeim innilega. En í hæfilegri fjar-
lægð innan við eldhúsgluggann stendur Ásta og horfir
með djúpri athygli á það, sem gerist frammi á hlað-
inu. Enginn má sjá hana, en þó eru augu hennar frjáls
og í fullum rétti.
Dýpsta athygli eldhússtúlkunnar beinist fyrst og
fremst að sýslumannssyninum og því sem honum við-
kemur, en þetta er henni alveg ósjálfrátt. Hún sér
unga og fallega kaupmannsdótturina ganga til Vals og
rétta honum hönd sína. Handaband þeirra er langt og
innilegt, og bros ljómar á andlitum beggja, og varirnar
bærast í brosinu, en Ásta greinir ekki ekki orðin, sem
þær bera fram, enda eru þau henni vissulega alveg óvið-
komandi. Hún beinir nú athygli sinni að hinu fólkinu.
Næst sér hún stóra og föngulega frú faðma sýslumanns-
frúna með mikilli blíðu, og vináttan er auðsæ á báðar
hliðar. En Ástu stendur á sama um kærleika þeirra og
lítur brátt af þeim aftur og sér þá ungan mann, sem
gengur til Vals og heilsar honum innilega, og þeir eru
auðsjáanlega miklir vinir. Að síðustu sér hún Þórð
sýslumann og Hafstein kaupmann heilsast með látlausu,
en virðulegu handabandi, og svo ganga þeir fyrstir inn
í húsið.
Ásta hefir séð nóg af þessum samfundum í bili, og
snýr frá glugganum. Nú bíða hennar nýjar eldraunir,
og sú næsta er að bera fram kvöldverðinn handa gest-
unum. í fyrsta skiptið síðan hún kom á sýslumanns-
setrið kvíðir hún fyrir því starfi, en hjá því verður
ekki komist. Hún á heldur engan vin, sem hún getur
flúið til með áhyggjur sínar og vandræði. —
Frú Hildur kemur brátt fram í eldhúsið, og gleðin
Ijómar í svip hennar. Hún snýr sér að Ástu og segir
hlýlega:
— Er kvöldverðurinn tilbúinn, Ásta mín?
— Já, hann er tilbúinn.
— Þá skaltu bera hann inn í aðalstofuna. Þú sækir
svo blóm út í garðinn og setur þau á borðið, og lætur
mig svo vita, þegar öllu er lokið. Eg sit hjá gestunum
inni í dagstofunni.
— Ég skal gera það.
Frú Hildur hefir sagt nægilega fyrir að sinni, og
hraðar sér út úr eldhúsinu aftur, því að gestirnir bíða
hennar. Ásta dúkar borðið í aðalstofunni og ber kvöld-
verðinn þangað. Hún er ekki í neinum vanda með að
leysa það verk af hendi eftir ítrustu kröfum nútímans,
því að hún lærði bæði matargerð og framreiðslu á full-
komnasta hátt, meðan hún vann í kaupmannshúsinu á
Sæeyri. Og þar lærði hún einnig að umgangast hið svo-
kallaða heldra fólk. En það var henni aldrei ljúft. Tókst
henni þó óaðfinnanlega að læra þær listir, og nú var hún
þakklát fyrir það.
Nýr metnaður vaknar hjá Ástu og gefur henni auk-
inn kjark. í kvöld skal hún sýna frú Hildi, að hún er
starfi sínu vaxin, og hikar hvergi.
Ómur af fjörugum samræðum og bergmál glaðra
hlátra berast niður í eldhús til Ástu og hljómar létt í
kyrrðinni. Gestirnir sitja í dagstofunni og ræða við
sýslumannshjónin og Val. Ásta keppist við störfin, og
enginn ónáðar hana, og því er hún fegin. Hún hefir
lokið við að bera kvöldverðinn á borð og hraðar sér
þvínæst út í blómagarðinn, til að uppfylla síðustu fyrir-
skipanir húsmóður sinnar. Þar velur hún fullþroskuð,
angandi blóm og ilmrík, sefgræn reyniviðarblöð og býr
úr þeim stóran vönd. Sætljúf blóma- og viðarangan
blandast hreinum kvöldblænum, sem fyllir vit hennar.
Ásta er sem ölvuð af dásemdum náttúrunnar og gleymir
sér um hríð. Djúpur unaður fyllir sál hennar. En svo
man hún skyndilega, í hvaða erindum hún er hér í
blómagarðinum, og að henni er ekki ætlaður blóma-
ilmurinn, heldur gestunum inni í stofunni. Hún hraðar
sér því inn og kemur blómunum smekklega fyrir á
kvöldverðarborðinu, og að því loknu gengur hún að
dagstofudyrunum og kallar á frú Hildi.
Sýslumannsfrúin fylgist með Ástu inn í borðstofuna
-og lítur með strangri athygli yfir matborðið, en hún
er fullkomlega ánægð með útlit þess, og gleðin Ijómar
í svip hennar. Engin fyrrverandi eldhússtúlka hennar
hefir búið gestum hennar jafn smekklegt veizluborð
sem Ásta, og frú Hildur er því mjög hamingjusöm í
kvöld. Hún snýr sér að Ástu og segir:
— Þér hefir tekizt þetta með ágætum, og nú kalla
ég á gestina til kvöldverðar.
Sýslumannsfjölskyldan og gestir hennar ganga að
vistlegu matborðinu og setjast að snæðingi. Frú Hildur
réttir fram hvern ilmandi veizluréttinn af öðrum og
býður gestum sínum með stoltum, en þögulum metn-
aði yfir ágæti þeirra, en í huganum dáist hún jafnframt
að mikilli fjölhæfni eldhússtúlkunnar sinnar í matar-
gerð og frábærri smekkvísi hennar í framreiðslu og
skreytingu á veizluborði.
En það er ekki frú Hildur ein, sem þannig hugsar í
kvöld. Sýslumannssonurinn hefir einnig næmt auga
fyrir því, hve vel Ástu hefir tekizt í starfi sínu, og
vekur það hjá honum djúpan fögnuð og sælan metnað;
Heima er bezt 27