Heima er bezt - 01.01.1959, Blaðsíða 16
Ur lnélum Hannesar á NúpsstaS
Síðan ég vann að Söguþáttum landpóstanna fyrir all-
mörgum árum, hef ég öðruhvoru átt bréfaskipti við hinn
landskunna póst og ferðamann Hannes á Núpsstað. Meðan
„Heima er bezt“ kom út fyrir sunnan, birti ég smákafla úr
bréfum þessum. Hér fara á eftir tveir kaflar úr einu síðasta
bréfi Hannesar, og segja þeir sínar sögur sjálfir. En í sam-
hengi við þá segir Hannes á þessa leiðt
„Eg hef oft orðið þess var á lífsleið minni, að það er for-
sjón Guðs, sem ræður, enda hefur hann títt haldið yfir mér
hlífiskildi, er allar bjargir virtust bannaðar, og hefur rétt
mér hönd sína á úrslitastundum, er tæpt fótmál hefur virzt
á milli lífs og'dauða.“ — Þannig hefur það eflaust verið í þau
tvö skipti, er nú skal greina, og hefur sennilega ekki mátt
tæpara standa. — „En Guð hefur ávallt hjálpað," segir Hann-
es að lokum. — Helgi Valtýsson.
Á HELJARSLÓÐUM í LÓMAGNÚPI
r L
A r i ð 1898 var ég eitt sinn að ná sauð úr svonefnd-
/\ um Morskoru-fláum, sem eru austan í Lóma-
/ gnúp, ofanvert við mitt bergið. Ætlunin var
að koma sauðnum þangað, er svo hagaði til,
að takast mætti að höndla hann. En hann hugðist sjálf-
ur ráða ferðum sínum eftir eigin geðþótta. Enda hafði
hann verið þarna í tvo vetur, og var nú komið fram á
þann þriðja. Þetta var stór sauður og styggur, fimm
vetra gamall og í tveimur reyfum.
Sauðurinn stökk inn í botnrák eina, en svo hagaði
þar til, að þegar kom svo sem rúman faðm inn í rákina,
virtist þar vera slétt berg eða klöpp um hálfan feðm-
ing á breidd, og sá þar niður yfir allt bergið ofan í
skriður, og ill-geng rákin sitt hvorum megin við klöpp-
ina. Var því engin Ieið að hlaupa þama yfir. Ekki var
heldur hægt að fóta sig á klöppinni án þess að styðja
sig við bergið fyrir ofan. En er kom lítið eitt inn fyrir
fláa þennan, var þar mosabrekku-flái allvíður, sennilega
um 20 metra inn í rákarbotn.
Hér var ókleift að komast inn í rákina. En með því að
festa snæri um steinsnös rétt uppi yfir og Iáta það hanga
niður á klöppina, gat ég notað það sem handvað yfir
hana. Þó var mér ljóst, að varasamt myndi að treysta
algerlega á snærið.
Allt gekk þetta samt vel yfir klöppina. En í sömu
svifum kemur sauðurinn á rokna spretti og stefnir beint
á mig. Þarna gefst ekkert undanfæri. Ég gat hvorki vikið
mér neitt undan, né sauðurinn komizt fram hjá mér.
Var þá ekki annað sýnna, en að ég hlyti að hrapa ofan
fyrir a. m. k. um 200 metra hæð, því að ekki myndi
nokkur leið að standast áhlaup sauðarins, þar sem naum-
ast var gengt lausum manni. í ofboði þreif ég upp f
bergið, sem víða var mjög laust, og varð fyrir hendi
mér laus steinn, sem ég naumast gat einhent, og nú
þeytti ég honum af þeirri orku, sem ég hafði aðstöðu til,
og hitti hann á millum horna sauðarins, en hann var
stórhyrndur haustgeldingur. Gerði steinninn það að
verkum, að sauðurinn hentist ofan í mosa-fláann, og
mátti nær engu muna, að hann færi ekki fram af og
ofan fyrir, og blóðboginn stóð fram úr nösum hans.
Ég fór svo fyrir sauðinn og rak hann úr fláanum og
vonaði, að nú myndi allt ganga vel. Ég tók í snærið til
að handstyrkja mig á ný yfir klöppina, en er ég er
kominn nær miðja leið, finn ég að steinsnösin, sem
snærinu var brugðið um, gefur eftir, og er viðbúið, að
hún hrapi ofan á mig. Ég sleppi snærinu, og steinsnösin
hangir, þótt hún hallaðist töluvert. En hvernig á ég nú
að komast yfir um? Það eru aðeins tærnar, hnén og
fingurgómarnir, sem ég hangi á við klöppina, og þó
finn ég enga festu fyrir neitt' af þessu. Éini vegurinn
var að reyna að mjakast áfram með hægð. — Það tæki
fljótt af, gæfi eitthvað eftir. — Með Guðs hjálp fikaði
ég mig áfram, þumlung eftir þumlung. Og yfir komst
ég — og var það ekki mér að þakka.
Sauðinn vildi ég ekki skilja eftir lifandi, svona illa
leikinn eftir mig. En það fór þó svo slysalega, að hann
hrapaði ofan fyrir. Var það honum þó sársaukalaust,
því að hann kom hvergi við fyrr en neðan við alla
kletta. Þar kom hann niður á sléttan stein og varð að
klessu.
II.
Á þorra rétt eftir aldamótin síðustu var ég að leita
að kindum, er vantaði eftir snjóbyl, sem snögglega brast
á. Undanfarið hafði verið gott veður, og fé því lítið
haldið við hús í þá daga, og því síður gefið hey, þegar
vel viðraði.
Leið mín lá upp klettabelti hér inn með Lómagnúp
að vestanverðu, og þurfti að fara um bratta hvamm-
kvos, sem skeflt hafði fulla í bylnum. Þegar ég var
kominn spölkorn út í skaflinn, fann ég að gömul fönn
var undir nýja skaflinum, og ætlaði ég því að snúa við
og reyna fyrir mér á öðrum stað, því að skaflar vilja títt
losna (hlaupa), þegar rás myndast þvert vfir þá.
í sömu andránni fer skaflinn af stað og tekur mig
auðvitað með sér, en sökum þess að ég var utarlega í
skaflinum, lenti ég þar í þröngri klettaskoru. Var hún
svo þröng, að ég hefði naumast komizt niður úr henni
sjálfviljugur nema með því að renna mér á hliðinni.
(Framhald á bls. 14).
12 Heima er bezt