Heima er bezt - 01.01.1959, Blaðsíða 43
279. Nei, þetta var alveg ófært! Hvað
sem það kostar verð ég að sporna við
því, að mennirnir neyði húsbónda minn
til að drekka með sér brennivínið. Ég
þýt til og þríf glasið, er annar réttir að
Nikulási, og skvetti úr því á gólfið.
280. Maðurinn glápir á mig stundar-
korn steinhissa og verður síðan bálreið-
ur. Hann þrífur þrælslega aftan í treyju-
kraga minn, dregur mig fram að dyrum,
hrindir mér út fyrir og skellir svo aftur
hurðinni.
281. Úti er ennþá hvassara en áður og
hellirigning. Hvað á ég nú til bragðs
að taka? Ég hleyp ofan að sjónum í
þeirri von, að Ólafur fiskimaður sé ef
til vill ekki farinn ennþá. En það var
um seinan.
282. Þegar ég kem ofan eftir sé ég
það, að ég kem of seint. Langt undan
landi sé ég vélbátinn á fullri ferð burt
frá eynni. Ég reyni að kalla, en það
er allt of langt. Ég reyni að veifa til
Ólafs með tusku...
283. Ég sé, að hann veifar á móti. En
hann heldur víst, að ég sé að veifa í
kveðjuskyni og heldur áfram. Ég ríf þá
tuskuna í tvennt og festi hvorn hluta
á sprekbút og fer svo að senda merki:
Hjálp, hjálp, hjálp!
284. En hvað ég er heppinn að hafa
verið KFUM-skáti og lært að senda
merkjamál! En skyldi nú Ólafur skilja
merkin? Jú, ekki ber á öðru. Hann snýr
bátnum í skyndi, stendur upp og veifar
svo til mín.
285. Eftir stutta stund er báturinn
kominn að bryggju og Ólafur stekkur
á land. Ég segi honum í flýti, hvernig
komið sé og bið hann blessaðan að
hjálpa mér að bjarga Nikulási.
28. Ólafur er sjálfur mesti reglumaður,
og honum þykir bara vænt um að geta
nú hlaupið undir bagga með mér. Við
hlaupum í spretti upp að húsinu, og
Ólafur gægist þar inn um gluggann.
287. Það fýkur heldur en ekki í hann
við það, sem hann sér, og hann kreppir
hnefana. Annar þorparinn hefur tekið
um herðarnar á Nikulási og reynir að
neyða brennivíninu ofan í hann.