Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1960, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.07.1960, Qupperneq 6
Kvöld við Svarthöfða. hinni þvrnum stráðu braut, sem gera mátti ráð fyrir að fram undan væri fyrir ungt skáld, sem var að sækja fram til sigurs. En víst er um það, að þessi þungi dóm- ur olli því, að Björn lagði Ijóðagerðina á liilluna að mestu. Samt á hann í fórum sínum sitthvað af ljóðum, sem margur mundi telja sig vel sæmdan af að hafa ort. En í kyrrþey heitstrengdi hann að gerast rithöfundur, og að heyja sitt stríð að því marki einn og í hljóði, unz hann hefði náð fullum þroska. Því heiti var hann trúr, og lét hann því naumast nokkurn staf frá sér fara á prenti fyrr en bókina Hamingjudaga 1950, er hann var hátt á fimmtugsaldri. En með henni kom hann, sá og sigraði hugi þeirra, sem unnu töfrum ís- lenzkrar náttúru og fegurð tungu vorrar. Síðan hefur hver bókin rekið aðra, Að kvöldi dags 1952, Vinafund- ir 1953, Vatnaniður 1956 og Örlagaþræðir 1958. IVIá slíkt kallast vel af sér vikið á tæpum tug ára, þar sem þó er um að ræða hjáverkastörf frá allmiklum bú- rekstri og þreytandi barnakennslu. í öllum þessum bókum, nema hinni síðustu, er flétt- að saman endurminningum úr reynslu höfundar og skáldskap. Þær leita ekki langt til fanga og eru líkar um margt, en þó hver með sínum hætti, og alltaf færir hann lesandanum eitthvað nýtt. Vinafundir fjalla um samskipti hans við náttúruna fremur öðrum bókum hans. Sýnir sú bók bezt, hvers íslenzk náttúruvísindi hafa misst við það, að Björn gerðist ekki verkamaður í víngarði þeirra. Og sú er trúa mín, að fátt hafi verið skrifað um náttúru lands vors, sem betur sé fallið til þess að vekja áhuga og opna augu manna fyrir dásemd- um lífsins í náttúrunni umhverfis þá. Bókin Vatnanið- ur er eins konar handbók laxveiðimanna. Eru þar bæði hagnýtar leiðbeiningar fyrir þá, sem þá íþrótt stunda og ýmsar frásagnir af háttum laxins, en kryddað með smásögum af öðru tagi. Svo haglega er með efnið far- ið, að jafnvel þeir, sem áhugalausir eru um veiðiskap,. fylgjast með af alhuga og þykir bóldn of stutt, þegar hún er á enda lesin. En þótt leiðbeiningar hennar séu mikils virði í því efni, að kenna mönnum að veiða lax, er þó meira vert um þann þáttinn, sem sýnir með hverju hugarfari menn skuli stunda veiðarnar, ekki til þess að þjóna græðgi eða drápgirni, heldur sem íþrótt og nautn af samvistum við hina ósnortnu náttúru. Þeir veiðimenn, sem ganga að veiðunum með hrottaskap og yfirlæti fá þar maklega ádrepu og háðulega meðferð, enda munu Birni fáar manngerðir ógeðfelldari. Bækurnar Hamingjudagar og Að kvöldi dags eru jöfnum höndum endurminningar höfundar og hreinn skáldskapur, með ívafi íslenzkra ævintýra. Eru margar sögurnar þar svo haglega unnar að unun er að lesa. Fer þar saman tær skáldskapur, Ijóðræn mýkt og al- vöruþungi blandaður góðlátlegri glettni. Það hefur verið fundið að bókum Björns, að í þeim gætti of mik- illar viðkvæmni og tilfinningasemi. Alá vera, að svo sé Björn með veiðistöngina. íhugull veiðimaður. 222 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.