Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1960, Qupperneq 17

Heima er bezt - 01.07.1960, Qupperneq 17
Sjálfs-frásögn... Framhald af bls. 230.---------------------------- xnjólkaði kú og lét mig drekka spenvolga nýmjólkina. Það þoldi ég ekki og seldi henni upp aftur. Sagðist ég þá helzt vilja fara að sofa. Svaf ég síðan í fjóra tíma. Þorðu þau ekki að láta mig sofa lengur í einu, en illa gekk að vekja mig. Þegar ég vaknaði, var ég allhress, hafði ágæta matarlyst og borðaði vel. Er ég hafði mat- azt, vildi ég rjúka af stað heim, því að ég vissi að fólk var orðið hrætt um mig, en bóndi aftók með öllu að ég færi fyrr en næsta dag. Sagðist hann þá skyldi reiða mig yfir Hofsá. Morguninn eftir lagði ég leið mína ofan dalinn út að Bakkakoti; þar var þá ferja á Jökulsá, nefnilega kláfur. Þar var enginn heima, sem gat ferjað mig, kon- an ein með börnin. Sagði hún mér heimilan kláfinn, ef ég gæti komizt einn yfir á honum, mætti hann verða eftir hinum megin. Fann ég kláfinn eftir tilvísun henn- ar og gat dregið mig yfir á handvaðnum. Þurfti ég að koma að Ytri-Svartárdal og skila úri því, sem ég fékk lánað þar, til að hafa í ferðinni, en hafði aldrei litið á. Þegar ég kom þangað, þóttust allir, sem sáu mig, hafa heimt mig úr helju. Gisti ég þar um nóttina. Hafði ég nú fréttir að heiman. Frétti ég að Jóhann væri búinn að útvega þrjá menn til að leita að mér. Skyldu þeir leita í öllum kofunum á heiðinni, ef ske kynni að ég lægi þar lífs eða liðinn. Voru mennirnir þeir Ófeigur Björnsson, bróðir Helga á Anastöðum, Jóhannes gamli frá Reykjaseli og Björn Bjamason frá Hóli í Tungu- sveit. Hafði ég spurnir af því, að þeir gistu á Ánastöð- um þessa söniu nótt og ég var í Ytri-Svartárdal og væru á frameftir leið. Vildi ég nú reyna að ná þeim á Ána- stöðum áður en þeir færu þaðan. Fór því af stað í dög- un morguninn eftir. Náði ég þeirn þar og varð nú held- ur fagnaðarfundur. Var Helgi orðinn mjög órólegur út af mér; neytti hvorki svefns né matar. Kenndi hann sér um, hvernig farið hafði, því að hann átti að sjá til með mér, þar sem ég var ókunnugur á heiðinni, en ekki var það hans sök, hvernig fór. Þegar hann hitti mig ekki á Hraungarðshausnum, þar sem við vorunt sammæltir, fór hann og leitaði í kof- unum. En þegar það bar engan árangur, var ekki um annað að gera fyrir hann, en að reyna að ná til byggða. Fór hann síðan austur Litlasand um nóttina og var kominn í dögun niður í Ölduhrygg. Sagði hann að slíkt ólátaveður hefði verið á sandin- um, að hann átti fullt í fangi með að koma merinni áfram, og ekki öfundaði hann neinn af því, að vera upp við jökla í þvílíku veðri. Taldi hann, og fleiri kunnugir menn, að hnjúkur sá, er ég lét fyrirberast undir um nóttina, þegar mig dreymdi drauminn, hefði verið svoldilluð Sáta undir jökli. Helgi skrifaði nú bréf til Jóhanns á Brúnastöðum um að ég væri kominn þangað heilu og höldnu og til- BARNAGETRAUN Nú dugar ekki að leggja árar í bát, krakkar mín- ir, því að nú er til mikils að vinna. Þið munið að það er fallegt og vandað skrifborð frá „Valbjörk h.f.“ á Akureyri, í verðlaun fyrir að sigra í dýra- fræðileiknum okkar. Það er því um að gera að taka þátt í leiknum. Um daginn glímdum við við sjálfan konung dýr- anna, en nú skulum við fá að heyra eitthvað um ap- ana. Eins og þið vitið, þá eru til margar tegundir af öpum, allt frá mannöpum niður í apaketti, og hér segir Jónas Jónsson ykkur frá einni þeirra. „..........lifir nú í frumskógum Vestur-Af- ríku. Er hann á hæð við meðalmann, en miklu gild- ari og sterkari; dökkur á lit, allur kafloðinn nema andliitið neðan augnabrúna, lófar og iljar. Nefið lágt og flatt. Munnurinn víður og flár, með geig- vænlegum vígtönnum. Hálsinn digur. Handleggirn- ir furðu lansrir.....o;en2:ur nokkuð álútur og styður hnúunum niður. Þessir apar eru venju- lega í smáflokkum, hjón með nokkur apabörn, eða einn api með nokkrar apynjur og börn þeirra. Hóp- ar þessir ráfa um skógarlöndin meðan dagur endist. Ef á þykir skorta með aldini í skógunum, leitar ........ á ræktarlönd svertingjanna, einkum sykurreyrinn, og gera þá talsverðan usla.“ Getið þið nú svarað spurningunni: Hvaða apateg- nnd er það sem Jónas er hér að fræða ykkur um? Er það: órangútan, simpansi, gorilla eða Gibbon? 2...................................... í næsta hefti kemur svo þriðja og síðasta spurn- ingin í þessari getraun. Við vonum að þið standið ykkur nú vel og að þið hafið gaman af að spreyta ykkur á að þekkja þessi dýr sem iuu er að ræða. Svörin sendið þið svo ekki fyrr en þið hafið fengið þriðju spurninguna í næsta tölublaði. kynnti honum um leið, að ég yrði hjá sér á Ánastöð- um í fjóra daga, til þess að ná mér eftir hrakninginn. Þegar bréfberinn kom að Brúnastöðum, var Jóhann að enda við að skrifa bréf til foreldra rninna, sent þá voru á Vatni, og tilkynna þeim, að vonlítið væri um, að ég hefði komizt af. Var ég síðan á Ánastöðum í fjóra daga í bezta yfir- læti. Var ég ókalinn að mestu, aðeins lítillega á eyrum, kinnbeinum og úlnliðnum; kenndi mér annars einskis rneins. En það illt hafði ég af hrakning þessum og villu, að ég tapaði mikið rninni og hef ætíð síðan verið ómögu- legur að rata. Ritað á páskadaginn 1935. Heima er bezt 233

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.