Heima er bezt - 01.07.1960, Blaðsíða 29
ISLENZKT GÖLFTEPPIFRÁ „VEFARANUM"
IVERÐLAUN . TAKIÐ ÞÁTTI GETRAUNINNI
í síðasta blaði birtist fyrsti þátturinn í nýrri verð-
launagetraun*fyrir áskrifendur „Heima er bezt“, og
eins og ykkur er nú kunnugt, þá eru verðlaunin
4.
ekki af verra taginu, tólf fermetra, glæsilegt gólf-
teppi frá hinu viðurkennda fyrirtæki „Vefaranum“
h.f., Kljásteini, Mosfellssv., að verðmæti kr. 4800.00.
Nú er því um að gera að vera með frá byrjun og
láta ekki happ úr hendi sleppa.
Eins og skýrt var frá í júní-blaðinu, er getraunin
í því fólgin að þekkja myndir af nokkrum kunnum
þjóðskörungum, sem allir góðir íslendingar ættu að
kunna nokkur deili á. í hinni fróðlegu og skemmti-
legu bók Jónasar Jónssonar frá Hriflu, „Aldamóta-
menn“, eru sögð æviágrip allra þessara manna.
í síðasta hefti birtum við myndir af tveimur merk-
u,m „Aldamótamönnum“, og hér sjáið þið aðra tvo
í viðbót. Hverjir eru þeir?
Skúli Thoroddsen
Trvggvi Gunnarsson
Elín Briem
Magnús Stephensen
Hannes Hafstein
Þorsteinn Erlingsson
Stefán Stefánsson, skólameistari
Arnljótur Olafsson
Þorbjörg Sveinsdóttir
Benedikt Sveinsson
Björn Jónsson
Valtýr Guðmundsson
Getraunin verður í þremur tölublöðum, myndir af
tveimur „Aldamótamönnum" (eða konum) í hverju
blaði. — Þegar þið eruð viss um að þekkja alla sex
mennina, sem myndir verða birtar af, þá sendið þið
svörin í lokuðu umslagi, merkt „Aldamótamenn“,
til „Heima er bezt“, pósthólf 45, Akureyri.
Munið að það er til mikils að vinna. Gólfteppi frá
„Vefaranum“ h.f. er unnið úr íslenzkri ull af ís-
lenzkum kunnáttumönnum og glæsileg prýði á
hverju íslenzku heimili. Hver veit nemá einmitt þú,
lesandi góður, verðir hinn lánsami sigurvegari í
getrauninni.
Heima er bezt 245