Heima er bezt - 01.07.1960, Side 12

Heima er bezt - 01.07.1960, Side 12
annast mundi alla meðferð á Magnúsi. Við treystum því, vinir Magnúsar, og fórum að sofa, eftir að hafa hlýtt á beygingu sagnarinnar „að kala“. Ég fór tímanlega á fætur að morgni, til þess að vita hvernig vini mínum liði. Þegar ég kom inn í borðstof- una, sat Magnús þar með fætur niður í stampi með klakavatni. Voru þá sokkarnir lausir orðnir. Olafur sat þar hjá honum með koníaksflösku fyrir framan sig, sem lítið var þá orðið eftir í. Hann bauð mér þegar bragð, og sagði meðal annars, að aldrei hefði hann þekkt ann- an eins þrákálf eins og Magnús. Þarna hefur hann setið í alla nótt með fæturna á kafi í klakavatni, „en hvernig sem ég hef farið að, hefur mér ekki tekizt að koma einuftr dropa ofan í hann úr flöskunni. Það er nú meiri stillingin“. Stuttu seinna kom Stefán þarna. Hann fékk nú Ólaf til að fara upp og hvíla sig, en hann var þó tregur til, fyrr en séra Davíð væri kominn, til að messa. Útkoman af þessu kali varð sú, að Magnús slapp með ofurlítið skinnkal, og gat brátt dansað og gengið eins og við hinir. Lítið held ég honum hafi leiðzt nóttina, sem Ólafur sat yfir honum í borðstofunni. Og fyrir þessar aðgerðir slapp hann auðvitað svona vel frá kal- inu. Stefán var líka laglegur í sér við smáaðgerðir. Man ég það, að haustið 1900, er ég kom í Möðruvelli, hafði ég fengið skeinu á fingur um borð í dallinum, sem ég kom með norður. í þessu gróf, og hafði ég varla hend- ur í lagi. Stefán sá þetta, og bauðst til að laga það. Hann færði út úr þessu og batt síðan um, svo að þessi eymsl greru á skömmum tíma. Næst vil ég minnast ofurlítið á Halldór Briem, sem lengi var kennari á Möðruvöllum. Hann hafði átt í fyrstu að kenna bæði söng og leikfimi, en var til hvor- ugs fær.#) Um þetta leyti var hann löngu hættur að kenna þetta, en kenndi dönsku og stærðfræði. Þótt hann væri allra kennaranna fjölfróðastur, þá hafði hann þeirra minnst lag á að kenna eða umgangast nemendur. Hann var sí-nöldrandi við þá, sem ekki gátu svarað öllu rétt, sagði þá stundum: „No, þetta eiga menn að vita, þegar þeir koma í tímann.“ Sumum fannst þá þýðingarlítið að koma í tíma, ef menn vissu allt áður. Svo hafði hann ýmsa kæki, sem brosað var að, eins og til dæmis að kalla alla litla, enda þótt þcir væru nær þriggja álna menn. Þá mátti hann aldrei heyra talað um neitt, sem laut að kynfærum. Eftir fyrri veturinn var hann með nuddi sínu og nöldri búinn að fá flesta neðri bekkjar sveina á móti sér, og var víst jafnan heldur illa liðinn af efri bekk- ingum, sem munu stundum jafnvel hafa reynt að kæra hann, og koma því til leiðar, að hann yrði rekinn frá skólanum, en út í það skal ekki farið hér. Hins vegar vil ég geta hér umsagnar Þorsteins Jóns- 1) Um þetta getur í riti Sigurðar GuSmundssonar, „Norð- lenzki skólinn, og vísast hér til þess, sem þar segir um þetta mál. sonar, sem um 9 ára skeið hafði verið ráðsmaður hjá Stefáni, þegar ég var þar. Hann varð seinna bóndi á Bakka í Öxnadal, og þar búa nú mannvænlegir synir þeirra hjóna í dalnum. Steini ráðsmaður, eins og hann var æfinlega kallaður, sagði mér eitt sinn þetta: Ég hef spurt Briem að því nú síðastliðin níu ár um hátíðaleytið, hvernig þeir væru nú þessir nýju menn, sem komið hefðu í skólann í haust. Svarið hefur alltaf verið hið sama: „Það eru þó ágætir rnenn, þeir eru mik- ið betri en þeir, sem komu í fyrra“. Þó kom það fyrir, að Briem gat tekið létt á yfirsjón- um. Það kom fyrir báða vetur mína þarna, að Briem var lasinn dag og dag, og kom þá vitanlega ekki í tíma. Seinni veturinn minn bar svo við, víst stuttu fyrir brun- ann, að sá kvittur kom upp, er hinir síðustu voru að klæðast í mínu lofti, að Briem mundi veikur vera, en hann átti fyrsta tíma í efri bekk þennan dag. Ég hef einatt morgunsvæfur verið og latur fyrri hluta dags. Mér þóttu þetta því góð tíðindi og flýtti mér nú ekk- ert að klæðast og matast. Samt fór ég nú að því loknu inn í minn bekk, og segi, er ég hafði opnað þar dyr lítt hæversklega. Nú erum við heppnir, að Briem skuli vera veikur. Við þurfum ekki mikið að lesa í dag. Um leið tek ég eftir því, að drengirnir sitja hljóðir í sætum sínum, og þegar ég litast betur um, sé ég að Briem sit- ur við kennaraborðið. Hann hafði auðvitað heyrt og séð til mín, en segir nú með góðlátlegu glotti: „No, Gísli litli, kemur þú heldur seint í tímann“. Mér varð líkt og vikið væri löðrungi. Ég skreiddist svo lítið borubrattur í mitt sæti, og þóttist góður að fá ekki meiri skell af þessu. Ég hafði ekld lengi setið, er hurðinni var hrundið upp í vegg svo hvín í, og inn ganginn með borðend- unum hleypur maður með leðurhúfu á höfði með eyma- sneplum ófestum, sem stóðu út í loftið eins og vængir. Þegar hann er kominn inn að kennaraborðinu inn við stafn, stekkur hann upp í loftið og segir: „Nú er ég til.“ Þessi piltur hét Björn, úr neðri bekk, og jafnan kall- aður Björn Isfirðingur, til aðgreiningar frá nöfnum sín- um í efri bekk, sem voru einir þrír. Hann ætlaði inn á Akureyri þennan dag. Við höfðum beðið hann að koma við hjá okkur áður hann færi, því oft vanhagaði um eitthvað. Þetta var mesti greiðamaður og fjörkálfur mik- ill. Hann hafði heyrt, að ekld væri tími í efri bekk, og tók ekki eftir neinu, fyrr en Briem segir rétt við nefið á honum: „No, hvert er þá Björn litli að fara?“ Mér er minnisstæðast hvað maðurinn breyttist fljótt. Þegar hann heyrði til Briems, tók hann að stynja upp afsökunarorðum, en hætti við hálfsagðar setningar, byrjaði á ný, en það fór á sömu leið. Rölti svo út á seinagangi, mjög ólíkum því fasi, sem hann bar, er hann kom. Mig minnir, að Björn þessi væri Guðmundsson og væri frá Hnífsdal. Hann mun hafa stundað sjó, og farizt við sjósókn löngu síðar, eftir því sem einhver að vestan hefur sagt mér. (Framhald). 228 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.