Heima er bezt - 01.04.1962, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.04.1962, Blaðsíða 7
Eitt sinn snemma vetrar sendir hann þá Lárus, Þor- stein og yngsta soninn, er Eysteinn hét, í eftirleit á heiðina. Veður var gott og farið af stað fyrir birtingu. Allir voru þeir ungir að árum. Þegar fram á daginn ltorn, spilltist veður, og gerði dimmviðri með snjó- komu. Varð þá móðir þeirra dálítið kvíðafull um heimkomu drengjanna, og talar um það við bónda sinn. Þá svarar Björn: „Steini nær í Eyja, en Lalli kemur ‘heim.“ Hann treysti mest á Þorstein, sem var elztur, að hann gæti bjargað Eysteini, en Lárusi myndi af með- fæddri ratvísi og kjarki ekki verða ráðafátt, enda varð sú raunin á í það sinn. Árið 1910, sér Björn, að eigi verður nóg olnboga- rúm fyrir þá feðga alla í Grímstungu. Þá um vorið flytur hann að eignarjörð sinni Orrastöðum á Ásum, og með honum fara 2 synir hans, Sigurgeir og Ey- steinn, og dóttirin Vigdís. Sigurgeir var elztur þeirra bræðra. Þeir bræður, Lárus og Þorsteinn, taka við Gríms- tungu, og byrjar það ár nýr þáttur í sögu Grímstungu, og búenda þar. Báðir áttu þeir þá orðið drjúgmargt af fé, sem þeir áður komu í fóður annars staðar eftir ástæðum. Björn faðir þeirra átti það vor óhemjumikl- ar heyfyrningar, svo talið var nær 1500 hestburðir, og seldi hann þeim eitthvað af því en setti fé á sumt næsta vetur. Fénu fjölgaði fljótt hjá þeim bræðrum, svo fljót- lega sáu þeir, að Grímstunga væri ekki tvíbýlisjörð við þeirra hæfi. Eftir 3 ár keypti Þorsteinn jörðiná Öxl í Þingi og fluttist þangað, en Lárus sat eftir á hinu farsæla höfuðbóli, og eigi efa ég að hann hefur frá því hann sleit barnsskónum í Grímstungu verið búinn að festa þar djúpar rætur, og hlegið hugur í brjósti að eiga framtíð sína á þeirri jörð, sem hentaði svo vcl skapgerð hans og stórhug. Nú var fljótlega hafizt handa með aukna ræktun og túnasléttur í stærri stíl, en venja var, enda hafði faðir hans, sinnt litið um túnasléttur; en lagði kapp á „Heimagerð brú. Björn Eysteinsson. að halda túni í góðri rækt, því áburður var mikill frá fénu, og taða dýrmætt fóður með beitinni. Vorið 1914 gerði Lárus fyrstu stórframkvæmdina í Grímstungu. Það vor byggir hann vandaða girðingu, 7 km langa, á milli árgiljanna, á merkjum afréttar og heimalands. Þessi mikla girðing bæði varnaði afréttar- fénaði í heimaland og auðveldaði gæzlu sauðfjár haust og vor. Sauðfjárbóndinn. Heimalandið var með þessari girðingu að mestu ein- angrað frá samgangi við annað fé eða hross. Nú var hægt að nota landið betur til beitar, með útilegu á fénu fram eftir vetri, því fenningarhætta er þar lítil. Ekki hefur verið venja Lárusar, að smala fé sínu sam- an við fyrstu vetrarhríðar, nema mikið lægi við, svo oftar hefur það verið á útigangi fram til hátíða, og allt til áramóta, er fengitími hófst. Með hækkandi sól og góðu útliti í marz og apríl, hefur féð fengið að njóta útivistar flest vor, nema ef komið hafa stór áfelli. Oftast hefur þetta farið farsællega, þótt ýmsum hafi þótt djarft teflt, og margir búendur í dalnum hafi á sama tíma haft fé á fullri gjöf, fram til þess er jörð fer að gróa. Fullyrða má, að Lárus í Grímstungu hefur flest sín búskaparár átt arðgott og kynbætt fé, enda hinn mesti áhugamaður með ræktun búpenings. Heima er bezt 115

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.