Heima er bezt - 01.04.1962, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.04.1962, Blaðsíða 6
Það er hcegt að bjarga sér á ýmsan hátt. Netbrú á Alku. kom í hús að kvöldi. Þegar þeir Þorsteinn og Lárus höfðu náð 8—9 ára aldri, varð hlutskipti þeirra stöðug fjárgæzla, frá hausti til vordaga. Myndu nútíma ung- lingar vart þola svo hart uppeldi, eða útiveru, í mis- jöfnum veðrum. Vafalaust hafa heimaunnu ullarfötin bjargað heilsu þeirra og lífi. Björn mun hafa átt um 700 fjár síðari árin í Gríms- tungu, og var fénu ætíð beitt í 2 hópum, og þeir bræð- ur fylgdu hvor sínum hóp til haga, því eigi máttu hóp- arnir ruglast saman. Við því lágu ströng viðurlög. Veiðimennska var þeim strax í barnæsku í blóð bor- in, og urðu þeir fljótlega afburða veiðimenn, bæði með byssu og veiðinet, eða létu hendur einar duga til fanga. Orð fór af því, að lög um friðun fugla hefðu eigi ver- ið mikið lesin í Grímstungu af þcim bræðrum eða föð- ur þeirra, þótt þessi vísa úr bændavísum um Vatns- dælinga hafi aðra orðanna hljóðan: í Grímstungu auðsældar Auðna ræður sæti. Fuglalögin friðunar, fá þar eftirlæti. Vor- og haustsmalanir voru mjög langar í Gríms- tungu, og sauðfjár alltaf gætt eftir síðari göngur og oftast farið fótgangandi, enda munu þess nær einsdæmi, að þolnari göngumenn finnist, en þeir Grímstungu- bræður voru, strax ungir. Þessum eiginleika hefur Lárus í Grímstungu haldið fram á þennan dag, svo ég býst við að enn sé svo, að margir ungir og frískir menn, myndu fá sig fullreynda, að fara gangandi í misjöfnu færi í eftirleit á Grímstunguheiði með honum, þótt rúmlega 70 ár séu að baki. Fyrstu aurarnir sem þeir bræður komust yfir munu að mestu hafa verið fyrir fuglaegg á vorin, sem þeir blésu úr og seldu síðan. Voru sumar tegundir í háu verði. Svo fundu þeir mikið af mófuglaeggjum í vor- smalaferðum, að þeir báru þau heim í sokkum og brók- arskálmum, í sumum tilfellum. Marga glæfraferðina fóru þeir í hinum hrikalegu klettum til að komast í fálkahreiðrin, sem voru oft 3—4 á ári í Grímstungugiljum. Djarfast mun þó í það skiptið farið, er þeir höfðu þá aðferð í hengiflugs- klettum á mjórri syllu, að Þorsteinn klifraði upp á axl- irnar á Lárusi og seildist í smáskúta eftir eggjum úr falkahreiðri. Fyrsta kindin sem Lárus eignaðist var óskilalamb í síðustu skilarétt, sem hann keypti á uppboði fyrir 3 krónur og fimmtíu aura. Þegar heim kom, fannst föð- ur hans fátt um og spurði hvernig hann ætlaði að borga þetta. Þessi fyrsta kindaverzlun Lárusar, er raunverulega táknræn, því það má teljast upphafið, að einu stærsta sauðfjárbúi á landinu. Ég vil til gamans, tilfæra hér smásögu, sem er sýnis- horn bæði um dirfsku Björns og það traust er hann hafði á ratvísi stráka sinna: 114 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.