Heima er bezt - 01.04.1962, Blaðsíða 17
litla, fagra og kyrrláta bæ, Sórey á Sjálandi,1) og gegn-
ir lektorsembætti um þessar mundir við „akademíið“
og kennarastörfum við lærða skólann þar. Þeir Jónas
og Steenstrup höfðu kynnzt á háskólaárunum í Kaup-
mannahöfn og tengzt vináttuböndum. Steenstrup hafði
ferðazt tvö sumur um Island i rannsóknarskyni, og
Jónas verið með honum á því ferðalagi seinna sumar-
ið. Nú höfðu þeir vinirnir í hyggju að vinna saman
úr rannsóknum sínum frá þessum íslandsferðum.
í bréfi til Steenstrups, vinar síns, dagsettu í Kaup-
mannahöfn 23. júní 1843, víkur Jónas að þessari fyrir-
ætlun og segir m. a.:
— Tak for dit Brev og sig mig saa omtrent, naar jeg
skal komme. Hvis du ikke alt vidste det i Forvejen
vilde jeg nú fortælle dig som en Sag af Vigtighed, at
jeg er bleven meget fed og nærved at smelte i den
kære Sommer, alligevel holder jeg mig temmeligt tapp-
ert eftersom jeg er en stor Ven af Lys og Varme. Vi
har dog en Del at arbejde sammen, naar vi fprst tænker
os ret om, og desuden trænger jeg specielt til din
prpvede, aandelige Bistand, for at fange og kultivere
en Mængde forvildede Fakta og Forestillinger, som
Ipber l0se blandt hinanden i mit ellers fortræffelige
Hovede. —
Þó að Jónas beri sig karlmannlega í bréfinu og seg-
ist vera orðinn svo feitur, að hann bráðni næstum í
sumarhitanum, er fjárhagur hans þó ekki blómlegri en
svo, að nokkrum dögum seinna, hinn 14. júlí 1843,
skrifar hann Jóni Sigurðssyni forseta svohljóðandi bréf:
Klæðabúðum,2) 3. hús, 2. 1. 14/7 ’43.
Jón minn!
Ef þú gætir með nokkru móti léð mér svo sem 1 eða
2 dali, væri mér mesta þökk á; ég sit í fullkominni
sveltu, af því horngrýtis Rkm. (Rentukammerið)
dregur mig. Verði ég svo óheppinn, að stelpan nái þér
ekki heima, þá ætla ég að biðja þig blessaðan að senda
mér einhver skeyti með Sörni í fyrra málið.
Þinn
J. Hallgrímsson.
1) Dr. Matthíasi Þórðarsyni farast m. a. svo orð um Sórey í
ævisögu sinni um Jónas Hallgrímsson: „Sórey er yndislegur smá-
bær inni í miðju Sjálandi, um 75 km fyrir útsunnan Höfn.
Hann er nú eltki á ey, eins og nafnið bendir til og eins og hann
var í fomöld, en hann stendur við allmikið stöðuvatn. Skógar
eru umhverfis og náttúrafegurð mikil, einkum þegar allt er í
blóma. — Á miðöldunum var munkaklaustur í bænum og lét
Absalon erkibiskup reisa þar merkilega kirkju, sem stendur enn
í dag, og þar var hann jarðaður og mörg önnur stórmenni fyrr
og síðar. — Einnig er svo sagt, og haft eftir Brynjólfi biskupi
Sveinssyni, að Ögmundur biskup Pálsson hafi verið grafinn að
þeirri kirltju. — Fyrrum var þar aðeins „akademí"; við það
hafði Jón Eiríksson verið prófesspr 1759—71.“
2) Klæðabúðir: Gatan, sem Jónps bjó við, nefndist á dönsku
Klædeboderne. (2. 1. merkir loftið í húsinu, þar sem Jónas bjó>.
En nú er mestu bágindum og fjárhagsáhyggjum
Jónasar lokið í bili. Hann er á leið til vinar síns í Sór-
ey, og Kaupmannahöfn er að baki. Framundan eru
margar, langar sælustundir við hugljúft starf og margs
konar gleðskap og skemmtanir í fögru umhverfi meðal
glaðværra vina. Það er því eðlilegt, að skáldinu sé létt
í skapi og gleði og hýra skíni úr stórum, brúnum aug-
unum, er það situr í póstvagninum þennan sólfagra
síðsumarsdag og virðir fyrir sér unaðslegan gróður
Sjálands. Jónas hugsar gott til þess að dveljast um sinn
í ró og næði við hið kyrrláta, skógum kringda stöðu-
vatn, sem Sórey stendur við, róa um vatnið og reika
um skógana, en horfa þess á milli yfir hina „lifandi
kornstangamóðu“, sem bylgjast í blænum á hinum
frjósömu, sjálenzku ökrum. Þarna getur hann áreiðan-
lega komið miklu í verk, fyrst og fremst fengizt við
islandica með Steenstrup, en ef til vill líka komið betra
lagi á hið erfiða, en heillandi og stórbrotna verk, ís-
landslýsinguna, sem enn er í hálfgerðum brotum. Og
þess á milli, þegar bezt liggur á honum, getur hann
svo máske fléttað fáeina ljóðasveiga til Fjallkonunnar
í norðri, sem ávallt er hjarta hans kærst, og einnig til
hennar, sem þar þreyr, og hann harmar alla daga.
II.
A dögum Jónsar Hallgrímssonar, á fyrri hluta 19.
aldar, höfðu menn ekki uppgötvað né tekið hin dá-
samlegu og mikilvirku fréttatæki nútímans í þjónustu
sína. Þá þekktist hvorki sími né útvarp né önnur þau
tæki, sem nú þykja sjálfsögð og ómissandi. Helzta
fréttatæki þess tíma var sendibréfið, sem um aldaraðir
hafði gegnt því mikilvæga hlutverki, að bera boð milli
manna og flytja hugsanir þeirra. Og svo er sendibréf-
unum fyrir að þakka, að í þeim hefur varðveitzt marg-
víslegur fróðleikur, sem hvergi hefði annars verið
skráður og glatazt hefði því komandi kynslóðum, hefði
hann eigi verið skráður í sendibréfsformi. Af gulnuð-
um og máðum síðum þeirra er sem við heyrum raddir
löngu liðinna kynslóða, jafnt skáldsins og snillingsins
og hins óbreytta alþýðumanns.
Jónas Hallgrímsson hafði ekki dvalizt lengi í Sórey,
þegar hann greip pennann og skrifaði vinum sínum
bréf, til þess að láta þá frétta af högum sínum, og svo
til þess, að fá fréttir frá þeim og biðja þá að útvega
sér eitt og annað, einkum handbækur, kort og annað,
sem hann þurfti að hafa undir höndum, til þess að geta
unnið úr rannsóknargögnum sínum. — Fyrsta bréf
Jónasar frá Sórey er til Þórðar Jónassens,1) dagsett 26.
1) Þórður Jónassen, dómstjóri, (f. 2ó. febr. 1800, d. 25. ágúst
1880), varð stúdent frá Bessastaðasltóla 1820, tók próf í lögfræði
við Hafnarháskóla 1830. Hann gegndi ýmsum mikilvægum emb-
ættum hér á landi, var m. a. yfirdómari í landsyfirdómi og dóm-
stjóri. Einnig gegndi hann landfógetaembætti og stiftamtmanns-
embætti og var konungsfulltrúi á alþingi 1861—65. Meðal barna
hans var Jónas Jónassen landlæknir.
(íslenzkar æviskrár P. E. Ö.)
Heima, er bezt 125