Heima er bezt - 01.06.1962, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.06.1962, Blaðsíða 2
Sautjándi júní í endurminningum um Jón Sigurðsson, forseta, segir Þórhallur Bjarnarson, biskup, frá því, að sumarið 1875 hafi skólapiltar í Reykjavík hyllt forseta og flutt hon- um kveðju með kvæði, er Gestur Pálsson hafði ort. í kvæðinu voru þessi vísuorð: Og kom nú heill að klakabarmi móður, þú kappinn dýr, sem aldrei þekktir bönd. Síðan segir svo: „Þegar Jón þakkaði kveðjuna fór hann allhörðum mótmælum gegn þeim orðum, að hann hefði aldrei þekkt bönd. Bað hann hina ungu menn vel að minnast þess, að gæta hófs, og að þau bönd og tak- mörk, er maður yrði að setja sér í lífinu, væru holl og nauðsynleg.“ Smásaga þessi er um margt athyglisverð. í fyrsta lagi bregður hún upp skýrri mynd af leiðtoganum, Jóni Sigurðssyni. Vafalítið er, að honum hefur verið kær- komið að hinir ungu námsmenn skyldu koma og votta honum hollustu sína. En allflestir fyrirmenn hefðu þakkað kveðjuna fögrum orðum, og látið hjá líða að gera athugasemdir við hana, jafnvel þótt þeim hefði þótt eitthvað ofsagt. Sennilega hefðu hin tilfærðu orð farið fram hjá þorra manna, eða þeim hefði ekki skilizt, að nokkuð væri við þau að athuga. Þeir hefðu ekki fremur en höfundurinn sjálfur séð í þeim annað en óblandið lof um þjóðhetjuna, sem haldið hafði uppi merki frelsisbaráttu þjóðar sinnar í nær þriðjung aldar og unnið þar eftirminnilegan sigur. En Jón Sigurðsson var svo langt hafinn yfir meðal- mennskuna, að hann ekki einungis veitti athygli hugs- anavillunni í kvæðinu, heldur einnig hafði hann fulla einurð á að víta hana, þótt á hátíðarstund væri, og síð- ast en ekki sízt þá notaði hann þetta tækifæri eins og hvert annað, sem honum bauðst, til þess að vera upp- alandi þjóðar sinnar, og brýna fyrir hinum ungu að- dáendum sínum þá hluti, sem aukið fengi manngildi þeirra. Hann kaus einnig að gefa þeim holl ráð, til þess að gera þá styrkari menn, og um leið hæfari þegna þess þjóðfélags, sem hann hafði varið ævi sinni til að rétta úr bóndabeygju liðinna ófrelsis alda. Vafalaust hefur honum þá verið ljóst, að skeið hans sjálfs væri brátt á enda runnið og mun hafa grunað, að í þessum skóla- sveina hópi væru ýmsir þeir menn, sem innan fárra ára hlytu að verða í fararbroddi þjóðarinnar, og þá þurfti ekki sízt að brýna og áminna. Vér sjáum einnig í þessu atviki skýra mynd af tveim- ur andstæðum. Annars vegar er æskumaðurinn, hvatvís og stórhuga, sem í móði æskunnar lætur fleira fjúka, en hann ef til vill gerir sér fulla grein fyrir. Og einmitt á þessum árum er ef til vill ekkert fjar huga æsku- mannsins en bönd, hverju nafni sem nefnast. Hins veg- ar er hinn reyndi skörungur og leiðtogi, sem í baráttu langrar ævi hefur lært þá list að ganga aldrei feti fram- ar, en hann gat stutt með ófrávíkjanlegum rökum, og sameinað hafði á aðdáanlegan hátt hóf, festu og fram- sækni. Sennilega hefur Hannes Hafstein einmitt haft þessi ummæli Jóns í huga er hann kvað löngu seinna: Vissi hóf æ verður ríkja vilji menn ei undanhald. En þessi nær aldargamla áminning Jóns Sigurðssonar til skólasveinanna 1875 er jafn fersk enn í dag og jafn- þörf hugvekja til æskumanna 20. aldarinnar og ef til vill enn nauðsynlegri en hún var á sínum tíma. Hér er gripið á einu af þeim viðfangsefnum, sem vér sífellt erum að glíma við, bæði sem einstaklingar við sjálfa oss og á opinberum vettvangi uppeldis- og félagsstarfa. Unglingurinn, sem er að búa sig undir líf og starf, er að jafnaði frjálshuga. Honum finnst agi heimilisins eða skólans sem hann dvelst í leggja á sig of mörg og óþægileg bönd, og hann reki sig alltof víða á kreddur eldri kynslóðarinnar, sem hann hvorki getur skilið eða vill tileinka sér. Ef til vill finnst honum, sem mest sjálfstæði sé í því fólgið að varpa öllu slíku fyrir borð. Hann gerir sér á þeim árum ekki ljóst, að með þessu taumlausa sjálfræði er hann að brjóta lögmál lífsins sjálfs. Og því miður hættir hinum eldri, sem eiga að vera leiðbeinendur æskunnar, of oft við að gleyma þeirri skyldu sinni, að benda á hver nauðsyn sé að gæta hófsins. Þeir láta undan hinum ungu, annað hvort af værugirni eða skilningsleysi. Ekki er það ætlun mín að halda því fram að halda skuli uppi einhverri sérstakri kúgun af hálfu uppalenda. Hún er sízt vænlegri til góðs árangurs en hitt. En skap- höfn vor manna er svo farið, að ef vér ekki hlítum nokkrum böndum, er ekki aðeins hætt við að líf vor sjálfra fari úr reipunum, heldur verðum vér einnig þjóðfélagi voru til ama og erfiðis. Ekkert þjóðfélag verður sterkt, ef þegnar þess skilja ekki að þeir verða hver um sig að gæta hófs, og hlýða þeim leikreglum sem settar eru hverju sinni. Slíkt á síð- 186 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.