Heima er bezt - 01.06.1962, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.06.1962, Blaðsíða 20
Ekki veit ég hvort mér hefur tekizt að gera ykkur ljóst í hverju sönn hamingja er fólgin, og hvernig þeir dagar eru, sem kalla má hamingjudaga. Ég veit þið skiljið alveg þá mynd, sem ég hef dregið upp af björt- um dögum og dýrmætwn dögum. Þið kannizt öll við fegurð landsins á sólbjörtum sumardögum, og allir unglingar skilja gildi hinna dýrmaetu daga, þegar sjór- inn er stórgjöfull og landið gefur góðan arð. En hver einstaklingur getur verið hamingjúsnauður, þótt vel fiskist og taðan þorni. Ég sagði hér að framan, að ham- ingjan væri imira hnoss, sem ekki byggðist að öllu leyti á góðum aflafeng og frjósemi jarðar. Til þess að vera reglulega hamingjusamur, þarf maðurinn að öðlast ein- hvern innri frið? sem erfitt er að skilgreina með orð- um, en allir skilja af eigin raun. Hin sanna lífsgleði og hamingja leikur ekki í höndum hvers og eins. Leit að æstri lífsgleði skapar oft óhamingju, en sorg og sár lífs- reynsla veitir oft hamingju, þegar frá líður. Hamingju- dagar fylgja þeirri lífsnautn að gleðja aðra og rétta öðrum hjálparhönd í þraut og neyð. Og lítill happa- atburður getur brugðið birtu og yl yfir þreytandi starfsdag. Vík ég þá aftur að litlu stúlkunni í stiganum. Hver, sem er svo lánsamur að geta forðað óhappi eða slysi, eða rétt hjálpar hönd á heppilegri stund, hefur safnað í hamingjusjóð og eignazt hlýjar endurminningar, sem enginn getur frá honum tekið. Það er ósk mín og von að hinir björtu dagar sumars- ins verði þjóðinni allri og hverjum einstaklingi, ungum og gömlum dýrmætir hamingjudagar. Stefán Jónsson. BRÉFASKIPTI Bára Garðarsdóttir. Hlið, Vatnsnesi, V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 12—14 ára. — Mynd fylgi. Hanna S. Gœrðarsdóttir, Hlíð, Vatnsnesi, V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 10—12 ára. — Mynd fylgi. Sigurósk Garðarsdóttir, Hlíð, Vatnsnesi, V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 13—15 ára. — Mynd fylgi bréfi. Eggert Garðarsson, Hlið, Vatnsnesi, V.-Hún„ óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 11—13 ára. — Mynd fylgi bréfi. Margrét Steinunn, Sólbakka, Skagaströnd, A.-Hún„ óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 14—16 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Baldvin Kr. Baldvinsson, Rangá, Köldukinn, S.-Þing„ ósk- ar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—13 ára. Atlavík í Hallormsstaðaskógi. Frá Stykkishólmi. Súgandisey. Þórishólmi.. Séð yfir Breiða- fjörð. Drangey séð úr flugvél. Málmey i fjarsýn. 204 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.