Heima er bezt - 01.06.1962, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.06.1962, Blaðsíða 15
Var nú lagt af stað. Hesta höfðum við fimm, þegar Rauður gamli var talinn með. Þegar þar við bættust hestar þeir, sem við tókum á Blönduósi, varð ekki ann- að sagt en að við væruni vel hestuð. Farangur, sem við höfðum með okkur, var það lítill, að hann var að- eins léttingur á hest. Gátum við því farið greiðara og haft lengri dagleiðir en ég hafði á vesturleiðinni. Þennan fyrsta dag héldum við að Víðimýri í Skaga- firði. Á Víðimýri hefur jafnan verið stórbýli, senni- lega síðan Kolbeinn Tumason settist þar að, á síðari hluta 12. aldar. Ekki hafði ég áður séð Arasen á Víðimýri, en svo var hann jafnan nefndur, en heyrt hafði ég um hann talað. Duldist engum, er hann sá, að þar fór íslenzkur bændahöfðingi. Man ég vel, að mér varð starsýnt á hann, þar sem hann sat í stofunni, hár og stórskorinn, reykjandi pípu, sem náði niður á gólf. Þá voru við- tökurnar ekki mjög amalegar. Önnur eins kynstur af mat hef ég sjaldan séð á einu borði, og mátti næstum segja, að það svignaði undan réttunum. Og ekki var húsbóndinn ánægður, nema allríflega væri neytt þess, er fram var reitt, því að hann var óþreytandi að bjóða hvern réttinn á fætur öðrum. Um borgun var ekki að ræða, en svo var víðar í þessari ferð. Eftir að hafa skoðað Víðimýrarkirkju, sem mér fannst mjög sérkennileg, enda eina torfkirkjan, sem ég hafði þá séð, var haldið ofan að Héraðsvötnum. Þar var dragferja og voru hestarnir reknir út í ferjuna, sem einna helzt líktist fljótandi rétt. Síðan voru bæði menn og hestar dregnir yfir. Lá strengur yfir ferjuna og sneri ferjumaður hjóli eða sveif, er yfir var farið. Komið var við á Miklabæ í Blönduhlíð. Þar var þá prestur séra Björn Jónsson frá Broddanesi í Stranda- sýslu. Höfðu foreldrar mínir þekkt hann, þegar hann var ungur og vildu því koma þar við. Fengum við þarna ágætar viðtökur og virtist eldra fólkið ekki skorta umræðuefni. Eins og oft vill verða, þegar líkt stendur á, varð við- staðan á Miklabæ heldur löng og var orðið mjög álið- ið dags, er við héldum upp á Öxnadalsheiði. Sá ég fram á, að við mundum vart ná háttum að Bakkaseli, en þangað var ferðinni heitið þann dag. Þegar kom nokkuð austur á heiðina, sem raunar er aðeins dalur milli byggða, riðum við fram á nokkra fótgangandi menn, sem voru á leið austur. Voru það skólapiltar úr Reykjavík. Sá eini, sem ég vissi nokkur deili á, hét Tryggvi Sveinbjörnsson og var frá Brekku í Svarfaðardal, þá sennilega nýkominn á Háskólann. Hann hefur um margra ára skeið verið sendiráðsritari í Kaupmannahöfn. Piltarnir voru þreyttir og sumir hálf lasnir. Þeir urðu því fegnir, er við buðum þeim að verða með okkur og hvíla sig á lausu hestunum. Að vísu urðu þeir að ríða berbakt og var það ekki gott til lengdar, en bót var þó í máli, að þetta flýtti för þeirra og var nokkur hvíld. Ekki þáðu þeir þó samfylgd okkar alla leið í Bakkasel, heldur urðu eftir skammt ofan við brúnina. Þegar við komum að Bakkaseli, var fólk þar sýni- lega háttað. Mér hefur alltaf þótt vont að þurfa að vekja upp, eftir að komin er nótt, en vegna foreldra minna gerði ég það þó í þetta skipti. Heldur gekk það erfiðlega. Um síðir kom þó maður út og hefur það sennilega verið bóndinn. Eg baðst þegar gistingar, en fékk fljótt afsvar. Engin áhrif hafði það, þó að ég benti manninum á, að ég væri með aldraða foreldra, sem þörfnuðust hvíldar. Hann sagðist engar ástæður hafa til að hýsa gesti og gerði það alls ekki. Þó að þetta væri illt, eins og á stóð, var ekkert við því að segja, og sennilega hefur maðurinn haft sínar ástæður til að úthýsa okkur. Var því ekki um annað að ræða en að halda áfram. Skammt utan við Bakkasel, og sömu megin ár, var annar bær, sem hét, að mig minnir, Varmavatnshólar. Hélt ég þangað í þeirri veiku von, að við fengjum að vera þar um nóttina. Leizt mér þó ekki þannig á húsa- kynnin, að fólkið þar hefði betri ástæður til að hýsa gesti en verið hafði á hinum bænum. „Jú, gistingin er ykkur heimil, ef þið getið gert ykk- ur hana að góðu,“ var svar bónda, er ég hafði boíið upp erindið. Hýrnaði nú heldur yfir okltur, og er við feðgarnir höfðum gengið frá hestunum, var farið í bæinn. Var þá borinn fram matur og síðan farið að hugsa fyrir svefnplássi. Auðséð var á öllu, að fólkið varð að þrengja mjög að sér, til að geta lofað okkur að vera. En ekld var allt þar með búið. Þegar við erum ný- lega háttuð, er barið á ný, og eru þar komnir göngu- mennirnir, sem við hittum á heiðinni, en einnig þeim hafði verið úthýst í Bakkaseli. Mörgum hefði nú sennilega þótt nóg að hafa fengið þrjá næturgesti, þótt ekki bættust fimm eða sex í við- bót. En þessu fólki var ekki svo farið, og allir fengu piltarnir mat og rúm, er mér þó óskiljanlegt, hvernig hægt var að koma þeim fyrir. En það er löngum svo, að þegar viljinn, til að gera öðrum greiða, er fyrir hendi, verða alltaf einhver ráð. Ekki man ég að nefna nöfn þessa ágæta fólks, en það kemur mér jafnan í hug, er ég heyri talað um íslenzka gestrisni. Næsti áfanginn var Akureyri. Ekki ætlaði ég þó að gista þar, vildi heldur, hestanna vegna, fara upp í sveit. Foreldrar mínir þekktu Jóhann Ragúels, kaupmann, en hann var sonur Ragúels Ólafssonar, bónda í Guðlaugs- vík í Hrútafirði. Fyrsta verk mitt, er ég kom til Akureyrar, var að koma hestunum fyrir í stóru hesthúsi, sem byggt hafði verið fyrir aðkomuhesta og mig minnir að héti Caroline Rest. Eftir það fórum við að finna Jóhann Ragúels og fengum þar ágætar viðtökur. Frá Akureyri héldum við að Jódísarstöðum í Eyja- firði. Ástæðan til þess að við fórum þangað var sú, að Rósa, dóttir Kristjáns bónda þar, hafði eitt sinn orðið mér samferða frá Borgarnesi norður í Vestur-Húna- Heima er bezt 199

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.