Heima er bezt - 01.04.1963, Side 2

Heima er bezt - 01.04.1963, Side 2
Hanclgengnir menn I fomritum vorum lesum vér um marga, og það ágætismenn þjóðar vorrar, er utan fóru, að þeir gerð- ust handgengnir Noregskonungum. Þótti slíkt þá flestu meiri frami, og auk þess að skapa manninum virðingar- auka nokkurn heima á íslandi, fylg'di því margs konar fríðindi í veldi Noregskonungs. Var það bæði hirðvist- in og ýmis forréttindi umfram óbreytta erlenda farmenn eða innlenda konungs þegna. Það var því næsta eðli- legt, að ungir menn og framgjarnir sæktust eftir slíkri konungs náð. Oft og einatt gat það þjónað líku mark- miði í utanförinni, og þegar ungir menn á vorum dög- um fara utan til háskólanáms. Hirðvistin varð forfeðr- um vorum álíka menntunar- og vegsauki og próf og aðrar lærdómsgráður eru nú. Hitt vitum vér eigi, hvort forfeður vorir hafi nokkru sinni gert sér ljóst, að um leið og þeir þágu hirðvist og nafnbætur úr hendi kon- ungs, sköpuðu þeir sér og þjóð sinni hættu, sem ör- lagaríkt reyndist, þegar fram liðu stundir. En grunað gæti oss, að ef þeir hefðu hugsað til þess myndu þeir ekki hafa verið eins ginnkeyptir fyrir konungshylli og raun bar oft vitni um. Handgenginn maður var ekki lengur frjáls ferða sinna. Hann hlaut að gegna boði konungs, hvenær sem þess var krafizt, og í raun réttri var hann skyldur að hlýða kalli konungs, þótt kominn væri hann út til ís- lands, og refsivald hins erlenda þjóðhöfðingja náði hon- um, þótt seztur væri hann að búi sínu og goðorði úti á íslandi. Það þarf ekki að rekja þá sögu lengri. Hverjum íslendingi, sem lokið hefur barnaskólanámi, er kunn- ugt, hvernig fór í skiptum Islendinga og Noregs konunga. íslenzka þjóðin glataði sjálfstæði sínu og gekk hinum erlenda konungi á hönd. Vér vitum jafnvel, hvern þátt handgengnir menn áttu í þeim atburðum. Islenzkir höfðingjar hlýddu utanstefnum konungs, fólu honum að dæma í málum sínum og þágu úr hendi hans skipan yfir málum manna úti á Islandi, þótt þjóðveldið stæði enn. Orlög Snorra Sturlusonar sýndu og ljósast, hvers væri að vænta af hendi konungs, ef handgenginn maður bryti boð hans. Þegar svo var komið var ljóst, að komið var þá að endalokum þjóðveldisins. Oss nútíma- mönnum ætti að verða auðskilið, hvers vegna konun?- ur lagði slíkt kapp á að afla sér handgenginna manna, og hvers vegna förin var greið inn í konungs garð. Með þessum hætti kom konungur sér upp fylkingu trúrra þjóna, sem hlýddu boði hans og banni, þegar lokaárás- in yrði gerð. Og sagan sýnir, að hann hafði reiknað dæmið rétt. En Hákon arámli Noregskonungur er ekkert einstakt fyrirbæri sögunnar. A öllum öldum hafa valdagjarnir þjóðhöfðingjar og heimsvaldasinnar, beitt sömu aðferð til að véla undir sig lönd og þjóðir. Og nú nýlega höf- um vér Islendingar vaknað upp við vondan draum í þessum efnum. Starfsmenn erlends sendiráðs hafa orð- ið uppvísir að tilraunum til að fá íslending til njósna í þágu erlends ríkis. En hann beit ekki á agn þeirra og aðvaraði lögreglu og yfirvöld. Nú eru njósnir í sjálfu sér ekkert einstætt fyrirbæri, en samt hlýtur oss að bregða í brún við þá fregn, að erlendir þjónustumenn séu á höttunum eftir íslending- um til slíkra starfa. Hér á landi gerist fátt það, sem ekki sé unnt að fá upplýsingar um að heiðarlegum leiðum, og þær upplýsingar, sem óbreyttur borgari getur kom- izt yfir, eru vissulega ekki svo merkilegar, að þær séu margra peninga virði. En rætur þessa máls geta legið dýpra. Ef vér hugsum málið nánar, hljótum vér að staldra við þá hugsun, að hér hafi umfram allt verið að veiða menn, ekki beinlínis í þeim tilgangi að nota þá til njósnarstarfsemi, heldur til þess að ná á þeim svo sterku tangarhaldi, að þeir gætu orðið auðsveip tæki til annarra mikilvægari átaka. Það er verið að gera þá handgenona með sérstökum hætti. Það má hverjum manni ljóst vera, að sá sem gerzt hefur sekur um njósnir fyrir erlent ríki, þótt ómerki- legar séu, hefur um leið gerzt brotlegur við landslög á hinn alvarlegasta hátt. Jafnframt hefur hann ofurselt sig lánardrottni sínum, og á allt undir vilja hans og náð. Svo að ef hinn erlendi húsbóndi vildi síðar skipa hon- um eitthvert starf, sem hinum bundna manni væri ógeð- fellt, og hann reyndi að skorast undan, þá á húsbónd- inn ótal ráð til að steypa þjóninum í glötun og láta fram- selja hann íslenzkum yfirvöldum til refsingar. Þannig er sá, sem með einu glapræðisverki hefur selt sig á mála til njósna, orðinn skuldbundinn þræll húsbónda síns og fær ekki aftur snúið. Það þarf ekki að fara í grafgötur um að ríki, sem hyggðist að skapa sér áhrifavald í öðru landi mundi telja sér harðla mikilsvert að koma upp sveit slíkra handgenginna manna, og þótt ekki sé leitað til ráðamanna þjóðfélagsins eins og í fornöld, verða hin- ir nýju handgengnu menn ekki síður hættulegir þjóð- félaginu, af því að starf þeirra fer fram í levndum, og því varast menn þá síður. Handoengnir menn til forna nutu álits og virðingar. Ekki verður sama sagt um þá, sem á vorum dögum selja þjónustu sína í hendur erlends valds til óþurftar föðurlandi sínu. Þeir verða naumast fengnir til starfans 118 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.