Heima er bezt - 01.04.1963, Síða 3
NÚMER 4
APRÍL 1963
13. ÁRGANGUR
<wlbwft
ÞJ ÓÐLEGT HEIMILISRIT
Efnisyferlit
Gyðríður í Seglbúðivm SÍRA Gísli Brynjólfsson Bls. 120
Sumarauki í Suðurlöndum (niðurlag) Steindór Steindórsson 124
Hvíslið á Almenningmmi Magnús Gunnlaugsson 129
Svipleiftur af söguspjöldum Hallgríaiur frá Ljáskógum 131
Hvað ungLtr nemur — Stefán Jónsson 132
Norður Sprengisand (niðurlag) SlGRÍÐUR ThoRLACIUS 132
Dægurlagaþátturinn Stefán Jónsson 135
Hold og hjarta (5. hluti) Magnea frá Kleifum 137
Eftir Eld (14. hluti) Eiríkur Sigurbergsson 142
Bókahillan Steindór Steindórsson 148
Vísa Látra-Bjargar? JÓH. ÁSGEIRSSON 149
Handgengnir menn bls. 118. — Bréfaskipti bls. 130, 147, 149. — Ölkelda í Staðarsveit bls.
147. — Úrslit í barnagetraun bls. 150. — Verðlaunagetraun bls. 150. — Myndasagan: Óli
segir sjálfur frá bls. 151.
Forsíðumynd: Frú Gyðríð'ur Pálsdóttir í Seglbúðum. (Ljósm.: Asis.)
Káputeikning: Kristján Kristjánsson.
HEIMA ER BEZT . Þjóðlegt heimilisrit, stofnað árið 1951 . Kemur út mánaðarlega . Áskriftargjald kr. 140.00 . í Ameríku $4.00
Verð í lausasölu kr. 20.00 heftið . Útgefandi Bókaforlag Odds Björnssonar . Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 45, sími 2500, Akurevri
Ábyrgðarmaður: Sigurður O. Bjömsson . Ritstjóri: Steindór Steindórsson frá Hlöðum . Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri
nema með ærnum fégjöfum. Vér höfum séð þann mann-
dóm, sem neitaði slíkum gjöfum, en ekki vitum vér
nema einhverjir hafi þegar ánetjast, þótt vér óskum þess
að svo sé eigi. En vér hljótum að vara við þeirri hættu,
sem yfir vofir af þessum sökum. Hver sá maður, sem
þannig gerist handgenginn erlendu valdi, glatar um leið
öllu því, sem honum er dýrmætast. Hann glatar trausti
samborgara sinna, og umfram allt glatar hann virðing-
unni fyrir sjálfum sér, og það tjón fær hann aldrei bætt
sér. Og í aðra hönd fær hann ekkert nema seyrðan
mála úr hendi þess húsbónda, sem fyrirlítur hann um
leið og hann greiðir honum Júdasarpeningana. Getum
vér með köldu blóði hugsað til þess ef slíkt skyldi verða
hlutskipti nokkurs fslendings? St. Std.
Heima er bezt 119