Heima er bezt - 01.04.1963, Síða 5

Heima er bezt - 01.04.1963, Síða 5
Sitjandi frd vinstri: Asdis Helgadóttir, Gyðriður Pálsdóttir, Jón Helgason. Standandi: Ólöf Helgadóttir, Margrét Helgadóttir. bær híbýlaprýði, mikill myndarskapur innanbæjar og utan og skemmtilegur og hollur heimilisbragur í hví- vetna. Enginn einn maður skapar slíkt heimili. Þar eru margir að verki. Drýgstan þáttinn leggur húsmóðirin jafnan til. Svo var líka í Seglbúðum. Með nokkrum orðum skal húsfreyjan þar kynnt í þessurn þætti. Gvðríður Pálsdóttir er fædd að Þykkvabæ í Land- broti 12. marz 1897. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Sigurðsson (d. 22. september 1939), bónda í Eystri- Dalbæ Sigurðssonar og Margrét Elíasdóttir (d. 20. febr. 1922), bónda og smiðs á Syðri-Steinsmýri Gissurarson- ar. Þau Páll og Margrét hófu búskap í Þykkvabæ með frekar lítil efni og smátt bú. En með samtaka dugnaði, ráðdeild og sparsemi óx það og blómgaðist með ári hverju. Mun bú þeirra hafa verið um tíma eitt það stærsta hér um slóðir og vafalaust það arðmesta og gagnsamasta. Var það fyrst og fremst að þakka for- sjálni Páls og búhyggni og atorku og árvekni þeirra hjóna beggja. Páll í Þykkvabæ var ríkulega gæddur þeim hyggindum, sem í hag koma, lagði traustan fjár- hagsgrundvöll að búskap sínum og öllum framkvæmd- um, sem voru miklar í Þykkvabæ í búskapartíð hans. Þó varðist hann allra skulda og var talið að hann hefði aldrei tekið lán alla sína búskapartíð. í ræktunarmálum naut Páll góðrar samvinnu við sambýlismann sinn, hinn landskunna atorku- og framfaramann, Helga Þórarins- son, sem bjó á móti honum í uppbænum í Þykkvabæ. í höndum þessara búhölda beggja urðu Þykkvabæjar- jarðirnar með mestu heyskaparjörðum hér um slóðir og framfleyttu hinum stærstu búum á þeirra tíma mæli- kvarða, eins og fyrr er sagt. Það stuðlaði líka að þess- ari þróun, að börn þeirra Páls og Margrétar voru bæði dugleg og reglusöm og unnu heimilinu af miklu kappi og ráðdeild meðan þau voru heima. Gyðríður var elzt af sjö systkinum. Hún ólst upp í foreldrahúsum og naut ekki annarrar fræðslu en þeirr- ar, sem veitt er í barnaskóla. En foreldrahúsin reynd- ust henni líka góður skóli eins og stóru sveitaheimilin voru yfirleitt í gamla daga. Ekki mun hún hafa farið annað að heiman en einn vetrartíma, sem hún var við fatasaum í Reykjavík. Þann 30. maí 1918 giftist hún Helga Jónssyni, sem þá stóð fyrir búi móður sinnar í Heima er bezt 121

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.