Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1963, Qupperneq 7

Heima er bezt - 01.04.1963, Qupperneq 7
arlífinu betri og hollari stuðning en margur, sá sem hærra talar um áhuga sinn fyrir kirkju og kristindómi. Gyðríður hefur um margra ára skeið átt sæti í sóknar- nefnd Prestsbakkakirkju og sýnt með starfi sínu þar, hve annt hún lætur sér um þennan fagra og reisulega, aldargamla helgidóm Síðunnar. Hér hafa verið nokkuð raktir þeir þættir þess starfs, sem Gyðríður Pálsdóttir leggur fram á vettvangi al- i mennra félagsmála. Nú skal að lokum getið þess starfs, sem hún hefur löngum stundað af mikilli natni og vakandi áhuga og • fórnað flestum tómstundum sínum, þann árstíma, sem hægt er að stunda útivinnu. Það er garðyrkjan og blómaræktin. Fyrir hana hygg ég að hún sé einna kunn- ust utan sveitar sinnar og sýslu. Enginn mun hafa heim- sótt húsfreyjuna í Seglbúðum að sumarlagi án þess að skoða garðinn hennar, þar sem marglitar breiður fag- urra blóma skarta milli trjánna, sem mynda hlý skjól- belti utanum þennan fagra reit. Þarna unir Gyðríður í Seglbúðum sér einkar vel, ég hygg hvergi betur. Það er henni mikill yndisarður að hlúa að blómum sínum, vökva þau og veita þeim nær- ingu og vernda þau gegn næturkulda og næðingum og reyta upp illgresið, svo að hinn fagri og góði gróður fái að dafna, öllum þeim til yndis og unaðar, sem koma í þennan fallega garð. Og þetta er í raun og veru táknrænt fyrir allt líf og starf Gyðríðar í Seglbúðum. Innsta og helgasta þrá hennar er að geta hjálpað öðrum til að útrýma því og fjarlægja það, sem er ljótt og vont og veldur gremju og sársauka. Og hún vill jafnframt efla og styrkja og hlúa að öllu því, sem fegrar og bætir lífið, eykur gleð- ina og hamingjuna og gerir tilveruna bjartari og betri. Þess vegna er Gyðríður í Seglbúðum líka mikil gæfu- kona. Unga húsfreyjan i Seglbuðum. Blómabekkur við ibúðarhúsið. Takið eftir árssprotunum á greninu. Heima er bezt 123

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.