Heima er bezt - 01.04.1963, Page 8
STEINDOR STEINDORSSON
FRÁ HLÖÐUM:
Sumarauki
/
i
Suéurlöndum
Litið inn í Langbarðaland.
Fundahöldunum í La Tour lauk um hádegisbil á
föstudaginn 14. sept. Og klukkan hálftvö sat ég í hrað-
lestinni til Mílanó og kvaddi Montreaux fyrir fullt og
allt. Þetta var raunar dálítill krókur, því að nú var ég
á heimleið, en eftir nákvæma athugun á Ferðaskrifstof-
unni höfðum við Baldur Ingólfsson komizt að raun um,
að með engu móti fengi ég hægar séð dálítið af Sviss-
landi og Ölpunum, og um leið lítið svipleiftur af Ítalíu.
Skyldi ég fara suður með Simplon-brautinni en aftur
norður til Ziirich að morgni um St. Gotthard.
Veðrið var heitt og mollulegt, og ég var satt að segja
hálfþreyttur eftir allar fundarseturnar, og það að hlusta
án afláts og hugsaði mér nú gott til glóðarinnar að
mega um frjálst höfuð strjúka, rétt eins og skólastrákur,
sem kominn er í frí. Enn á ný var ekið upp Rhonedal-
inn. En nú var honum fylgt nær því á enda. Farið fram-
hjá bæjunum Sion, þar sem tveir gamlir kastalar gnæfa
við himin uppi á lágum tindum rétt utan við bæinn, og
síðar framhjá Montana, en þangáð hafði okkur fundar-
mönnum verið boðið síðastliðinn sunnudag. Farið var
þá með okkur á svifbraut hátt upp til fjalla, en svif-
brautirnar eru eins konar kláfferjur, sem ganga víða
upp á hina hæstu fjallatinda. Ekki held ég þeim, sem
lofthræddir eru, líði vel í þeim, og við og við hvarfl-
aði að mér að ég hefði heldur viljað ganga, en allt um
það, við komumst upp í fjölhn og þar var dýrðlegt út-
sýni, því að við blasti fjallahringur með tindunum
Weizhorn, Matterhorn, Monte Rosa og hvað þeir heita
allir þessir alpajötnar, sem seiða til sín fjallaklifrara og
ferðalanga úr víðri veröld. Og meðan lestin þaut upp-
eftir dalnum rifjaði ég upp öll þau undur fjallatinda og
hájökla, sem fyrir augun bar í fyrri ferðinni og ekki
gleymdi ég hinum undurfögru fjalljurtum, sem marg-
ar voru gamlir kunningjar eða að minnsta kosti ná-
frændur fjallaplantnanna okkar hér heima.
Dalurinn þrengist smám saman, og áin verður strang-
ari og stórgrýttari, fellur hún nú víða á flúðum í ólg-
andi straumköstum, og þótt takmörkuð sé útsýn úr
lestargluggunum, fæ ég samt nokkra hugmynd um hið
stórfenglega landslag efri hluta Rhonedalsins. Það má
heita rúmt í klefanum, aðeins tveir eða þrír aldraðir
menn, sem sýnilega eru leiðinni vanir, því að þeir dotta
lengstum og láta sig engu skipta hvert umhverfið er.
En rétt þegar ég er að virða fyrir mér furðutinda með
fönnum og skriðjöklum á milli uppi í nágrenni við bæ-
inn Brigue, dimmir skyndilega, og lestin rennir sér inn
í jarðgöngin undir Simplonskarðinu. Einhvers staðar
hefi ég lesið, að þetta séu ein lengstu jámbrautargöng
í heimi, og hvort sem svo er eða eltki, fannst mér það
heil eilífð, þessar mínútur, sem við vomm að fara gegn-
um þau. Og líðanin var líkust því, að Alpafjöllin með
öllum sínum þunga hvíldu á mér. En þannig orkar ætíð
á mig að ferðast í jarðgöngum. Og af þeim sökum firr-
ist ég neðanjarðarbrautir stórborga, ef þess er nokkur
kostur.
Én allt í einu birti jafn snögglega og myrkrið skall
áður yfir. Og nú birtist nýr heimur. Að vísu lá leiðin
enn um þrönga fjalladali með gróðursnauðum, sól-
brenndum, skriðurunnum hlíðum, en þó var eins og
léttara væri yfir öllu umhverfinu en norðan fjallanna,
og fyrr en varði var komið niður að Maggiorevaminu.
Eitt af sérkennum suðurhlíða Alpafjallanna eru hin
löngu og djúpu dalavötn. Skriðjöklar ísaldar hafa á sín-
um tíma sorfið djúpar rásir niður í berggmnninn, og
hlaðið upp stíflur fyrir framan þær, svo að dældirnar
hafa fvllzt vatni. Skorradalsvatn og Lagarfljót eru af
líkum toga spunnin. Náttúrufegurð þessara Alpadala
hefur löngum verið rómuð, en þótt hratt sé farið, og
ekki gefizt færi á að njóta útsýnisins fremur en á hrað-
sýndri kvikmynd, er mér ljóst, að ekkert er ýkt af því,
sem sagt er um undursamlega náttúm þessara héraða.
Vatnið fyllir allan dalbotninn, spegilslétt og undarlega
fagurblátt, nærri eins og Bláhver, uppi um hlíðarnar
skiptast á aldingarðar, vínekrur og skógarlundar. Á
trjánum glitra gullin aldin, appelsínur og sítrónur, en
trjágróður allur er dekkri á svipinn en vér eigum að
venjast norðar. Þykist ég kenna þar ólífulundi og sums
staðar eru dökkir sýpmssar. Fjöllin lækka eftir því, sem
sunnar dregur og sums staðar ber dimmgræna barrskóga
við himin, en uppi um hlíðamar em hvarvetna þorp og
býli, hallir og sumarhús, og jafnvel gamlir kastalar.
Byggingar allar eru ljósar á lit og stinga því í stúf við
124 Heima er bezt