Heima er bezt - 01.04.1963, Blaðsíða 10
Járnbrautar-
torgið í Milanó.
Pirelli
skýjakljúfurinn.
regluþjónn sást, sem unnt væri að spyrja. Við ávaxta-
vagn skammt frá mér stóð hópur af fólki. Ég vék mér
þar að unglingspilti og nefndi nafn hótelsins. Hann
hristi vitanlega höfuðið. Ég ætlaði þá að halda áfram,
en pilturinn hnippti í mig og tók um leið að spyrja
ávaxtasalann, og nefndi hótelið. Hann leit upp frá starfi
sínu, og nú stóð ekki á svarinu. Með bendingum og
einhverjum orðum, sem ég skildi, gerði hann mér ljóst,
að ég þyrfti einungis að ganga yfir torgið og fyrir
næsta götuhorn, þá væri ég kominn í áfangastað. Ég
reyndi að þakka greiðasemina með einu hinna fáu orða,
sem ég minntist úr minni gömlu skólalatínu og sagði:
gratias ago. Þetta skildu þeir auðsæilega, og andlitin
ljómuðu, svo mátt hefði ætla, að þeir væru glaðari af
því að gera mér þenna greiða en ég að þiggja hann. En
því get ég þessa atviks, að síðar um kveldið og eins
næsta morgun, átti ég eftir að hitta á mörgum stöðum
sama glaðlega viðmótið og greiðasemina, er ég spurði
til vegar með þeim tveimur orðum, sem ég gat mælt
nokkurn veginn skammlaust, en það var il Duomo,
dómkirkjan og Stazione Centrale, jámbrautarstöðin, en
þetta voru endastöðvar könnunarferða minna um borg-
ina. Jafnmikilli alúð og greiðasemi við ókunnan ferða-
lang hefi ég hvergi mætt nema í Ameríku.
Eftir leiðsögnina komst ég greiðlega á hótelið, sem
var nýtt og hið vistlegasta, en fremur lítið. Þjónusta öll
var þar í bezta lagi. En ekki var mér til setu boðið þar,
ef ég ætti að fá að sjá eitthvað af hinni frægu borg og
vera að einhverju fróðari um Ítalíu eftir en áður.
Um kveldið fór ég allvíða einkum umhverfis dóm-
kirkjutorgið. En þar mæta manni andstæður meiri en
annars staðar. Annars vegar er hin forna, virðulega dóm-
kirkja, sem varpaði af sér dökkum skuggum í kvöld-
húminu en hins vegar æpandi ljósflóð auglýsinganna í
öllum regnbogans litum, sem ekkert gaf eftir Broad-
way eða Times square í New York. Þama var auglýst-
ur alls konar varningur, skemmtistaðir, kvikmyndir og
ég veit ekki hvað. Gaman þótti mér að fara þar um
undir hvolfþökum hinna glæsilegu sölubygginga við
hlið dómkirkjunnar, þar voru öll veraldarinnar gæði á
boðstólum, og bæði úti og inni voru veitingastaðir, þar
sem hver bekkur var setinn af glaðværu, símasandi fólki.
Þótti mér það furðuólíkt og á veitingastöðunum í Genf.
Og alls staðar var iðandi mannþröngin, talandi, hlæj-
andi og patandi eins og börn í leik.
Snemma næsta morgun fór ég að skoða dómkirkjuna,
sem fræg er um heim allan, sem eitt af mestu og skraut-
legustu guðshúsum kristinnar kirkju. Hún er kross-
kirkja reist í gotneskum stíl, hlaðin úr marmara, sem
eitt sinn hefur verið hvítur, en er nú tekinn að dökkna
utan af margra alda reyk og ryki. Talið er að bygging
hennar hafi hafizt á 14. öld, og raunar sé henni ekki
enn að fullu lokið. Auk stærðarinnar er ekkert, sem
vekur meira furðu manns við ytri sýn þessa mikla
musteris, en hin ótrúlega mergð turnspíra, sem rísa þétt
eins og skógur upp frá þaki hennar og benda þó allar
að megin tuminum, sem að vísu setur ekki eins mikinn
svip á hana og t. d. turnar dómkirkjunnar í Köln. Ekki
má heldur gleyma hinni ótrúlegu mergð steinmynda,
sem prýða kirkjuna utan þúsundum saman. En þótt
hvarvetna megi eygja hinn gotneska stíl, finnst manni
þó sem byggingin sé ofhlaðin myndum og skrauti. Slíks
hófleysis í skreytingu gætir minna þegar inn er komið.
Þar er hálfrokkið og þægilega svalt. Hinir mynd-
126 Heima er bezt