Heima er bezt - 01.04.1963, Page 11

Heima er bezt - 01.04.1963, Page 11
Dúmkirkjan i Mílanó. skreyttu, lituðu gluggar sem skipta tugum metra á hæð veita einungis litlu broti sólarljóssins inn undir hinar háu oddbogahvelfingar. En ljósið er milt og þægilegt. Rökkurbirtan, svalinn, hinir háhvelfdu bogar, súlumar og helgimyndirnar allt orkar það í senn á hugann og skapar undrun, aðdáun og tilbeiðslu. Hinir fomu húsa- meistarar hafa vissulega kunnað sína list, að láta sjálft húsið vera eins og þátt þeirrar guðsþjónustu, sem þar á fram að fara. Meginskip kirkjunnar er geysimikið og hátt, en tvö nokkm lægri hliðarskip til hvorrar hand- ar, öll aðskilin með súlnaröðum. Þegar ég kom inn í kirkjuna stóð þar yfir messa. Fyrir framan háaltari henn- ar stóðu prelátar í fullum skrúða, prýddir mítri og helgiklæðum og sungu þar messu, á latínu. Kórdrengir í hvítum kyrtlum sveifluðu reykelsiskerum, og lagði öðm hverju svo mikil reykjarský frá þeim, að klerk- arnir vom eins og í þoku, en fram í kirkjuna barst höfgur sefjandi ilmur frá reykelsinu. Frá orgelinu hljómuðu tónar, sem fylltu hinar miklu hvelfingar, þegar hlé varð á söng klerkanna, en annars kváðu orgel- tónamir við sem þungur niður. Allt féll þetta saman í órofa heild. Allmargt fólk hafði safnazt saman fyrir framan altarið og hlýddi messunni og gerði bæn sína. Það gat hafa sldpt hundruðum, en lítið fór fyrir því í hinum mikla geim. Ég tók mér þar sæti á yzta og aft- asta bekk, og leitaðist við að fylgjast með því, sem fram fór. Þótt ekkert orð, sem ég skildi, næði eyrum mín- um, hlaut ég að hrífast með af helgi og virðuleik at- hafnarinnar, og ekki hvað minnst af þeirri tilbeiðslu og andagt, sem skein út úr andlitum fólksins, sem fylgdi hverri hreyfingu klerkanna og virtist lifa sig inn í alla athöfnina eins og það sjálft væri hinir virku aðilar. Ég held, að það þurfi meira en meðal kaldhyggju til þess, að fara ósnortinn framhjá slíkri helgiathöfn, þar sem allt stefnir hærra, hærra. En engu að síður voru þarna ferða- mannahópar að spígspora, og var sem þeir hvorki sæju né heyrðu það, sem fram fór, en mösuðu og höfðu myndavélarnar á lofti rétt eins og þeir væru á skemmti- stað. Það var einkennilegt að koma út á torgið. Hið brenn- andi sólskin, ysinn og umsvifin þar úti stungu svo furðulega í stúf við kyrrð og hálfrökkur hinnar virðu- legu kirkju. Innan dyranna voru miðaldirnar, trúhneigð- ar og dulmagnaðar, en úti fyrir efnishyggja og tækni 20. aldar. Frá kirkjunni fór ég beina leið til Sforza-hallarinnar, sem talin er annað mesta minnismerki liðinna alda í Mílanó. Höllin er reist af Sforza hertogunum, sem fóru með völd í borginni á 15. og 16. öld. Sagt er að meist- arinn mikli, Leonardo da Vinci, hafi lagt þar hönd að verki. I höllinni eru nú geymd minjasöfn, og ætla ég ekki að gera nokkra tilraun til að lýsa því, sem þar bar fyrir augu. En erfitt fannst mér að seiða þar fram fyrir hugskotssjónir hið litríka líf þeirra tíma, sem höllin var fyllt upp af skrautbúnu aðalsfólki, riddurum og þeirra frúm. En brottfarartíminn nálgaðist óðum. Ég fór að naga mig í handarbökin fyrir að hafa ekki tekið mér lengri tíma í þenna útúrdúr. Bæði hefði ég vel getað unað mér lengur í Mílanó, og svo hefði ekki verið ónýtt að skjótast til hinna rómantísku Feneyja, en þess var eng- inn kostur, og klukkan hálftvö var ég kominn á járn- brautarstöðina á ný og tekinn að svipast um eftir lest- inni til Zúrich, sem átti að fara eftir nokkrar mínútur. Heima er bezt 127

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.